Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 34
í brennidepli: Hugsað upphátt um áramót Það er ærin ástæða til þess að fara hér nokkuð yfir, annars vegar svör ríkisstjómar við málaleitan samtaka fatlaðraum úrbæturíhúsnæðismálum og svo hins vegar hver endanleg afgreiðsla fjárlaga varð fyrir þetta ár. Hvoru tveggja veldur nokkrum vonbrigðum svo vægt sé til orða tekið. HVERJU SVÖRUÐU STJÓRNV ÖLD? máli. Þetta er auðvitað það meginmál sem svar ríkisstjómar sneiðir nær alveg hjá. En rétt er nú að bíða boðaðrar framkvæmdaáætlunar og hversu með kann að verða farið í náinni framtíð. HVAÐ SEGJA FJÁRLÖGIN? Fjárlagaafgreiðslan nú vísar hins vegar nokkra leið og ljós þeirrar leiðsagnar eru ekki þess eðlis að þeim beri hástöfum að hrósa. Spurt er: Hvað á stjómamefnd um málefni fatlaðra að gera í úthlutun úr sjóðnum fyrir áramót. Þáeiga stjómvöld þann leik að segja: Nú þið nýttuð ekki allan sjóðinn. Við getum sem sé lækkað framlagið. Og ekki þarf þá heldur nýtt rekstrarfé. Og hringurinn lokast og verður vítahring- ur, ef svo fer fram. Óneitanlega erfið staða og ill viðureignar, m.a. og sér í lagi fyrir samtök fatlaðra, einkum þegar haft er í huga að svo er veitt fé á fjárlögum án alls eftirlits með meðferð þeirra fjármuna, eða þá til starfsemi, sem útilokað er að fari í gang og fer þá skrípaleikurinn að verða í svari forsætisráðherra til samtaka fatlaðra er vísað til áætlunar, sem unnið er að í félagsmálaráðuneytinu, um framkvæmdaþörf og forgangsröðun, en fyrirheit er ekkert um það, að í kjölfar þeirrar áætlunar verði aðhafzt eitthvað, sem aukaátak mætti kalla. Langur kafli bréfsins fer í að ræða um vinnubrögð samtaka fatlaðra varðandi neyðarlistana margnefndu, en því gleymt með öllu, að því er virðist, að það eru embættismenn stjómvalda sjálfra, þ.e. svæðisstjóm- imar, sem þeim upplýsingum ráða og gefa sem byggt var á. Hitt er svo mat ritstjóra og hefur ekki farið leynt að ekki hefði átt að nefna hina bráðbrýnu þörf neyð, svo auðvelt sem það er að skilgreina það orð í allar áttir og um leið erfitt að staðreyna það, enda reynzt ákveðið, en um leið óþarft fótakefli, sem stjómvöld nýtaeðlilegatil hins ítrasta. Hinu geta og mega stjórnvöld ekki gleyma sem aðalatriði alls þessa, að úrlausnarþörf er ennþá alltof mikil, alltof nálæg og krefjandi og að þar eiga alltof margir illa settir, hlut að Hér hugsar fólk, en ekki upphátt. íbyggnir á svip hugsa þeir sitt á Tæknivinnustofunni Örtækni. Þar með er ekki verið að leggja dóm á óhæfi þeirra framkvæmda og fjár- mögnunar út af fyrir sig, enda ástæðu- laust. Hins vegar á fjárveitingavaldið ekki að ganga á undan með þau boð, að bezt sé að virða ekki í raun réttar leikreglur, því það verði verðlaunað þessa árs, þegar varla er að finna rekstr- arfé til nýrra sambýla, en sambýli efst á blaði hjá flestum svæðisstjómum? Spurt er að fenginni heldur bágri reynslu síðasta árs, þegar veitt var fé til stofnkostnaðar nýrra sambýla en hrein vandræði sköpuðust vegna alls konar tafa í kerfinu, sem gerði illkleift og ómögulegt í raun að ráðstafa fénu fullkominn og „farsa“bragðiðyfiröllu. Um þær tiltektir fjárveitingavalds skal ekki rætt hér að öðru leyti en því að þetta sama fjárveitingavald setur upp heilt kerfi til að framfylgja fast- mótuðum og mjög stífum vinnureglum með Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir og Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar sem æðsta ráð og er allt gott um það að segja, ef - og það er stórt ef - ef jafnt er látið yfir alla ganga. En með fjárveitingum nú og áður framhjá þessu kerfi - eigin kerfi eftirlits og aðhalds er þeim sem fara réttar leiðir og virða allar leikreglur gefið langt nef, en hinir verðlaunaðir sem bakdyramegin brjótast inn. 34 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.