Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 19
LOFSVERT FRAMTAK Frá degi fatlaðra. Þar voru húsnæðismál æðst og efst. Ég nefni sem dæmi að Styrkt- arfélag vangefinna hefur farið þessa leið með góðum árangri. Styrktarfé- lagið hefur komið upp 11 íbúðum hér á höfuðborgarsvæðinu sem í búa 23 einstaklingar, en hjá Styrktarfélagi vangefinna starfa 2 þroskaþjálfar sem veita þessum einstaklingum aðstoð í þessum íbúðum. Þessir einstaklingar hafa áður dvalið á sambýlum og stofn- unum fyrir þroskahefta. Svo langt hefur Styrktarfélag vangefinna komist í að þróa þessa leið, að 2 fbúðanna eru í eigu íbúanna sjálfra sem hafa fengið til þess lán frá Húsnæðisstofnun ríkis- ins. Reynslan hefur verið mjög góð af þessu fyrirkomulagi, enda hafa þessir einstaklingar áður fengið leiðsögn og þjálfun í viðfangsefnum daglegs lífs. t.d. á sambýlum. Flestir í þessum hópi stunda atvinnu úti á hinum almenna vinnumarkaði eða á vemduðum vinnu- stöðum. Að þessu tel ég að okkur beri að stefna, þ.e. að þjálfa þá einstaklinga sem mögulega hafa til þess getu, og nú eru á sambýlum, þannig að þeir geti nýtt sér félagslega íbúðakerfið. ATH YGLIS VERÐ NIÐURST AÐA Sú könnun sem ég lét gera hjá svæðisstjórnum í byrjun janúar á því hvað margir einstaklingar sem nú dvelja á sambýlum, gætu nýtt sér fé- lagslega íbúðakerfið, er mjög athygl- isverð. Hún sýnir að hugsanlega gætu með þjálfun og aðstoð, nálægt 60-70 af þeim rúmlega 200 sem nú dvelja á sambýlum nýtt sér félagslega íbúða- kerfið. Að vísu ber að hafa í huga að þessi athugun var unnin á mjög skömmum tíma. Hún leiddi einnig í ljós að til þess að þetta megi gerast þá þarf að koma til nokkur aðstoð í formi heimilishjálpar og fleira til þess að þessir einstaklingar geti nýtt sér félagslega íbúðakerfið. Hér þarf líka að koma til vandaður undirbúningur, sem og að slík breyting gerist í samráði við svæðisstjómir og þá fötluðu og aðstandendur þeirra. FORSENDUR NÝRRA LEIÐA Þessi leið hefur líka þá kosti, að nú eru margir sem em í mjög brýnni þörf fyrir sambýli, en gætu komist í þau pláss er losnuðu, ef að einhverjir ein- staklingar, sem nú dvelja á sambýlum gætu síðan nýtt sér félagslega íbúðakerfið. Þessi leið er nú til skoð- unar í félagsmálaráðuneytinu og hafa samtök fatlaðra fulla aðild að þessari nefnd. Þar er að mörgu að hyggja. Ég nefni sem dæmi eftirfarandi: 1. Samstarf þarf að takast milli samtakafatlaðra, Húsnæðisstofn- unar, sveitarfélaga og svæðis- stjóma um þetta verkefni og að það verði gert í fullu samráði við hina fötluðu og forráðamenn þeirra. 2. Fyrir þarf að liggja hvaða kostir í félagslega kerfinu henta best. Kaupleigukerfið virðist vera það nærtækasta, en það býður upp á kaup á fbúðum, leigu á íbúðum með kauprétti eða kaup á hlutareign. 3. Fyrir þarf að liggja hverjir yrðu framkvæmdaaðilar að þessu verki. Möguleikarnireru margir í því efni og gætu til að mynda samtök fatlaðra eða sveitarfélögin eða þessir aðilar í sameiningu orðið framkvæmdaaðilar. 4. Fyrir þarf að liggja hvað mikla aðstoð þessir einstaklingar þurfa sem nýta sér slíkt íbúðarform svo sem varðandi heimilishjálp, þjálfun og fleira. MUN MARKA TÍMAMÓT Ég er sannfærð um að takist þessi tilraun þámunþaðgjörbreytaogflýta allri þróun í uppbyggingu í húsnæðismálum fatlaðra. Núverandi húsnæðislöggjöf býður upp á marga kosti í þessu efni og nýtt frumvarp um endurskipulagningu á félagslega húsnæðiskerfinu gefur enn meiri möguleika í þessu efni fyrir fatlaða. Ég hef lagt áherslu á, að þessu verkefni verði hraðað og að þær upplýsingar og sá undirbúningur sem fyrir þarf að liggja áður en ákvörðun verður tekin, geti legið fyrir hið allra fyrsta. Takist þetta verkefni sem nú er í undirbúningi í félagsmálaráðuneytinu í samráði við samtök fatlaðra, þáerég ekki í vafa um að við stöndum á nokkr- um tímamótum í uppbyggingu í hús- næðismálum fatlaðra. Sú niðurstaða sem af þessu verkefni mun fást, sem væntanlega mun liggja fyrir innan ör- fárra vikna, mun vafalaust einnig geta orðið stefnumarkandi í þeirri fram- kvæmdaáætlun sem nú er í undirbún- ingi til nokkurra ára um uppbyggingu framk væmda og þjónustu fy ri r fatlaða. Jóhanna Sigurðardóttir. Ritstjóri þakkar félagsmálaráð- herra fróðlega grein og athyglis- verða. Það kemur honum ekki á óvart þó ráðherra fjalli um málefnið af þekkingu og einlægum vilja til úr- bóta. Á Alþingi var Jóhanna hin baráttuglaða samstarfskona um hvers konar hagsmunamál fatlaðra og þar sem í ráðherrastól eiga fatl- aðir liðveizlu vísa, þar sem Jóhanna er. Það má líka minna á það, að Jóhanna var fyrsti formaðurinn í Stjórnarnefnd um málefni öryrkja og þroskaheftra og vann þar virki- lega mikilvægt brautryðjendastarf. Henni er árnað heilla í starfi og þess óskað, að samstarf samtaka fatlaðra við hana megi verða sem allra nánast og árangursríkast. Hafðu góða þökk Jóhanna. - H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.