Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Blaðsíða 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Blaðsíða 30
AF STJÓRNARVETTVANGI Fundur var haldinn í stjórn Öryrkjabandalags íslands þriðjudaginn 22. apríl í Hringsjá - húsi Starfsþjálfunar fatlaðra. 19 stjórnarmenn mættu á fundinn. í upphafi ávarpaði Guðrún Hannesdóttir forstöðumaður fundar- menn og bauð þá velkomna í húsið. Sýndi svo hinar ágætu vistarverur þessarar mætu stofnunar. Ólöf for- maður þakkaði fyrir móttökurnar. Formlegur fundur var svo settur kl. 17 og bauð formaður sérstaklega velkomnar þær Maríu Jónsdóttur stjórnarmann frá FAAS og Þuríði Björnsdóttur varastjórnarmann frá Samtökum sykursjúkra, síðan var gengið til dagskrár. 1. Yfirlit formanns Formaður kvað kjaramál nú í brýn- um brennidepli vera og gat um hina góðu bakhjarla okkar hjá launþega- samtökunum, sem reynt hefðu að knýja á ríkisvaldið um sömu kjara- bætur til lífeyrisþega og um var samið í kjarasamningum nú, en allt óvíst um efndir þess sama ríkisvalds. Hún gat þessu næst um minni tekjur Islenskrar getspár það sem af væri árinu, sam- dráttur nær 13%. Kæmi þar margt til s.s. aukin samkeppni, breyttir hættir og svo væri lottóið óneitanlega orðið 10 ára og þyrfti á einhvern veg að endurnýja sig. Uppi væru enda hug- myndir um ýmsar nýjungar. Milli 7 og 8 hundruð sölukassar eru nú yfir landið allt. Ræddi því næst um ferli- mál og samkomulagið þar um við Samband ísl. sveitarfélaga, en um það getið hér annars staðar. Sagði frá heimsókn sinni í Leiðsögumanna- skólann þar sem hún reifaði það hversu hjálpa mætti fötluðum sem best á ferðalögum með áherslu á viðhorf og virðingu. Rifjaði þessu næst upp úrslit verðlaunasamkeppn- innar hjá Helios II verkefninu og framhaldi þar af. Framkvæmdastjóri verkefnisins var svo hrifinn af tákn- málskennslunni að hann kom hingað til viðræðna við háskólayfirvöld sem tóku honum fagnandi og hafa boðist til framhaldsvinnu h.a.l. Nánar um þetta annars staðar. Ólöf greindi því næst frá ferð á fund til Kaupmanna- hafnar í mars sl. um konur með fötlun, eins konar framhald af kvennaráð- stefnunni. Baltneskar konur styrktar sérstaklega. Aðalumræðuefni voru menntun kvenna og ofbeldi gegn konum. Hún sagði það afar alvarlegt að nú væri engin vinna í gangi hjá Sameinuðu þjóðunum varðandi mál- efni fatlaðra. Sagði frá því að Kenýa og Uganda væm einu Afríkuríkin með stefnuskrá í málefnum fatlaðra. Vék síðan að nokkrum innri málum. Heimasíða Öryrkjabandalagsins væntanleg á alnetinu innan skamms. Stefnuskráin er í vinnslu til útgáfu og hátíðarfáni mun væntanlegur með haustinu. 2. Kjaramál Helgi Seljan flutti framsögu um þau mál. Hann kvað þróun kjaramála dapurlega á umliðnum árum. Síðustu kjarasamningar hefðu ekki skilað sér sem skyldi inn í bótakerfið og uggur sinn sá að svo mundi heldur ekki verða nú. Kjarayfirlýsing forsætisráð- herra við undirskrift kjarasamninga heldur loðin: “meðaltalshækkun - að mati ríkisstjórnar”, gæti nánast þýtt hvað sem væri. Mál út af kjarasamn- ingum síðast enn hjá Umboðsmanni Alþingis. Minnti á leiðréttingu tekju- marka frekari uppbótar úr 75 þús. í 80 þús. sem héldi síðan verðgildi sínu. Sömuleiðis myndi vera að nást fullur ávinningur hvað varðaði það að félagsleg fjárhagsaðstoð sveitarfélaga skerti hvorki bætur eða vasapeninga. Verður trúlega í kjarapakka stjórn- valda. Rakti tillögu um breytingu á greiðslum vegna sjúkraþjálfunar, sem væri í gerjun og gæti skipt margt okkar fólk mjög miklu. Kæmi hart niður á þeim tekjuminnstu svo og örorkustyrkþegum og foreldrum fatlaðra bama. Helgi sagðist óttast að niðurstaða bótahækkana nú yrði víðs fjarri þeim lágmarkstöxtum sem nú hefur verið samið um og verða munu á næsta ári 70 þús. kr. á mánuði. Þó eru hækkuð laun þeirra lægst launuðu meginatriði kjarasamninganna. Ákvörðun ríkisstjórnar væntanleg í byrjun maí. Höfum heimsótt og kynnt mál okkar öllum þeim sem helst að koma. 3. Framkvæmdasjóður fatlaðra Helgi kynnti úthlutun úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra sem mjög hafði úr hömlu dregist, alls var úthlutað 257 millj. kr. og þar af fengu félög banda- lagsins tæpan 1/20 eða 12 millj. kr, til allra sinna bráðbrýnu verkefna. Meginhluti fjárins fór til sambýla eða 30

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.