Fréttablaðið - 16.05.2020, Page 72

Fréttablaðið - 16.05.2020, Page 72
Áhugaverð sýning er nú í Sjóminjasafn- inu í Reykjavík sem margir hafa komið að. Safnstjóri Listasafns Reykja-víkur, Ólöf Kristín Sig-urðardóttir, segir markmið verkefnisins hafa verið að gera útilistaverk borgarinnar sýnilegri fyrir almenning og nota listina til að fá fólk til að upplifa umhverfi sitt með nýjum hætti. „Markmiðið var að auka vitund almennings um listaverkin sem prýða borgina og eru hluti af þeim verðmætum sem Listasafn Reykjavíkur ber ábyrgð á. Einfalt markmið en alls konar púsl sem þurfti til að gera það að veruleika.“ Fjölbreytt miðlun Verkefninu var miðlað til almenn- ings með fjölbreyttum hætti. „Fók- usinn í okkar innra starfi var á að finna leiðir til að hafa áhrif á það hvernig fólk upplifir listaverkin í borginni í öllum sínum fjölbreyti- leika,“ skýrir Ólöf frá. „Við gerðum þetta með því að miðla og beina athyglinni að þeim upplýsingum sem við höfum um verkin og eins útbjuggum við gönguleiða-app um útilistaverkin í Reykjavík. Mikil- vægur hluti ársins voru sýningar, bæði upplýsandi sýningar um útilistaverkin í borginni en líka gjörningaverkefni sem skaut upp kollinum á óvæntum stöðum í borginni.“ Smáforritið gerir notendum kleift að sjá upplýsingar um útilistaverk sem staðsett eru í grenndinni. „Það er með göngu- túrum og upplýsingum um hvert og eitt verk. Fólk getur staðsett sig og fengið upplýsingar um „verk nálægt mér“, þannig að hægt er að nýta það á göngu um borgina. Í appinu eru líka leikir, sem eru ákveðin hvatning fyrir fólk til þess að lesa um verkin og skoða atriði, á borð við hvað sker sig úr. Það eru til mörg rétt svör og mörg röng svör, en þetta er leið til að fá fólk til að velta fyrir sér innihaldi verkanna, efninu eða forminu.“ List sem kemur og fer Viðfangsefni ásrsins teygðu anga sína víða. „Á sýningunni Haust- laukar, sem var síðastliðið haust, lögðum við áherslu á að vekja athygli á list í almenningsrými, sem er ekki varanleg. Þá er að vísa til þess að listaverkið sé ekki efnislegt eða varanlegt, heldur eitt- hvað sem kemur og fer, viðburður sem kemur og fer eða listaverk sem er komið fyrir tímabundið á áberandi stað. Það er þá ekki endi- lega stytta á stalli, heldur inngrip inn í daglegt líf og umhverfi fólks, bæði til að fá fólk til að hugsa á nýjan hátt um umhverfi sitt og endurmeta borgarrýmið.“ Athyglisvert var hversu margir áttuðu sig ekki á því að um gjörning var að ræða. „Eitt af þeim verkum sem voru hluti í þessu verkefni var Umhverfis- hetjan, sem menn kannski vissu ekki alveg að væri listaverk, heldur bara umhverfishetja sem fór um borgina og þreif og hreinsaði í líki ofurhetju. En þetta var sem sagt listamaður og listaverk sem var hluti af sýningunni Haustlaukar,“ segir Ólöf. „Við stóðum líka fyrir gjörningi í Egilshöll sem var hugleiðslustund með meistara Hilarion sem er hliðarsjálf listamanns og síðan var ótrúlega fallegur umhverfisgjörn- ingur á horninu á Pósthússtræti og Austurstræti, þar sem að lista- maður yfirtók hornið. Þarna steig safnið út fyrir veggi sína og braut upp hversdagsleikann í borginni.