Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 26
Matur er mannsins megin Ágætu lesendur Þessi matreiðsluþáttur er sá fyrsti af vonandi mörgum þáttum, sem birtast munu hér í blaðinu. Ég velti því talsvert fyrir mér hvemig best væri að setja þáttinn saman. Ætti að vera einn þáttur um fiskrétti, einn um kökur, annar um pottrétti o.s.frv. - og komst að þeirri niðurstöðu að til þess að sem flestir fengju eitthvað við sitt hæfi, væri best að láta fjölbreytnina sitja í fyrirrúmi og gefa uppskriftir að t.d. einum fiskrétti, einum kjötrétti, einum rétti fyrir þáerhvorkiborða kjötnéfisk,og svo einhverju sæt- meti;eftirréttieða tertu. Ekki er ætl- unin að vera með uppskriftir að mjög fínum rétt- um, sem oftkrefj- ast dýrra hráefna og mikils undir- búnings,enég vil leggja fremur áherslu á það sem flestum matar- unnendum þykir mikilvægast, og það er að uppskriftir séu gagnlegar í daglegri matreiðslu - þ.e. bragðgóðar, spennandi, hollarog ódýrar! Vonandi hafa sem flestir gagn og gaman að uppskriftunum. Allar ábendingar og óskir varðandi efni í þáttinn eru vel þegnar. Kær kveðja. Iris Erlingsdóttir, ritstjóri Gestgjafans. SKYRBÖKUÐ ÝSA Á HRÍSGRJÓNABEÐI fyrir 2-4 Þessi réttur er afar góður og þægi- legur eins og flestir ofnbakaðir réttir. 2 lítil eða 1 stórt ýsuflak 2 msk. smjör eða smjörvi 2 meðalstórir laukar, smátt saxaðir 2 dl hýðisgrjón 5 dl vatn 1 Knorr grænmetisteningur 22 g frosnar, grænar baunir SKYRSÓSA 1 lítil skyrdós 4 msk. majones (nota má sýrðan rjóma, en sósan verður ekki eins bragðgóð) 2 tsk. karrí eða eftir smekk 1 tsk. sykur 2 tsk. sætt sinnep 2 dl. kaffirjómi Roðflettið ýsuflökin og fjarlægið beinagarðinn. Skerið flökin þversum í 4-5 sm bita. Setjið bitana á disk, hyljið með plasti og geymið í kæli þar til hrísgrjónin eru soðin. Hitið smjörið eða smjörvann (nota má smjörlíki ef vill) á pönnu yfir meðalhita. Athugið að hafa ekki of mikinn hita ef þið notið smjör eða smjörva, því smjörið brennur fljótt. Bætið lauknum á pönnuna og látið hann krauma í feitinni í u.þ.b. 5 mín. eða þar til hann er byrjaður að brúnast. Hrærið af og til í lauknum á meðan. Hellið vatninu í pott ásamt grænmet- isteningnum og látið suðuna koma upp. Setjið grjónin í pottinn. Lækkið hitann, setjið lok á pottinn og látið hrísgrjónin sjóða í 35 mín. Bætið frosnu grænu baununum í pott- inn og hrærið saman við grjónin. setjið lokið aftur á pottinn og látið grjónin krauma í 5 mín. í viðbót eða þar til vatnið er gufað upp úr pottinum. Ef það vantar vatn þegar þið ætlið að bæta baununum út í, setjið 3-4 msk. af vatni um leið og þið setjið baunimar í pottinn. Lagið sósuna. Hrærið saman skyrið, majonesið, karríið, sykurinn og sinnepið í meðalstórri skál. Bætið kaffirjómanum smátt og smátt saman við og hrærið þar til þið hafið kekkjalausa sósu. Hitið ofninn í 175 C. Smyrjið meðalstórt eldfast mót. Hellið hrís- grjóna- og baunablöndunni í mótið, jafnið. Leggið fiskbitana ofan á grjónin. Dreifið steikta lauknum jafnt yfir fiskbitana. Jafn- ið skyrsósunni yfir fiskinn og hrísgrjón- in. Bakið réttinn í miðjum ofninum í 20-25 mín. eða þar til rétturinn erfallega brúnaður. LAUGARDAGS- POTTUR fyrir 4 Þessi réttur er til- valinn fyrir þá sem ekki vilja standa yfir pottunum á kvöldin - hvort sem það er laugardagskvöld eða ekki! Hér má nota ódýra kjötbita, hvort sem um er að ræða lamba-, svína- eða nautakjöt, því eldunartíminn er svo langur, að kjötið verður mjög meyrt. Kjötið má þó ekki vera mjög feitt. Gott er að útbúa ríflegt magn af þessum rétti, fry sta afgangana í hæfilegum skömmt- um og hita svo upp í örbylgjuofni eða í potti. 300-400 g beinlaust nauta-, svína- eða lambakjöt, skorið í bita. 2 meðalstórir laukar, grófsaxaðir 2 meðalstórar gulrætur skomar í 1 sm sneiðar 1 rauð paprika, skorin í bita 1 græn paprika, skorin í bita 4 meðalstórar kartöflur með hýði, vel hreinsaðar og skomar í teninga 1 hálfdós niðursoðnirtómatar, smátt saxaðir, ásamt safanum 1 lítil dós tómatmauk (tómatkraftur) 1 stórt hvítlauksrif, pressað Tekið ofan fyrir kokknum. 26 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.