Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Side 41
þar að umtalsefni hvaða
sjúkdómar og sérgreinar
teljast fínar og hverjar ekki
að mati almennings, þar
koma geðlækningar í
neðstu sætum. Hann rekur
góðar minningar um sam-
skipti við starfslið geð-
deilda, sem unnið hefði
frábært starf, lyft geðlækn-
ingum til vegs og virðingar.
Hann segir að hlutfallslega
berist færri kvartanir til
heilbrigðisyfirvalda vegna
geðheilbrigðismála hér á
landi en í nokkru öðru
Norðurlandanna. Minnirá
að það sé mannanna verk
að við búum hér við ein-
hverja þá bestu heilbrigðis-
þjónustu sem fyrir fyndist.
Þórunn Pálsdóttir, hjúkr-
unarforstjóri á þarna grein-
ina: Mannauður í tilefni
starfsviðurkenninganna 27.
maí.
Hún rifjar upp ýmsar
tölulegar staðreyndir frá
liðinni tíð til samanburðar
nú, m.a. segir hún hreyfi-
rými sjúklinga inni á deild-
um hafa verið ólíkt minna
áður, oft 58 einstaklingar
með sama rými og 12-15
erunúna. Húnsegireinnig:
“Enginn sem gat unnið, var
látinn vera iðjulaus, allir
höfðu einhverju hlutverki
að gegna og sumir ómiss-
andi í orðsins fyllstu merk-
ingu”. Gæfa geðdeildar
verið að hafa átt á að skipa
sterkum kjarna starfs-
manna, sem búa yfir mikilli
reynslu, þekkingu og færni.
Tómas Zoéga yfirlæknir
slær svo botn í þetta bráð-
myndarlega rit með orðum
til félagsmanna. Hann
hvetur þar alla til að halda
vöku sinni og standa vörð
um hag þeirra sem haldnir
eru geðsjúkdómum. Einnig
er í ritinu fróðlegt yfirlit
yfir starfið á þessum níutíu
árum eftir Kristin Sveins-
son geðlækni og má þar
margan mætan fróðleik
finna, sem ekki verður rak-
inn hér.
Ritstjóri notar þetta
tækifæri lil að færa Geð-
deild Landspítalans ein-
lægar árnaðaróskir í tilefni
afmælisins um leið og þeim
sem þar starfa er færð þökk
fyrir alúðarfullt og árang-
ursríkt starf.
H.S.
Bæklingur um
• • /
stefnuskrá OBI
✓
Ut er kominn í handhægu bæklingsformi stefnuskrá
Öryrkjabandalags íslands s.s. hún var samþykkt á
aðalfundi bandalagsins 1996.
Bæklingurinn er afar smekklega uppsettur og mynd-
skreyttur með útdregnum áhersluatriðum til hliðanna.
Hið opinbera sá um hönnun og Halldór Baldursson
myndskreytti.
Kaflaheitin eru: Framtíðarsýn Öryrkjabandalags
íslands. Markmið Öryrkjabandalags íslands. Tilgangur
Öryrkjabandalags íslands. Helstu verkefni og áherslur.
Grundvallaratriði.
Ekki fer milli mála að í stefnuskránni er að fínna mörg
þau markmið sem okkur þykja fjarlæg um of til farsællar
úrlausnar á þessum tímum varnarbaráttu. Hins vegar
verður bandalagið að setja sér framsækin og háleit
markmið sem vinna ber að af fremsta megni, snúa vörn í
sókn til sigurs fyrir góðan málstað. Það verður að gera
þeim sem með völd fara í samfélaginu á hverjum tíma
það ljóst að það er líka hagur samfélagsins að kjör öll og
aðstaða öryrkja sé sem best til hvaða sviðs sem litið er.
Þar gildir það sama um atvinnu, búsetu, félagslega þátt-
töku, heilbrigðisþjónustu, menntun og sambærileg kjör,
svo vitnað sé beint í markmið stefnuskrárinnar. Eitt er
alveg víst. Það eru kappnóg verk sem bíða baráttu og
aðgerða sem allra bestra. Þar er stefnuskráin vakandi
vegvísir.
H.S.
Frá styrkveitingunni.
/
Uthlutað úr styrktarsjóði
Nýverið var í annað sinn úthlutað úr styrktarsjóði
Greiningarstöðvar ríkisins til minningar um Þorstein
Helga Asgeirsson. Styrk hlutu Ingveldur Friðriksdóttir
sjúkraþjálfari til námsdvalar við The Bobath Center í Lon-
don og Jóna G. Ingólfsdóttir þroskaþjálfi til náms í
sérkennslu við Kennaraháskóla Islands.
Styrktarsjóðurinn var stofnaður fyrir tveimur árum.
Tilgangur hans er að veita styrki til símenntunar og
fræðilegra rannsókna á sviði fatlana barna, með það að
leiðarljósi að efla fræðilega þekkingu og faglega þjónustu
við fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Hefur starfsfólk
Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins að jafnaði for-
gang við styrkveitingar úr sjóðnum, sem fara fram árlega.
Sjóðnum hefur borist fjöldi framlaga, bæði frá félögum
og einstaklingum, en tekna er einnig aflað með sölu minn-
ingarkorta. Þeim sem vilja styrkja sjóðinn, með minn-
ingargjöfum eða með öðrum hætti, er bent á að snúa sér
til Greiningar- og ráðgjafarstöðvarinnar, Digranesvegi 5,
Kópavogi, sími 564-1744, eða Breiðholtsapóteks,
Mjóddinni, sími 557-3390.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
41