Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Síða 9
síðar gekk ég á fund ráðherra og sagði,
að nú væri ég búin að sækja tvisvar
um og mér lægi á. í þetta skipti þurfti
ég ekki að bíða, því að Guðmundur
kom á móti mér þegar ég kom heim
og sagði:
“Jæja, þú ert búin að fá leyfið.
Fræðslumálastjóri hringdi til mín og
spurði mig hvort ég hefði leyft þér að
fara í nám til útlanda,” og við hlógum
bæði. Rétt er að geta þess, að þeir
Guðmundur voru góðir kunningjar.
Seinna skiptið sem ég sótti um
námsleyfi, spurði Guðmundur:
“Hvers vegna ertu að fara? Þú ert
í góðri stöðu og gengur vel. Þetta
breytir engu fyrir þig, Þú færð ekki
einu sinni launahækkun!”
“Ég þarfnast aukinnar þekkingar
og sjálfstrausts,” svaraði ég.
Eftir fimmtugt fékk ég einn tíma í
afslátt fyrir hvern vikudag, eins og
kennarar fá. Mér fannst þetta svo
mikill tími, að ég ákvað að fara í
háskólanám. Þá varð Guðmundur
glaður, að ég skyldi setjast á skóla-
bekk heima, og við lásum og lærðum
saman.” Rannveig lauk BA prófi í
dönsku og almennri bókmenntafræði.
Hún liggur ekki á skoðun sinni
með hugsanlegt kennaraverkfall.
“Ég vil að allir kennarar segi upp!
Þetta land er hvorki miðað við
menningu eða menntun. Allt miðast
við ágóða, græða sem mest af
peningum. Foreldrarþekkjaekki sinn
vitjunartíma, að þeir skuli ekki stilla
sér upp við hlið kennara. Kennarar
eru ekki óvinir barna eða foreldra. Ef
einhver er óvinur, þá eru það vinnu-
veitendurnir, áður ríkið, nú sveitar-
félögin.
Vinnuveitendum er sama, þótt
kennarar fari í verkfall. Þá þarf ekki
að borga laun. Ef þetta væri frystihús,
þá myndu glatast verðmæti, bein-
harðir peningar. Að glata barnssál-
inni, það virðist vera allt í lagi.
Kennurum er annt um starf sitt, en
þeir þurfa líka mannsæmandi laun.
Að styðja sjúka til sjálfsbjargar
- Guðmundur var ungur þegar
hann var valinn til að leiðbeina börn-
um, og stýrt af öðrum til kennara-
náms. Síðar valinn til þess lífsstarfs
að leiðbeina fullorðnum. Hann bjó
yfir alveg einstökum hæfileikum til
að leysa vanda fólks og neyð.
Vegna þeirra hæfileika var hann
valinn fyrsti félagsmálafulltrúi SIBS.
Starfið fólst í því að hjálpa fullorðnum
öryrkjum í baráttunni við óblíð örlög.
Þarfir öryrkja voru yfirleitt að fá starf
við hæfi. Þróa þurfti góð samskipti
við fyrirtæki sem réðu öryrkja til
starfa, styðja og leiðbeina í starfs-
þjálfun, og finna hollt húsnæði á
viðráðanlegu verði.
Lyfin færðu með sér byltingu, og
berklasjúklingum fækkaði ört.
Þá dró úr brýnni þörf berklasjúkl-
inga til endurhæfingar.”
Rannveig þegir um stund. Segir
síðan mjög fastmælt: “Nú ætla ég að
segja þér það merkilegasta! Þessir
menn, Guðmundur og félagar hans í
SÍBS, sem höfðu reynsluna af þessari
þörf - að styðja sjúka til sjálfsbjargar
- voru svo framsýnir og áhugasamir,
að þeir sáu til þess að fleiri fengju að
njóta þeirrar reynslu sem berklasjúkl-
ingar höfðu áunnið sér.
Þeir breyttu starfsemi SIBS í þágu
annarra sem þurftu á endurhæfingu að
halda.
