Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 37

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1990, Blaðsíða 37
árunum en Steinunn og Ólafur svæfðu okkur alltaf með því að lesa fyrir okkur ákvöldin, og sama gerði konan, sem þá vann með Steinunni, hún Gróa. Þegar við vöknuðum morg- uninn eftir, varð það fyrst fyrir að gá í skóinn og viti menn, þar leyndist epli. Síðan var jólasveinninn daglegur gestur næstum fram til jóla, en þá kom dulítið upp á sem gjörbreytti tilverunni og afstöðu okkar til hans. Okkur þótti afskaplega gott poppkorn. Þegar við komurn suður, var móðir okkar með í för og kenndi Steinunni að búa til þennan eftirlætisrétt okkar. Það var svo einn laugardag fyrir jólin að Steinunn bjó til poppkorn. Okkur fannst það gott, en svolítið var það brennt, en við létum það ekkert á okkur fá. Sólin gekk til viðar þann dag eins og aðra daga og við sigldum inn í drauma- landið. Daginn eftir vöknuðum við árla og hvað var þá í skónum? Poppkorn. Við urðum himinlifandi og fögnuðum ákaft, skriðum með þetta upp í rúm og byrjuðum að maula. Sem við rennum niður fyrstu kornunum, finnst okkur bragðið eitthvað kunnug- legt og förum að tala um það okkar á milli að þetta sé nú eins og poppið sem hún Steina búi til. Við veltum þessu lengifyrirokkurog rifjuðum uppgjafir jólasveinsins undanfarna daga. Með því að beita “skörpu” hyggjuviti okkar, komumst við að því að sennilega væri jólasveinninn ekki til, þrátt fyrir allt, en við vorum ekki vissari en svo að við ákváðum að spyrja Steinu. Hún varð voðalega skrítin, það tísti í henni hláturinn og hún þrætti ákaft. Annað heimilisfólk hló og skemmti sér ákaft yfir þessum heimspekilegu vanga- veltum, en við sannfærðumst um að jólasveinninn væri ekki til. Samt hélt hann áfram að koma, eða hvað? Þegar svo jólafríið kom og við áttum að fara til Eyja, var ófært. Þvílík voðaleg vonbrigði. Ég hringdi út á Flugfélag og spurði: “Er flogið”, nákvæmlega eins og við gerðum úti í Eyjum. Maðurinn spurði “hvert”, ég svaraði “heim”, maðurinn spurði “áttu heima úti í Eyjum”, og ég svaraði “já”. Maðurinn bað mig að hringja eftir tvo tíma og svona gekk þetta daginn allan og næsta dag. Ég þoldi ekki við, rölti einn og með allar sorgir mínar og heimsins á mínurn Iitlu herðum út,fann steinvegg, faldi andlitið við hann og grét sáran yfir örlögum mínum. Þá fann ég að það var tekið þétt utan um herðarnar á mér, ég hafinn á loft og borinn inn. Þar var þá Ólafur kominn og setti mig í fang Steinunnarkonu sinnar. Þar kúrði ég þangað til mér létti. Að kvöldi annars dags, sem ekki var flogið, mundi ég eftir þ ví að faðir minn, Helgi Benediktsson, átti margabáta. Það væri auðvitað þjóðráð að biðja hann að senda hann Helga Helgason eftir okkur til Þorlákshafnar. Svo vildi til að þá um kvöldið hringdu foreldrar mínir og ég bar mig frekar aumlega við móður mína. Svo kom pabbi í símann og ég segi: “Geturðu ekki sent hann Helga Helgason eftir okkur til Þorlákshafnar. gerðu það”. Hann sagði ósköp ljúflega. „Það er ekki hægt”. Ég gafst ekki upp og sagði: “En hann Skaftfelling”. Pabbi sagði ósköp rólega “Það gengur ekki, vinur”. Ég gafst ekki upp og sagði “Víst, í fyrra þegar hann Helgi bróðir dó, þá Það sem h