Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 10
Hátíðarræða Hauks Vilhjálmssonar formanns Félags heymarlausra Kæru gestir! Núásunnudaginnþann 1 l.febrúar eru liðin 30 ár síðan Félag heymarlausra var stofnað. Ég ætla nú í ræðu minni að segja frá þróun félagsins frá þessum tíma. Fyrir stofnun félagsins hittust heymarlausir oft heima hjá hver öðrum og leituðu þangað til að tala saman, oft var troðfullt á þessum heimilum. Þessi hópur ákvað að stofna félag og fékk aðstöðu til að hittast í Málleys- ingjaskólanum við Stakkholt, sem síðar varð Fleyrnleysingjaskólinn. Þessi hópur hittist þar einu sinni í viku. Markmið þessa félags var aðeins að hittast og bjóða upp á dagskrá eins og bingó, félagsvist og þess háttar, enda var samkennd mikil. A þessum tíma var ekkert til sem heitir textasími, skrifstofa FFI, ráðgjöf o.fl. sem við höfum í dag og enginn heyrnarlaus var með bflpróf. Frá stofnun og fram til 1964 voru hagsmunamál eða baráttumál ekki rædd á fundum fyrr en fyrst þá, 1964, en þá fengu heymarlausir réttindi til að taka bílpróf, sem var fyrsti sigur heymarlausra í baráttumálum þeirra. Á tímabilinu 1964-1972 gerðist mjög lítið í hagsmunamálum heymar- lausra, en eftir að félagið gerðist aðili að Dpvas Nordiska Rád árið 1972 var farið að kynna sér og berjast fyrir hagsmunamálum heymarlausra, enda var þeim orðið mjög ábótavant og var strax hafist handa við að safna upp- lýsingum. I kjölfar þess var stofnuð af Foreldra- og styrktarfélagi heymar- daufra, framkvæmdanefnd, og var markmið hennar að koma á fót happ- drætti til styrktar félaginu. Eftir það fóru félagsmál og hagsmunamál ört vaxandi og félagið festi kaup á húsnæði fyrir félagsheimili og skrifstofu á Skólavörðustíg 21. Þegar húsnæðið var keypt, þurfti mikið til að lagfæra það og þar sem samkennd var mikil og eldhugur í félagsmönnum til að gera félaginu sínu sem best, þá unnu allir saman sem einn í að gera það upp, karlamir sáu um niðurrif, endumýjun og málningu, en konurnar sáu um að Haukur Vilhjálmsson. allir fengju nóg að borða, einnig saumuðu þær gluggatjöld o.fl. Þessi tími þegar verið var að koma upp húsnæði var erfiður tími fyrir alla og má þar nefna sem dæmi að einn félagsmaður er átti 5 böm, seldi bifreið sína til að félagið gæti staðið við skuldbindingar sínar við bankann, en þegar betur gekk, var féð endurgreitt. Svona dæmi sýna oft hve eldhugur og samkennd var mikil. Nú er við lítum til baka þá sjáum við hvað við höfum áunnið í okkar baráttu og hagsmunamálum og sjást þess dæmi eins og að við höfum fengið heymleysingjaprest og eru haldnar mánaðarlegar guðsþjónustur í Hall- grímskirkju á táknmáli, fréttaágrip í RUV og svo mætti lengi telja. Stór hópur heymarlausra eða 34 einstaklingar eru fæddir árið 1964 vegna rauðra-hundafaraldurs. Þá bættust við margirfélagsmenn og kom þá í ljós að Skólavörðustígur 21 var of lítill fyrir þennan hóp, en húsnæðið var 150 fermetrar og einnig fór starf- semin vaxandi. Þá var ákveðið að selja Skólavörðustíg 21 og festakaup á stærra húsnæði að Klapparstíg 28 og var það stórt skref að fara úr 150 ferm. í 750 ferm. og þangað fluttist starf- seminsumarið 1982.Ljóstvaraðmik- ið þurfti að endumýja húsnæðið, sumt alveg frá grunni, en þar var áður tré- smíðaverkstæði. Mest varendumýjað á fyrstu og annarri hæð, einnig varð að gera miklar lagfæringar á þaki hússins, enn er eftir að endurnýja kjallarann og einnig hluta af þriðju hæð, en stefnt er að því að ljúka þessum lagfæringum á næsta ári. Síðastliðin ár hefur starfsemin ver- ið mikil og má þar nefna að Félag heymarlausra á íslandi tók að sér að undirbúa og skipuleggja Norræna menningarhátíð heymarlausra sum- arið 1986 og komu u.þ.b. 400 heymarlausir frá Norðurlöndum á hátíðina. Hátíðin tókst í alla staði mjög vel og er þetta stærsta verkefni sem félagið hefur fengið í norrænu sam- starfi. Á Menningarhátíðinni hófst i 10 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.