Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Side 32
Hafdís Hannesdóttir, félagsráðgjafi:
MISSTIAF ÚTIHÁTÍÐ
MEÐ AUÐIEIR
Af fundum í Kaupmannahöfn og Valmieri í Lettlandi
Hér í fréttabréfinu hefur áður
verið sagt frá samstarfi fatl-
aðra kvenna á Norðurlönd-
um, en það starf hófst upp úr kvenna-
þingi sem haldið
Hafdís
Hannesdóttir.
var í Osló 1988.
Síðan efldist þetta
starf og náði til
fleiri þjóða en
þeirra sem hófu
leikinn. Sagt var
frá undirbúningi
fyrir kvennaþing í
Turku í Finnlandi
1994, en þar lögð-
um við til efni og
tókum þátt í dag-
skránni á marg-
víslegan hátt.
Nú í vor fórum við Ólöf Ríkarðs-
dóttir að nýju til samráðsfundar
norrænna kvenna sem haldinn var 7,-
9. mars í Kaupmannahöfn.
Efni fundarins snerist að miklu
leyti um það að fara yfir þá ávinninga
sem urðu með þátttöku fatlaðra
kvenna á kvennaþingi Sameinuðu
þjóðanna í Peking í september 1995.
Og svo fengum við mjög ítarlega
yfirferð um uppbyggingu ýmissa af
þeim stofnunum Sameinuðu þjóðanna
sem sinna málum fatlaðs fólks, og/eða
mannréttindamálum.
Það er markmið allra að þeirra sé
getið, ávinningarnir felast í því að
komast á blað. Það tókst í inngangi
eins kafla Pekingáætlunarinnar um
verkefni til framtíðar og svo jafnframt
í yfirlýsingu ráðstefnunnar. Þar er
nefnt að konur standi frammi fyrir
margvíslegum hindrunum á veginum
til jafnréttis, m.a. vegna fötlunar.
Ríkisstjórnir aðildarlandanna ætla að
auka baráttuna fyrir auknum mann-
réttindum öllum til handa, og þar er
fötlun kvenna líka nefnd þ.e. í grein
32 í Beijing ávarpinu. Ut frá slíkum
yfirlýsingum vinnum við síðan hvert
í sínu landi að því að bæta stöðu þeirra
sem við vinnum fyrir.
Afnám allrar mismununar gegn
konum. Á fundinum í Kaupmanna-
höfn fengum við líka kynningu á
samningi Sameinuðu þjóðanna um
afnám allrar mismununar gegn kon-
um, hann er frá 1979 og kallast
CEDAW samningurinn, þegar heitið
er stytt eins og nauðsyn ber til.
Öll þátttökulöndin kynntu stöðu
mála heimafyrir. Við sögðum frá því
að CEDAW samningurinn hefði verið
þýddur og væri nú verið að kynna
hann á íslandi í tilefni af 90 ára afmæli
Kvenréttindafélags Islands í janúar
1997.
Jafnframt sögðum við frá því að
Öryrkjabandalagið hefði gerst aðili að
Mannréttindaskrifstofu Islands og
ættum við þar samleið með öðrum
frjálsum félagasamtökum sem vilja
vinna að framgangi mannréttinda-
mála.
Og ekki var hægt að stilla sig um
að segja frá því að Háskóli Islands
væri með rannsóknarstofu í kvenna-
fræðum.
Við sögðumst mæta áhuga og
skilningi þar sem við kynntum þetta
samstarf, en okkur vantar góða og
áhugasama liðsmenn til að fylgja eftir
þeim tækifærum sem gefast til að
vinna réttindamálum fatlaðra kvenna
framgang.
Svo var á dagskrá samstarf okkar
við fatlaðar konur frá Eystrasalts-
löndunum. Það var rætt í Kaup-
mannahöfn, en fyrstu skrefin eru eldri
eða frá 1994 þegar konum frá Eystra-
saltslöndunum þrem var boðið til
Turku í Finnlandi, en þar tóku þær þátt
í öllum dagskrárliðum.
Konur og karlar tala saman
Nú í ágúst var haldið þing í Val-
mieri í Lettlandi, þar sem konum og
körlum var boðið til samræðna um
jafnréttismál. Norræna ráðherra-
nefndin og yfirvöld í Eystrasalts-
ríkjunum, en þó einkum Mannrétt-
indaskrifstofa Lettlands stóðu fyrir
undirbúningnum. Alls voru þar yfir
Inara og félagi aka Hafdísi Hannesdóttur og Tore Hygom hinni dönsku
á markaði í Valmieri.
32