Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 34
Gamlárskvöld var auðvitað skemmtilegt líka, en yfir því hvílir alltaf annar blær en á jólunum. Þá voru gestir hjá okkur og spilað og leikið sér fram á nótt. Klukkan tólf á miðnætti buðu allir í húsinu hver öðrum gleðilegt nýtt ár og ég man alltaf hvað við systkinin áttum bágt með að hlæja ekki þegar a.m.k. tveir bændur úr húsinu voru að umfaðma mömmu, góðglaðir og grátklökkir og þakka henni fyrir hvað hún væri góð við bömin þeirra! Og svo líða árin og allt í einu er maður sjálfur komin með eigin- mann og böm og á að skapa þann rétta jólaanda á sínu eigin heimili. Skyldu ekki flestir flytja eitthvað með sér af siðum og venjum úr sínum foreldra- húsum þegar þeir stofna eigin heimili og þá ekki síst kvenfólkið. Eg gerði það víst alveg áreiðanlega. Ég man alltaf hvað einn góðuryfirmaðurminn hló, þegar hann spurði mig af hverju ég notaði „export“ í kaffið og ég svaraði: „Æ, ég veit það ekki, hún mamma gerði það alltaf‘. Já, það er margt sem kemur til greina þegar maður á sjálfur að fara að halda jól með eiginmanni og bömum en smátt og smátt mótast þetta allt í fast horf og það skrýtna er að ef maður ætlar að taka upp einhverja nýbreytni og brjóta einhverja af hinum gömlu hefðum er það eiginlega ekkert vel séð af fjölskyldunni. Tökum t.d. smákökubaksturinn. Ef maður ætlar nú að sleppa einhverju af þessum gömlu sortum og baka nú eitthvað nýtt, þá skal það ekki bregðast að spurt er um hinar gömlu, góðu kökur og hvar þær séu eiginlega. Og jóla- sveinamir sem staðið hafa á ákveðnum stöðum frá ómunatíð, það má ekkert vera að flækja þeim eitthvað annað í húsinu. s Eg er með þeim ósköpum fædd, að ég er afskaplega veik fyrir öllujólaskrautisvonaenglum,bjöllum og jólasveinum, sem maður hengir upp eða stillir upp hingað og þangað um húsið. Ég má eiginlega alls ekki koma inn í búðir, með slrkan vaming, þá er ég búin að kaupa eitthvað í við- bót við jólasafnið okkar, sem er nú orðið í ansi mörgum kössum á háaloft- inu. Og vel á minnst háaloft. Það er alls ekki auðvelt að komast upp á háaloftið heima hjá mér—ég t.d. þarf að fara upp á stól til að toga niður stigann áður en uppgangan hefst. Svo var það eitt sinn um einhver jól eða eftir þau að ég var að fara með einn kassann upp á loft. Ég hélt auðvitað á kassanum framan á maganum og ætl- aði upp um loftgatið. En hvað haldið þið? Undirrituð er nú enginn álfa- kroppur lengur og stóð föst í gatinu með kassanneins og skessan í Búkollu. Nú voru góð ráð dýr — ég var alein í húsinu og enginn væntanlegur heim fyrr en klukkan fimm og þetta var fyr- ir hádegi! Til allrar hamingj u var þetta pappakassi og með miklum stunum og andvörpum gat ég náð einhverju af dóti úr honum og beyglað hann síðan saman og komið honum upp á loftið. Þar með losnaði ég úr prísundinni. Þetta kennir að ekki skal stíga upp á stóla eða fara upp á háaloft, þegar fólk tekur að reskjast og er eitt heima! Jólakortin eru ríkur þáttur í jóla- undirbúningnum. Margur hefur nú fussað og sveiað yfir öllum þessum jólapósti og því umstangi sem sé í kringum hann. En ég verð að segja að þann þátt vildi ég ekki missa. Frá upp- hafi búskapar míns hefur það komið í minn hlut að skrifa kortin—venj ulega vann eiginmaður minn ómælda eftir- vinnu fyrir jól og var því ekki tiltækur til skrifta. Ég tel ekki eftir mér að skrifa á fjölda jólakorta því svo gaman finnst okkur að fá kveðjur frá vinum og frændum heima og erlendis. Verst finnst mér að þeir sem gefa út kortin halda að allir séu svo andlausir að þeir prenta jóla- og nýárskveðjur á öll kort svo varla er pláss fyrir neinar persónulegar kveðjur. Og árin líða áfram og bömin okkar flytja að heiman og stofna eigin heimili og þá koma bamabörnin líka með afa og ömmu og aftur er hægt að fara að syngja jólavísumar og láta þau kenna sér nýjar. Það er afskaplega gaman þegar verið er að kenna ömmu t.d. „Skín í rauða skotthúfu skugga- langan daginn“ þó að essið sé pínulítið öðru vísi! Þorláksmessa og aðfangadagur eru sjálfsagt svipaðirdagar víða. Við vor- um að ræða það eitthvað um daginn af hverju svo margir hefðu geymt til Þorláksmessu að versla hér áður fyrr. Og þá rann það upp fyrir okkur að svo margir fengu ekki útborgað fyrr en á Þorláksmessu og kannski er það svo um marga enn. Ég sýð alltaf hangikjöt- ið áÞorláksmessu til þess að fá jólalykt í bæinn (það var alltaf gert heima!). Og svo skreytir maður húsið. Ég geng alltaf með þann draum að vera ekki að skreyta jólatréð um miðnætti á Þor- láksmessu heldur vera búin t.d. fyrir fréttimar í sjónvarpinu. Kannski rætist sá draumur þetta ár. Samt er einhver sérstakur hugblær að vera einn að dunda við þetta þegar þeir sem eiga að mæta til vinnu á aðfangadag eru famir að sofa. A aðfangadag er svo verið að leggja síðustu hönd á undirbúninginn, kannski skreppa með einn eða tvo pakka og svo reyna víst flestir að byrja að elda snemma a.m.k. þar sem börn eru á heimilinu til þess að dagurinn verði ekki óbærilega langur fyrir þau. Sjónvarpið hjálpar mikið til síðan það fór að vera með barnaefni á aðfanga- 34

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.