Nú eru aðeins örfáir berklasjúkl-
ingar í stjórn SIBS, stærsti hlutinn er
hjarta- og lungnasjúkir. “Samband
íslenskra berklasjúklinga” er nú félag
allra brjóstholssjúklinga. A Reykja-
lundi fá flestir inni sem þurfa á end-
urhæfingu að halda eftir slys eða
veikindi. Aður vinnuheimili berkla-
sjúklinga er nú fullkomnasta endur-
hæfingarstöð landsins og þótt víðar
væri leitað. Ut um allt land eru að
rísa HL-stöðvar fyrir hjarta- og
lungnasjúka, sem hafa verið í endur-
hæfingu á Reykjalundi, en þurfa að
gæta sín og viðhalda heilsunni.
Samstarf er við gömlu hugsjóna-
mennina sem gáfust aldrei upp, héldu
merkinu ætíð á lofti “að styðja sjúka
til sjálfsbjargar.” SÍBS á og rekur
Múlalund, sem er verndaður vinnu-
staður. Samtökin eiga líka Múlabæ,
þar er dagvistun aldraðra og Hlíðabæ,
dagvistun fyrir alzheimer sjúka.
Allt hefur þetta þróast vegna þess
að þeir sem sýktust af berklum tóku
höndum saman og voru framsýnni en
stjórnvöld, sem hafa ekki enn séð
sóma sinn í því að ganga til liðs við
þessi samtök eins og vera bæri.”
Dó fyrir Öryrkjabandalagið
Rannveig heldur áfram að fletta í
gulnuðum blöðum. Nú er komið að
lífsstarfi Guðmundar. Fáar konur tala
um eiginmenn sína af meiri virðingu
en Rannveig.
“Öryrkjabandalagið á líka rætur að
rekja til gömlu merkisberanna, sem
vildu styðja sjúka til sjálfsbjargar.
Áður en það var stofnað, þurfti að
finna samastað fyrir alla þá sem komu
úr endurhæfingu, öryrkjana, sem
flestir voru efnasnauðir og ekki með
fullt starfsþrek. Oddur Ólafsson
læknir stóð fyrir tilraun að byggja upp
sambýli, en hún tókst ekki. Þar
vantaði stjórnanda til að sameina hina
mörgu, ólíku hópa öryrkja. Næsta til-
raun tókst með stofnun Öryrkjabanda-
lagsins.
Guðmundur tók þátt í þessu af lífi
og sál með Oddi. Þetta var eins og
fyrsta stofnun berklasjúklinga, þeir
áttu margar góðar stundir, en líka
erfiðar. Guðmundur var fyrsti fram-
kvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins,
árin ’61-’78, og bar að sínu leyti
ábyrgð á byggingum Öryrkjabanda-
lagsins. Hann hafði rniklar fjárhags-
áhyggjur þeirra vegna, en gladdist líka
yfir unnu verki, og hlífði sér aldrei.
Auðvitað var hann með ákveðna
fötlun. Hann sem hafði fengið berkla
í bæði lungun, liðina og nýrun. Oft
var hann yfir sig þreyttur að loknum
vinnudegi. Hann átti stóran og fall-
egan hvflustól. Þar sat hann á kvöldin
- og bömin iðuðu og niðuðu í kringum
hann - þau voru hans líf og yndi.
Hann var með alltof háan blóð-
þrýsting, búið var að banna honum að
vinna, en hann tók bara meiri lyf. Að
lokum var hann á leið á fund hjá
Alþjóðaendurhæfingarsamtökunum,
þar sem hann var fulltrúi Islands. Eftir
þann fund lést hann, 3. maí 1978.
Síðustu orð hans heima voru: “Ég er
svo glaður. Nú er ég búinn að tryggja
öllum íbúð, sem sóttu um í Fannborg
eitt. Allir fengu inni!” Hann var
aðeins 59 ára. Hugsjónastarfið leiddi
hann til dauða. Hann dó fyrir Öryrkja-
bandalagið.”
Rannveig er þögul um stund, segir
síðan: “Fáir skilja hvað við lifðum í
raun stórkostlegu lífi. Þeir horfðu
bara á erfiðleikana, en við áttum bæði
lífsvilja og baráttuþrek og nutum þess
að vera til. Að halda lífi var guðsgjöf.
Að koma heim til litlu dóttur okkar,
að eignast soninn, að fá að starfa að
áhugamálum okkar var og er ómet-
anlegt. Lífið er dýrt en dýrlegt.”
Oddný Sv. Björgvins.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
9