Fréttablaðið - 16.05.2020, Page 32
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Það er hressandi að þvo gluggana, enda gefa hreinir gluggar ferskan blæ.
Það spáir sól um helgina og þá æpa óhreinindi vetrarins á gluggarúður húsanna. Eitt
af skemmtilegu vorverkunum er
gluggaþvottur og einkar ánægju-
legt að sjá afrakstur erfiðisins í
skínandi hreinum gluggum sem
skerpa sýn á bjart vorið og litríkan
gróðurinn sem nú er að vakna.
Auðvelt er að búa til eigin
rúðuúða, með því að blanda
saman ½ til 1 dl af borðediki í einn
lítra af vatni. Sömuleiðis er gott að
blanda nokkrum dropum af upp-
þvottalegi og sirka einum desilítra
af borðediki út í eina fötu af volgu
vatni, þvo gluggana með svampi
og fara yfir með gluggasköfu úr
gúmmíi að lokum.
Heimagerðan rúðuúða er hægt
að setja í blómaúðabrúsa. Edikið
klýfur fitu sem liggur í óhreinind-
um og myndar gljáa á rúðurnar.
Munið að þurrka vel yfir með
þurrum, mjúkum klút jafnóðum.
Pússið glerið með gömlum dag-
blöðum, krumpið blöðin í höndina
og nuddið vel. Prentsvertan í dag-
blöðunum eykur gljáa.
Gleymið ekki gluggakistunum.
Þær er best að þvo með volgu vatni
og uppþvottalegi. Gott er að pússa
sólbekki úr steini með dagblöðum
og ösku, ef þeir eru svartir.
Best er að þvo glugga þegar sólin
skín ekki á þá, því annars þornar
glerið of hratt og skilur eftir sig
kám og tauma á rúðunni.
Þvoið glugga að utan með ediks-
blöndu eða vatni og uppþvottalegi.
Þurrkið strax með gluggasköfu,
alltaf í sömu átt. Spegla er gott að
þvo með örtrefjaklút, undnum úr
köldu vatni, og þurrka vel á eftir
með mjúkum klút.
Heimild: Leiðbeiningastöð
heimilanna, leidbeiningastod.is
Inn með litadýrð vorsins!
Hér eru tvær uppskriftir sem eru sumarlegar og henta vel á grillið. Það er einfalt
að grilla lax og hann verður mjög
góður eldaður þannig. Síðan eru
það lambakótelettur en þær geta
aldrei klikkað. Bara passa að
brenna þær ekki.
Grillaður lax með
krydduðu núðlusalati
Mjög góð uppskrift sem vert er
að prófa í góða veðrinu. Það er
þægilegt að grilla lax og með þessu
flotta salati verður til sumarleg og
góð máltíð. Uppskriftin miðast við
fjóra.
600 g laxaflak án beina og roðs
1 tsk. salt
½ tsk. nýmalaður pipar
1 msk. olía til að pensla með
Chilli-dressing
1 msk. chillimauk (sambal oelek)
2 msk. olía
Safi og börkur af einni límónu
1 dl sæt sojasósa eða hoisin-sósa
Núðlusalat
100 g eggjanúðlur
3 vorlaukar
1 mangó
Sjóðið núðlurnar eftir leiðbeining-
um á umbúðum, kælið síðan undir
rennandi köldu vatni. Blandið öllu
saman sem á að fara í chilli-dress-
inguna. Skerið vorlauk og mangó.
Blandið chilli-dressingu saman við
núðlurnar og hrærið vorlauk og
mangó saman við. Ágætt er að leyfa
þessu að vera í að minnsta kosti
hálftíma í ísskáp.
Skerið laxinn í um það bil 150
gramma stykki. Penslið með olíu
og bragðbætið með salti og pipar.
Grillið laxinn í 2-3 mínútur. Hafið
þennan tíma á kröftugum hita en
haldið síðan áfram á óbeinum hita
undir loki, allt þangað til laxinn er
fulleldaður en það fer svolítið eftir
þykkt bitanna.
Berið fram með núðlusalatinu.
Lambakótelettur með
grísku salati
Lambakótelettur eru alltaf góðar,
sérstaklega þegar þær eru grill-
aðar. Hérna eru þær gerðar svolítið
Miðjarðarhafslegar. Það má hugsa
um sand og sól á meðan grillað er.
Uppskriftin miðast við fjóra.
800 g marineraðar kótelettur
Það má nota tilbúna BBQ-sósu en
það er líka hægt að gera sína eigin
maríneringu. Hér er uppskrift.
1 dl jómfrúarolía
1/5 sítróna, safinn
1 kvistur ferskt rósmarín
2 hvítlauksrif
Salt og pipar
Penslið kóteletturnar og leyfið
þeim að bíða í um það bil hálftíma.
Grillið kóteletturnar á háum
hita í tvær mínútur á hvorri hlið.
Setjið þá á óbeinan hita og grillið
áfram í 3-4 mínútur með loki.
Grískt salat
2 tómatar
½ agúrka
½ rauðlaukur
Jöklasalat
1 krukka fetaostur
3 dl grísk jógúrt
½ tsk. salt
½ tsk. nýmalaður pipar
1 dl svartar, steinlausar ólífur
Skerið tómata í báta, agúrku og
lauk í sneiðar. Setjið jöklasalat í
skál og tómata, lauk og agúrku yfir
ásamt fetaosti og ólífum.
Bragðbætið jógúrtina með salti
og pipar og hafið sem sósu.
Gott er að hafa hvítlauksbrauð
með réttinum.
Grillsumarið
er byrjað
Það er komin sumarstemning og þá
er upplagt að grilla. Það styttist í að
hægt verði að borða utanhúss.
Grillaður lax er veislumatur. Laxinn er góður fiskur til að grilla. MYNDIR/GETTY
Kótelettur klikka ekki þegar þær eru grillaðar. Matur sem flestum líkar vel.
Ljúffengir grillréttir
á góðum degi og þá
er sumarið komið. Það er
veður til að grilla þessa
helgi.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R