Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 28
Carl Brand: Ferlinefnd fatlaðra - virkur umsagnaraðili Erindi flutt 12. janúar 1990 á fundi Svæðisstjórnar í Góðir áheyrendur. Mér þykir rétt að byrja með því að gera stuttlega grein fyrir aðdraganda núverandi ástands og þróunar í ferli- málum fatlaðra og ætla að byrja á því að lesa hér nokkur atriði sem varða þessi mál. Þann 26. september 1978 hélt borgarráð Reykjavíkur 3302. fund sinn. I fundargerð hljóðar 13. liður svo: „Samþykkt að tilnefna eftirtalda menn í nefnd til að vinna að tillögum um úrbætur í málefnum fatlaðra”. Adda Bára Sigfúsdóttir Birgir Isleifur Gunnarsson Sjöfn Sigurbjörnsdóttir Helgi Hjálmarsson Borgarstjóri Frá Alþingi þann 22. maí 1980; „Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að láta gera úttekt á nauð- synlegum endurbótum áopinberu hús- næði til að auðvelda hreyfihömluðum aðgang og verði gerð kostnaðaráætlun um þau verkefni sem brýnust þykja. Skal í þessum efnum haft samráð við ferlinefnd fatlaðra. Uttektin skal lögð fyrir Alþingi”. Flutningsmaður tillögunnar var Alexander Stefánsson. 28. janúar 1982 hélt Alfanefnd Reykjavíkur fund til að ræða flutn- ingsmál fatlaðra, þ.e.a.s. Ferðaþjón- ustu fatlaðra og hvenær Alfanefndin skuli skila af sér. Niðurstaða fundarins var eftirfar- andi: Alfanefnd sú sem borgarráð skipaði í fyrst 29. september 1978 til að sinna ferlimálum hreyfihamlaðra og síðan í ársbyrjun, sem Alfanefnd Reykjavík- ur, vegna Alfa-árs 1981, starfi áfram sem slík til loka kjörtímabilsins. 1983, þann 23. mars voru samþykkt lög um málefni fatlaðra. Úrdráttur úr 22. grein hljóðar svo: „Svæðisstjómir skulu hafa eftirlit með að aðgengi fatlaðra verði sem Carl Brand. best tryggt við byggingu nýrra vinnu- staða, og gera tillögur um hvernig breyta megi eldri vinnustöðum í sama tilgangi”. Itarlegri skilgreiningu er að finna í reglugerð frá 23. júlí 1986. 6. mars 1984. „Félagsmálaráðu- neytið beinir því til sveitarstjóma að þær hlutist til um að skipuð verði samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra í viðkomandi sveitarfélagi. Nefndin verði skipuð þremur fulltrúum tilnefndum af sveitarstjóm og tveim fulltrúum tilnefndum af samtökum fatlaðra í sveitarfélaginu. Skipunartími nefndanna verði 4 ár. Reykjavík 1. Úttekt verði gerð á nauðsynlegum endurbótum á opinberum byggingum og öðrum mannvirkjum í sveitarfélag- inu með það í huga að gera þau aðgengileg fyrir fatlaða. í þessu sambandi er bent á ályktun Alþingis frá 22. maí 1980. Samstarfsnefnd Félagsmálaráðu- neytisins um ferlimál fatlaðra mun láta sveitarfélögum sem þess óska, í té matslykil, þar sem metin er hæfni húsa m.t.t. þarfa fatlaðra, þeim að kostnaðarlausu. 2. Nefndin fylgist með því að við hönnun og byggingu nývirkja sé ákvæðum skipulags og byggingalaga fylgt. 3. Nefndin komi á framfæri upplýsingum og ráðgjöf varðandi ferli- mál fatlaðra. 4. Nefndin fylgist með og geri tillögur um úrbætur á vinnustöðum með tilliti til þarfa fatlaðra. Þetta yfirlit er að mínu áliti nauðsynlegur formáli að því sem ég ætla að ræða hér á eftir. Of langt mál væri að gera ítarlega grein fyrir starfi mínu. Til frekari skýringar ætla ég þó að geta nokkurra verkefna. Þann 1. júní 1973 var ég skipaður í nefnd sem fjalla skyldi um 28 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.