Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1990, Blaðsíða 32
OKKAR FRAMLAG. DAGAR í NEW YORK. HEIMFERÐ húsinu þ.e.a.s. í stórum garði hússins. I dagskrá hátíðarinnar lásum við að í stað þess að borða hádegisverð í mat- salnum, áður en lagt yrði af stað í rútum til Hvíta hússins, ættu menn nú að sækj a þangað matarpakka og skild- um við svo, að matinn ættum við að hafa meðferðis í móttökuna, sem nesti. En fljótlega tókum við eftir því að engir aðrir voru með svona mikið meðferðis í móttökuna og fór okkur að skiljast að þarna hafði okkur orðið á í messunni. Auðvitað áttum við að borða matinn heima áður en við lögð- um af stað. Til þess að komast inn í garðinn, þurfti að fara í gegnum hluta hússins, þar sem vopnaðir öryggis- verðir sáu um að allur farangur væri gegnumlýstur. Þeir voru auðmjúklega beðnir að geyma matarpokana, en það tóku þeir ekki í mál. Matarpakkar og drykkjarföng fyrir 13 manns er fyrir- ferðarmeira en svo, að hægt sé með góðu móti að fela og því sáu allir, það sem þeir áttu að sjá, að við höfðum haldið að hr. og frú Bush væru að bjóða okkur í „picnic”. Igarðinumvarsamankominnmikill fjöldi fólks, allir þátttakendur V.S.A.og hafði verið komið fyrir sætum gegnt upphækkuðum palli, þar sem fram fóru ræðuhöld og skemmti- atriði. Avörp fluttu Jean Kennedy Smith upphafsmaður V.S.A. og George Bush forseti Bandaríkjanna. Blindur 14 ára drengur frá Thailandi söng á mörgum tungumálum. Kenny Rogers sá frægi kántrýsöngvari söng, sýnd voru dansatriði og ótal blöðrum var sleppt í loft upp. Tignarleg sjón það. Síðan varfólki vísað inn í risastórt Perlufélagar ásamt vinum sínum frá Perú. Sýningin okkar fór fram að morgni 17. júní fyrir fullum sal. Flutt voru leikatriðin „Sólin og vindurinn” og „Síðasta blómið” eftir James Thurber Leikhópurinn Perlan í Washington ásamt hópi frá Barbados. Greinarhöfundur er lengst til vinstri. tjald þar sem boðið var upp á sítrónu- safa sem kom sér vel í hitanum. A borðum voru merktar munnþurrkur, tilvaldir minjagripir. Um kvöldið var svo hátíðin form- lega sett. Þar voru mættir allir þátttak- endur V.S.A. Hver hópur stillti sér upp við skilti með nafni heimalands síns og var ljósmyndaður þar ásamt sendiherraþjóðarsinnar. Fatlaðirpiltar spiluðu á gítara og sungu. Ted Kenn- edy yngri hélt ávarp. Hann er sjálfur fatlaður eftir veikindi í bemsku og ötull starfsmaður í málefnum fatlaðra í US A. Bomar voru fram veitingar og fólk gekk um og heilsaði hvert upp á annað. Þama hitti Sigga fólk sem hún þekkti vel í gegnum bréfaskriftir vegna undirbúnings ferðarinnar, en hafði aldrei séð. Þar urðu fagnaðarfundir. Næstu 2 daga voru svo hátíðahöldin sjálf, en þau fóru fram í Kennedy Center sem er afar stór tveggja hæða bygging og í hverju skoti á báðum hæðum var alltaf eitthvað um að vera. Meðal þess sem við sáum, voru hópar þroskaheftra að dansa ýmist ballett eða þjóðdansa, hóp blindra barna dansa ballett, blind ungmenni flytja atriði úr söngleikjum, lamaða í hjóla- stólum leika á hljómborð, heilan hóp hjólastólafólks, sem myndar rokk- hljómsveit flytja kröftuga tónlist og lamaða stúlku „dansa” í rafknúnum hjólastólnum sínum. Við sáum líka handalausa teikna og mála ýmist með munni eða tám, og jafnvel leika á gítar með tánum. Þátttakendur: Birgitta Harð- ardóttir, Gunnar Gunnbjörns- son, Hildur Óskarsdóttir, Hildur Davíðsdóttir, Ingibjörg Árnadóttir, Ingveldur Ólöf Ragnarsdóttir, Sigfús Svan- bergsson, Jóhanna S. Guð- mundsdóttir, Þorbjörg Guð- laugsdóttir, Sigríður Eyþórs- dóttir, leikstjóri, Eyþór Arnalds, aðstoðarmaður og foreldri, HelgaGuðmundsdóttir, aðstoð- armaðurog kennari og höfundur. 32 FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.