“ Frábærar viðtökur Þá var sérstök áhersla lögð á verk Ásmundar Sveinssonar. „Hjartað í þessu verkefni okkar voru sýningarnar í Ásmundarsafni, því Ásmundur Sveinsson er sá lista- maður sem er höfundur flestra listaverka í almannarými á land- inu, en það sést vel á sýningu sem við settum upp í Ásmundarsafni og mun standa út sumarið. Þar er sjónum beint að verkum Ásmundar sem fólk þekkir úr almannarými og þau eru gríðarlega mörg, út um allt land,“ segir Ólöf. „Síðan settum við upp, í samhengi við verk Ásmundar fimm sýningar á verkum starfandi listamanna sem eru höfundar úti- listaverka sem setja svip á borgina.“ „Við nýttum líka árið líka vel til að efna til umræðna um list í almannarými. Við héldum röð málþinga þar sem við fjölluðum um hlutverk listar í almannarými: Hvað er almannarými og hver ræður yfir rýminu sem við göngum um dags daglega, hver er það sem tekur ákvarðanir um það hvað sé þar og skilgreinir það?“ segir Ólöf. „Síðan vorum við með málþing sem fjallaði um deilur um list í almannarými, því það hafa alltaf verið deilur um hana með jöfnu millibili. Talandi dæmi um það er að árið hófst með því að tilkynnt var um niðurstöðu úr samkeppni um útilistaverk í Vogabyggðinni, verk sem heitir Pálmatré eftir Karin Sander. Þetta verk olli miklum deilum, alveg eins og Vatnsberinn, sem núna stendur á horninu á Lækjargötu og Bankastræti. Síðan var málþing um það hvernig list í almannarými hefur þróast og hvert hún stefnir í framtíðinni, og mögu- leika listarinnar á að hafa áhrif á okkar daglega líf og þá ekki bara með varanlegum listaverkum sem setja svip á umhverfið heldur líka með gjörningum og tímabundnu inngripi í hversdagsleikann - list í almannarými sem kemur og fer.“ Ólöf segir almenning hafa tekið vel í ár listar í almannarými hjá safninu. „Viðtökurnar voru mjög jákvæðar. Ég held að það hafi unnið með okkur að þetta var fjöl- breytt hjá okkur, þetta voru bæði sýningar og gjörningar og síðan umræður og fræðsluefni við allra hæfi. Með þessu verkefni náðum við að styrkja innra starf safnsins og taka vel utan um þann hluta safneignarinnar sem er utan veggja safnsins um leið og miðlun þekk- ingar fann sér nýja leiðir í appinu.“ Leiða saman listir og fólk Listasafn Reykjavíkur er tilnefnt til Safnaverðlaunanna fyrir verkefnið „Ár listar í almannarými – 2019“. Þar er lögð áhersla á að auka vitund almennings um útilistaverk og gera þau aðgengilegri. Ólöf Kristín segir tilnefninguna til Safnaverðlaunanna fyrir verkefnið „2019 - Ár listar í almenningsrými“ hafa verið afar ánægjulega. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Grunnsýning Sjóminja-safnsins í Reykjavík, Fiskur & fólk – sjósókn í 150 ár er tilnefnd, en unnið var að gerð sýningarinnar frá 2014 til 2018 og hún sett upp með aðkomu fjölda innlendra og erlendra aðila. Vilja ná til yngra fólks „Við uppsetninguna horfðum við til Landsnámssýningarinnar í Aðalstræti, sem fékk safnaverð- launin á sínum tíma. Við fengum líka margverðlaunað hollenskt fyrirtæki, Kossmanndejong, til að hjálpa okkur við að hanna sýninguna,“ segir Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgar- sögusafns. „Það er ekki algengt að fá erlend fyrirtæki svona til liðs við sig, en fyrirtækið er alþjóðlegt og hefur sett upp sýningar í Helsingør, Rot- terdam og Amsterdam. Við gerðum líka viðtakenda- rannsóknir til að átta okkur á því hverjir væru líklegir markhópar sýningarinnar og hvernig ætti að ávarpa þá,“ segir Guðbrandur. „Þar stóð upp úr að yngri kyn- slóðin hefur ekki sömu tengingu við fisk og sjávarútveg og fyrri kynslóðir. Við þurftum því að ná til ungu kynslóðarinnar og gerðum það bæði með efnistök- um, frásögninni og gagnvirkum miðlunarleiðum.