Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Side 19
standa höllum fæti. Allir æskulýðs-
leiðbeinendur, hvort sem þeir eru í
fullu starfi, hlutastarfi eða sjálfboða-
vinnu eiga möguleika á þátttöku í
slíkum ferðum og þjálfun. Kynnis- og
fræðsluferðir taka þrjá til tíu daga, en
starfsþjálfun tekur lengri tíma (frá 5
upp í 25 daga). “Ungt fólk í Evrópu”
hefur styrkt æskulýðsleiðtoga sem
starfa með fötluðum í að minnsta kosti
fjórar slíkar ferðir.
Auk þessa er hægt að sækja um
styrk til upplýsingamiðlunar til ungs
fólks og til æskulýðsrannsókna.
Framlög fást einnig til svokallaðra
“Frumkvæðisverkefna ungmenna”,
sem eru upphugsuð og framkvæmd af
þeim sjálfum. Þau eru ekki hugsuð
sem framtak einstaklinga, heldur sem
samvinnuverkefni margra ungmenna.
Viðfangsefnið er algjörlega háð því
unga fólki sem tekur þátt og varðar
beint þarfir þeirra og áhugamál.
Sjálfboðaliðastarf á vegum “Ungs
fólks í Evrópu” gefur einstaklingum
kost á að gerast sjálfboðaliðar
tímabundið (frá einum mánuði til eins
árs) og taka þátt í verkefnum í öðrum
Evrópuríkjum.
Ekki eru veittir styrkir til:
1) Ungmennahátíða, eins og leik-
listarhátíða eða íþróttamóta
2) Skemmtiferða
3) Ferða sem teljast innan ramma
skólakerfisins
4) Ráðstefna samtaka eða stofnana
5) Ungmennaskipta á vegum æsku-
lýðsfélaga stjórnmálaflokka
6) Ungmennaskipta sem skipulögð
eru af fyrirtækjum
7) Einstaklingsferða
í lauginni er ljómandi gaman.
Sundlaug SLF vígð
Hinn 29. maí sl. var vígð ný og glæsileg sundlaug hjá Styrktarfélagi lamaðra
og fatlaðra að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík. Mikill fjöldi góðra gesta
var viðstaddur athöfnina sem var bæði hátíðleg og skemmtileg. Formaður
félagsins, Þórir Þorvarðarson bauð gesti velkomna til þessa tímamótaviðburðar.
Hér væri um einkar ánægjulegan áfanga að ræða hjá félaginu, sem mörgum
myndi að mætu gagni koma. Hann færði þeim Sigrúnu Benediktsdóttur
framkvæmdastjóra félagsins og Jónínu Guðmundsdóttur forstöðukonu
Æfingastöðvar SLF fagra blómvendi í þakkarskyni, en á þeim hefði framkvæmd
þessi mest mætt.
Sigrún framkvæmdastjóri tók svo næst til máls og lýsti verkinu, hverjir
hefðu þar helst að komið og færði þeim öllum kærar þakkir fyrir afar vel unnin
störf. Hún minnti einnig á hinar góðu gjafir til félagsins sem gert hefðu kleift
að sundlaugin væri nú staðreynd. Kallaði hún til sín einn hinna góðu gefenda,
Asbjörgu Jónsdóttur frá Akranesi og færði henni fagran blómvönd.
Laugin er 6x12 1/2 m og mun framkvæmdin hafa kostað í kringum 60
millj. kr. Jónína forstöðukona greindi svo frá hinni dýrmætu aðstöðu sem
þarna skapaðist, en þjálfun í vatni einn meginþátta í árangursríkri hreyfingu
sem endurhæfingu. Jónína gaf svo Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra
orðið. Hún flutti hlýjar hamingjuóskir frá ráðuneyti sínu og rrkisstjórn og
afhenti síðan formanni SLF peningagjöf til kaupa á þjálfunarbúnaði.
Verkefnið er á ábyrgð mennta-
málaráðuneytisins, sem gerði
samstarfssamning við íþrótta- og
tómstundaráð Reykjavíkur um rekstur
landsskrifstofu. Sú skrifstofa er
staðsett í Hinu Húsinu, Aðalstræti 2.
Verkefnastjóri er Margrét Sverris-
dóttir (sími 552 2220, fax 562 4341).
Sækja þarf um á stöðluðu eyðublaði
sem gildir fyrir hverja tegund
verkefnis. Umsóknarfrestur getur
breyst frá ári til árs og er mismunandi
eftir flokkum. Allar frekari upp-
lýsingar um umsóknir fást á lands-
skrifstofunni.
Arsæll Már Arnarsson
Styrktarfélagi lamaðra
og fatlaðra
Séra Halldór Gröndal gerði nokkuð að umtalsefni kröpp kjör ýmissa
minnihlutahópa í þjóðfélaginu s.s fatlaðra og kvað það brýnast alls að
bæta þau kjör sem aðbúnað allan. Hann flutti síðan ritningarorð og bað
framtíðarstarfi í þessari sundlaug blessunar guðs. Þá klipptu tvö börn á borðann
til merkis um að sundlaugin væri opnuð og var þessum gjörningi vel fagnað.
Þá stigu út í laugina 8 einstaklingar, fjögur börn sem þarna munu þjónustu
njóta með hvert sinn þjálfunaraðila með sér. Var bæði sungið og synt og buslað
bærilega og vakti mikinn fögnuð. Stúlknakór Snælandsskóla söng 3 lög af list
góðri, en síðan flutti Helgi Seljan árnaðaróskir Öryrkjabandalags Islands með
fágætlega góða framkvæmd. Á eftir þáðu gestir góðar veitingar í boði
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Fyrir réttu ári fórum við í sérstaka heimsókn
til Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og frá henni ítarlega greint hér í Fréttabréfi.
Þar var góð grein gerð fyrir því gróskumikla og gefandi starfi sem innt er af
hendi hjá félaginu og nú enn komin hin besta viðbót, en þessi nýja laug leysir
aðra og mun minni laug af hólmi.
Öryrkjabandalag íslands óskar þessu ágæta aðildarfélagi sínu hjartanlega
til hamingju með framtak gott og farsældamkt fyrir svo marga.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJAB ANDALAGSINS
19