vað oftast og harðast knýr á hér á bæ, varðar að sjálfsögðu hús- næðimál. Þar á framkvæmdastjórinn Ásgerður Ingimarsdóttir hið erfiða hlutverk að taka á móti umsóknum fólks utan enda, fólks sem segist vera á götunni eða svo til, fólks sem svo vissulega er í velflestum tilfellum full þörf á að hjálpa og það þegar í stað. Erfiðleikar framkvæmdastjórans felast í því að neyðast til þess að þurfa að segja þessu oftast illa stadda fólki, hversu biðlistinn hér eróskaplegalangur og lengist ætíð og þar með biðin eftir hinu þráða húsnæði. Fólk einfaldlega skilur ekki að lottóágóðinn skuli ekki leysa allan vanda þess óðar í bili. Vissulega hefur lottóágóðinn leyst vanda ótalinna, en ljóst er að umsóknir hvers árs umfram þennan hræðilega biðlista hátt íþrjú hundruð umsækjenda eru miklu fleiri en þær fbúðir sem lottóágóðinn gerir kleift að kaupa. En alvarlegasta áhy ggj uefnið varðar samt þá sem hér sækja. í sumarfríi Ásgerðar komu hér tveir úr þeim hópi sem veldur okkur hér allra þyngstum áhyggjum. Þetta voru menn algerrar uppgjafar og ætluðu sér ekkert í framtíðinni nemaþað eitt aðfáhúsaskjól og eiga síðan tryggingabæturnar einar sendirðubáteftirhenni Guðrúnu systur til Þorlákshafnar”. Þá varð þögn í símann og ég heyrði að hann rétti mömmu símtólið. Hún bað mig að vera rólegan, þau skyldu bara sjá til á morgun. Ég sofnaði um kvöldið, sár- kvíðinn fyrir morgundeginum og efins um að skipið, hann Helgi Helgason, yrði sendur eftir okkur til Þorláks- hafnar. Ég gat ekki hugsað þá hugsun til enda að þurfa að vera í Reykjavík á jólum. Næsti dagur rann upp og þá var komið gott veður. Þar með lauk sálar- stríði mínu í þetta skiptið, en ansi var það nú framandi að koma til Eyja aftur, mér fannst ég ekki ná fullu sambandi við mína gömlu vini, en ég var þó kominn heim. Þess skal getið að lokum að veðurguðirnir bættu okkur upp dagana sem þurftum að dvelja fyrir sunnan í byrjun jólafrísins. Þegar kom að því að halda suður eftir jólafríið, var ófært í tvo daga, sem betur fer. Reykjavík. 13. nóvember 1990 tillífsframfæris. Öll vinna varþeim viðsfjarri og var þó ekki unnt að heyra að nein líkamleg fötlun hrjáði þá. Annar sagði m.a.s. við mig: Ég var á Kleppi um tíma, heldurðu að ég fari svo bara að vinna. Ég hræddist þessi orð. þetta viðhorf manns sem hafði fengið býsna góðan bata að eigin sögn á sínurn andlegu erfiðleikum. Hversu algengt þetta viðhorf er, veit ég ekki, en það setur að mér ugg. Þetta fólk, sem á erfiðleikasögu geðtruflana að baki, er langstærsti umsækjendahópurinn hér og verst setti um leið og lengst frá allri sjálfshjálp og sjálfsbjörg. Það er beðið eftir einhverjum óskilgreindum Godot og aðstæðurnar oft svo ömurlegar að engu er líkt. Eitt er a.m.k. víst. Þjóðfélagið okkar, annars ágætlega rfka, hefur ekki náð tökum á félagslegri þjónustu við þetta fólk, að það rnegi ganga út ílífiðánýjan leikmeðfullri reisnogtil einsmikillar þátttöku og mögulegt er. Máske bjargaröryrkjabandalagið og okkar góðu konur, Ásgerður og Anna. þessu fólki með húsaskjólið, fyrr eða síðar. Það er bara einfaldlega ekki nóg. Punktar frá síðasta sumri FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 37

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.