“ Víðtæk, félagsleg áhrif „Grunnstef sýningarinnar er sam- band okkar við hafið, en við erum náttúrulega eyþjóð og sjávarút- vegur hefur mótað samfélagið. Við segjum frá fiskinum í hafinu, veiðum, vinnslunni og útflutningi og frásögnin endar á diski neyt- andans,“ segir Guðbrandur. „Það er margt sem fléttast inn í þetta. Þetta er að hluta til hagsaga og að hluta umfjöllun um hafrann- sóknir og náttúru hafsins, en líka félagssaga, því þessi atvinnugrein hefur alltaf haft gríðarleg áhrif á samfélagið.“ Segja sögu sjósóknar Fiskur & fólk, ný grunnsýning Sjó­ minja safnsins í Reykjavík, var sett upp með aðkomu erlendra sérfræðinga og er ætlað að ná til yngra fólks, með margþættri og yfirgripsmikilli um­ fjöllun um sögu og áhrif sjósóknar. Guðbrandur Benediktsson segir að Fiskur & fólk, ný grunnsýning Sjóminja-safnsins í Reykjavík, sé metnaðarfull, fjölbreytt og yfirgripsmikil og reyni að ná til kynslóðar sem hefur ekki tengsl við sjávarútveg. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Guðbrandur segir að þar sem þetta er Sjóminjasafnið í Reykja- vík, sé áhersla á borgina og hvernig hún byggðist að stórum hluta upp út frá sjósókn. „Það sem er sérstakt við þessa sögu í Reykja- vík er mikil þilskipa- og síðar togaraútgerð. Reykjavík er ein stærsta löndunarhöfn landsins og enn er mjög öflugur sjávarútvegur úti á Granda,“ segir hann. Gott samstarf „Við leituðum samstarfs við sjávarútvegsgeirann og fengum bæði fjárhagsstuðning, aðgang að sérfræðingum og annan stuðning, hjá öflugum fyrirtækjum eins og 66° N, Hampiðjunni, HB Granda, Marel og Faxaflóahöfnum, svo dæmi séu tekin,“ segir Guð- brandur. „Við notuðum tækifærið til að mynda tengslanet, þannig að þessi geiri geti litið á Sjóminjasafnið sem sinn heimavöll.“ Grettistak áhugamanna „Sjóminjasafnið er hluti af Borgarsögusafni Reykjavíkur, sem varðveitir töluverðan flota skipa, þar á meðal varðskipið Óðinn og dráttarbátinn Magna,“ segir Guð- brandur. „Varðveisla skipa er f lók- inn málaflokkur og Íslendingar hafa kannski ekki alltaf staðið sig nægilega vel á því sviði, enda fylgir þessu mikil vinna og kostnaður. En gríðarlega öflugt starf sjálf- boðaliða og áhugamanna um sögu og varðveislu Óðins og Magna er einstakt og ómetanlegt, leyfi ég mér að segja. Það er sérstakt hvernig tekist hefur að virkja áhugafólk til að sinna minjavörslu, öllu samfélaginu til heilla. Félagar í hollvinasamtökum Óðins hafa á liðnum árum gert stórátak í viðgerð og viðhaldi á skipinu og síðastliðinn mánudag voru aðal- vélar hans ræstar, eftir um 15 ára hlé. Hollvinasamtök Magna eru líka að vinna að því að gera hann gang- og sjófæran. Við erum sannarlega með byr í seglum, ef svo má að orði komast,“ segir Guðbrandur að lokum. 4 1 6 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RSAFNADAGURINN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.