Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Blaðsíða 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Blaðsíða 44
arfélags vangefinna kemur fram að á tæplega 40 ára ferli félagsins hafa formenn þess aðeins verið þrír og þar af einn í 18 ár og annar í 17. Maí blað SÍBS frétta inniheldur ýmsan mætan fróðleik undir styrkri stjóm Sigurjóns Jóhannssonar en á ábyrgð Hauks Þórðarsonar formanns SÍBS. I happdrætti SIBS eru mánaðarlega dregnir út listmunir sem vakið hafa verðskuldaða athygli. Viðtal er við fulltrúa Handverks Guðrúnu Hamele Henttinen og Eyjólf Pálsson sem hafa séð SÍBS fyrir þessum fögru verkum. Guðrún vill að upp rísi hér öflugur handverksskóli. Þorsteinn Blöndal berkalyfirlæknir segir í glöggri grein frá samstarfi Eystrasaltslanda og Norðurlanda gegn berklum. Þar kemur m.a. fram að í Litháen er hreint neyðarástand í berklamálum, sem rakið verður beint til andfélags- legrar hegðunar. Berklavarnaráætlun þarf til að koma með vel skipulögðum mark- miðum og starfi að þeim. Hann sér fyrir sér framhald í 3ja - 5 ára verk- efni. Fyrsta brúðarparið á Reykja- lundi rifjar upp gamlan tíma: Anna Víglundsdóttir og Hjálmar Stefánsson heita þau og voru bæði með berkla. Fengu fyrst tveggja manna herbergi í húsi númer fimm á Reykjalundi. Hjálmar er smiður og Anna ganga- vörður. Anna segir: “Ef maður fær ekki heilsuna á Reykjalundi, þá fær maður hana hvergi’’. Birtar eru helstu tillögur samþykktar á þingi SIBS í okt. 1996 m.a. um upplýsinga- og þjónustumiðstöð SIBS, ráðningu félagsráðgjafa í hlutastarf, varðstöðu um velferðarkerfið, sjúklingalög, nánara samstarf sjúklingasamtaka og stuðning við frjómælingar. Björn Magnússon lungnasérfræð- ingur skrifar um aðgerðir á lungna- bólgusjúklingum þar sem hluti lungna er fjarlægður. Gerðar á átta sjúkling- um, en þessar aðgerðir henta mjög fáum sjúklingum. Björnbendiráfor- varnir - hættið að reykja! Og er ráð- legging hans dálítið öfug við vísuna gömlu frá 1912 - auglýsingu um tóbakið sem þarna birtist og er svona: Reyktu, tyggðu, taktu nef í tóbakið með sældarþef í svo að þig ei komi kvef í kauptu tóbakið hjá Leví. Og mætti allt eins kalla þetta öfugmælavísu. Velferð málgagn LHS er einnig undir ágætri stjórn Sigurjóns Jóhannssonar. Þar er greint frá enn einu nýju skrefi í hjartaskurðlækn- ingum, sem bæði tekur styttri tíma og er ódýrari. Þetta er hjartaskurðaðgerð með brjóstholsspeglun, var fram- kvæmdafBjarnaTorfasyni. Tilþessa þarf blóðflæðimæli sem LHS ætlar að styðja kaup á. Opnaðu hjartað, heitir leiðari for- manns Gísla J. Eyland sem fagnar HL stöðvum víðs vegar um land, annarri stöðu hjartalæknis við Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri, landssöfnun Neistans og framförum í læknavís- indum. Vitnar í Gunnar Dal sem segir m.a.: Opnaðu hjartað og eðli þitt og opnaðu sálu þína. Jón Þór Jóhannsson form. Félags hjartasjúklinga í Reykjavík segir í skýrslu frá félaginu að þar séu nú 1700 manns, hafi fjölgað um 100 á liðnu starfsári. Segir rekstur HL stöðvar í Reykjavík hafa vel gengið. A þessum aðalfundi Reykjavíkur- félagsins flutti Þórarinn Eldjám erindi um limrukveðskap og þaðan birt þessi limra föður hans, Kristjáns forseta: Ljúft er að láta sig dreyma og líða um heima og geima en það er helvíti hart að hugsa svo margt að það hafist ekki undan að gleyma. Boðaður er bæklingur um starf og stefnu LHS og þau atriði áréttuð í blaðinu. Ritstjóri segir frá samtökum lungna- og hjartasjúklinga í Noregi, en félagsmenn eru 52 þús. af 450 þús. hjartasjúklingum og 150 þús. lungna- sjúklingum. Samtökin reka hjarta- spítala, iðnskóla fyrir 120 nemendur og styðja baráttu við berkla í Afríku. Langir biðlistar eru þar hjá hjarta- sjúklingum. Sömuleiðis er sagt frá starfi hjarta- sjúklinga í Danmörku sem hafa sam- tök upp á 70 þús. félaga. Langir bið- listar eru þar einnig. Mikill áróður fyrir heilsusam- legri hegðan foreldra 25-45 ára sem ekki er sem skyldi, skokk- klúbbar eru reknir svo og klúbbar um góðan og lystugan mat. Greint er frá aðalfundum félaga hjartasjúklinga á Suðurlandi og Aust- urlandi. Sigríður Pétursdóttir er for- maður á Suðurlandi og Aðalsteinn Valdimarsson á Austurlandi. Ovissa mikil um HL stöðina í Hveragerði en 3 HL hópar hafa verið stofnaðir á Suðurlandi. Austurlandsfélagið hefur gefið Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað góðar gjafir. Jóhann Kárason er formaður Vest- fjarðafélagsins. Þá ritar Magnús Þor- grímsson greinina: Um veikindi og sorg. Lífið er stöðugur öldugangur, segir Magnús. Hann rifjar upp hin ýmsu stig sorgarferils, þar sem er hægt að festast hvar sem er. Hann ritar um nauðsyn þess að losna úr viðjum van- ans. Mikilvægt er að geta tengst öðrum og Magnús skorar á fólk í lokin að leyfa tilfinningunum að blómstra og skapa fegurra líf um leið. Sagt er frá myndbandi um krans- æðasjúkdóma, en LHS styrkti gerð 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.