Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 16
Guðrún Hannesdóttir skólastjóri: Skýrsla Starfsþjálfunar fatlaðra / Ahaustönn 1989 voru 27 nemendur í Starfsþjálfun fatl- aðra, ýmist á 1. eða 2. námsönn. 17. maí síðastliðinn var útskrift 11 nemenda. Alls hefur þá útskrifast 31 nemandi. I júní voru innritaðir nemendur fyrir haustönn 1990. 3. september síðastliðinn hófu 14 nýir nemendur nám auk 12 á 3. önn. Alls eru því nú 26 nemendur við nám í Starfsþjálfun fatlaðra. Kennarar Starfsþjálfunarinnar síðastliðið starfsár voru 7, en eru nú 8, á haustönn 1990. Þeir kenna frá 4 til 20 tíma á viku hver, auk þess sem forstöðumaður sinnir einnig kennslu. Greinar voru, veturinn 1989-90: tölvufræði 18—20 stundir, íslenska 8, stærðfræði 8, bókfærsla og hagfræði 10, enska 8 og félagsfræði 6 stundir á viku. Nú á haustönn hefur kennsla verið aukin í íslensku, ensku, stærðfræði og bókfærslu, sem nemur 1—2 vikustundum í hverri þessara greina. Auk þess hefur verið bætt við stuðningskennslu sérkennara 4 stundum í viku. Þessi kennsluaukning er vegna þess að fram hefur komið veruleg þörf á einstaklingsbundnum stuðningi og kennslu í grunngreinum. Aukinn tímafjöldi býður einnig upp á sveigjanlegri kennsluhætti. Auk hefðbundins náms og kennslu hefur verið farið í starfs- kynningar og ýmsar stofnanir heimsóttar, m.a. er orðinn fastur liður að heimsækja Alþingi. Tvö námskeið voru haldin fyrir fyrrverandi jafnt sem núverandi nemendur, ræðu- og sjálfstyrkingarnámskeið með leið-be- inanda frá Dale Carnegie og síðan námskeið um fundarsköp og félags- starf, með leiðbeinanda frá M.F.A. Takmark, félag fyrrverandi og núver- andi nemenda, stóðfyrirnámskeiðinu og er virkt í að efla nemendur í félags- starfi. Tölvunámskeið, utan vetrarstarfs, eru orðin fastur liður í Starfsþjálfun fatlaðra og voru tvö slík námskeið haldin síðastliðið sumar fyrir alls 15 nemendur, auk þess sem einn nemandi fékk kennslu í notkun blindraskjás. Guðrún Hannesdóttir. Síðastliðið sumar var gerð tilraun með nýja tegund námskeiðs, at- vinnulífsnámskeið, er hófst 21. maí og stóð til 1. júní, hvern virkan dag frá kl. 14—17. Þátttakendur voru 10 talsins. Námskeið þetta var haldið í samvinnu við Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, öryrkjadeild, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur og Félagsmálastofnun Reykjavíkur, unglingadeild. Hliðstættnámskeið var þannig haldið fyrir unglinga á þeirra vegum, eftir sameiginlegan undir- búning og í höndum sömu kennara. Atvinnulífsnámskeiðið þótti okkur takast það vel að til greina kemur að gera slíkt námskeið að árvissum lið utan vetrarnámsins líkt og tölvunám- skeiðin eru orðin. Kostnaður við rekstur Starfsþjálf- unarinnar 1989 reyndist 7.958.000 kr. og er þá húsaleiga ekki meðtalin. Framlag ríkissjóðs nam 6.724.000 kr.,auk 1.200.000 kr. styrks úr Framkvæmdasjóði fatlaðra til kaupa á ýmsum búnaði. Öryrkjabandalagið styrkti Starfsþjálfunina með eftirgjöf húsaleigu og tókst þannig að láta enda ná saman. Áfjárlögumársins 1990erulagðar 7.530.000 kr. til rekstursins. 800.000 kr. fengust úr Framkvæmdasjóði málefna fatlaðra til að mæta ýmsum stofnkostnaði m.a. þarf nokkra endurnýjun á tölvukosti auk kaupa á jaðartækjum og stoðbúnði. Ljóst má vera að hin opinbera fjárveiting er þó nokkuð undir kostnaðaráætlun, einkum ef litið er til viðbótar kennslumagns og þjónustu á þessu ári, og því er framlag Öryrkjabandalagsins (þ.e. eftirgjöf húsaleigu) til Starfsþjálfunarinnar kærkomið og í raun afgerandi styrkur. Guðrún Hannesdóttir. 16

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.