Fréttablaðið - 27.05.2020, Side 26

Fréttablaðið - 27.05.2020, Side 26
Af þeim níu einstakling- um sem buðu sig fram til stjórnar, umfram sitjandi stjórnarmenn, svöruðu flest- ir því til á fundi með nefnd- inni að þeir myndu draga framboð sitt til baka ef þeir væru ekki tilnefndir til stjórnarsetu. Fiskeldi Austfjarða stefnir á skráningu í norsku kauphöllina. Safna á um fjórum milljörðum króna frá fjárfestum. VIÐ ERUM TIL STAÐAR FYRIR ÞIG Hjá fyrirtækjaþjónustu A4 starfa reynslumiklir söluráðgjafar sem veita faglega og persónulega ráðgjöf er varðar innkaup á rekstrar- og skrifstofuvörum. Þú getur pantað á A4.is eða haft samband við söluráðgjafa í síma 580 0000 / panta@a4.is. 2019 - 2022 2018 2019 F járfestingafélagið Brim-garðar, stærsti hluthafi Eikar fasteignafélags, vill sjá endurnýjun í stjórn fasteignafélags-ins, sem er nær óbreytt frá árinu 2016, á næsta aðalfundi þess í júní. Brimgarðar eru, sam- kvæmt heimildum Markaðarins, ósammála sjónarmiðum tilnefn- ingarnefndar Eikar, sem hefur lagt til að stjórn félagsins verði óbreytt með vísun til mikilvægis stöðug- leika í núverandi efnahagsaðstæð- um, og vonast til að margfeldis- kosning á fundinum auki líkur á endurnýjun stjórnar Stjórn Eikar barst í byrjun vik- unnar krafa frá Brimgörðum, sem eiga 12,6 prósenta hlut í fasteigna- félaginu og hafa bætt verulega við hlut sinn frá áramótum, um að beitt yrði margfeldiskosningu við stjórnarkjörið, en fyrirkomulagið er til þess fallið að tryggja réttindi minnihlutans. Fulltrúar Brimgarða, sem eru í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna, hafa sam- kvæmt heimildum Markaðarins komið sjónarmiðum um endur- nýjun stjórnar á framfæri við til- nefninganefnd Eikar. Er fjárfest- ingafélagið sagt telja að þörf sé á meiri sérfræðiþekkingu á skulda- bréfamarkaði í stjórn Eikar, þar sem rekstur félagsins byggi á góðri fjármögnun. Þá hefur nefndin verið hvött til að leita frambjóðenda sem búa yfir slíkri þekkingu. Stöðugleiki vegur þungt Í skýrslu tilnefninganefndar fyrir aðalfund Eikar, sem verður haldinn 10. júní, er hins vegar mælt gegn því að breytingar verði á stjórn félagsins. „Er í því sambandi meðal annars litið til þess að efnahagsað- stæðum og öðru ytra umhverfi félagsins er þannig háttað, nú og í fyrirsjáanlegri framtíð, að stöðug- leiki vegur þungt,“ segir í skýrslu nefndarinnar. Núverandi stjórn Eikar er skipuð Eyjólfi Árna Rafnssyni stjórnarfor- manni, Guðrúnu Bergsteinsdóttur varaformanni, Örnu Harðardóttur, Öglu Elísabetu Hendriksdóttur og Bjarna K. Þorvarðarsyni. Bjarni var kjörinn í stjórnina á síðasta ári, en að öðru leyti er stjórnin óbreytt frá árinu 2016. Guðrún var kjörin í stjórn árið 2016, Eyjólfur og Arna árið 2015 og Agla árið 2013. Engir stjórnarmenn Eikar eiga hlut í félag- inu. Fjórtán í framboði Tilnefninganefnd Eikar bárust 14 framboð innan framboðsfrests og þar af frá öllum fimm sitjandi stjórnarmönnum. Af þeim níu ein- staklingum sem buðu sig fram til stjórnar, umfram sitjandi stjórnar- menn, svöruðu flestir því til á fundi með nefndinni að þeir myndu draga framboð sitt til baka ef þeir væru ekki tilnefndir til stjórnarsetu. Ekki er ráðgert að nefndin fjalli um ný framboð en fresturinn rennur út fimm dögum fyrir aðalfundinn. Brimgarðar hafa bætt verulega við eignarhlut sinn í Eik frá áramót- um þegar hann nam 7,5 prósentum. Eignarhlutur fjárfestingafélagsins hefur aukist um 5,1 prósent sem jafngildir um 1,3 milljörðum króna miðað við núverandi markaðsvirði Eikar. Á sama tíma hafa Brimgarðar minnkað við sig í Regin og Reitum. Þannig hefur eignarhlutur fjárfest- ingafélagsins í Regin lækkað úr 2,77 prósentum niður í 1,89 prósent frá áramótum og í Reitum hefur hlutur félagsins lækkað úr 2,4 prósentum í 2,15 prósent. Lýstu yfir áhyggjum af endurnýjun í stjórn Á hluthafafundum Eikar og Reita árið 2018, þegar tilnefninganefnd- um var komið á fót í báðum félög- um, komu fulltrúar Brimgarða þeim sjónarmiðum á framfæri að fyrir- komulagið myndi gera endurnýjun í stjórn erfiða. Það gæti dregið úr vilja frambjóðenda sem eru hæfir. Fulltrúi Brimgarða beindi því til stjórnar Eikar að reglunum yrði breytt þannig að hámarkslengd væri á setu hvers stjórnarmanns og að sjálf krafa yrði gripið til marg- feldiskosninga. Þessar tillögur væru til þess fallnar að auka endurnýjun og veita þeim sem eru á móti niður- stöðum tilnefninganefnda tæki- færi til að hafa áhrif á samsetningu stjórnar. thorsteinn@frettabladid.is Vilja endurnýjun í stjórn Eikar Brimgarðar horfa til þess að ná fram endurnýjun í stjórn félagsins. Níu framboð umfram sitjandi stjórn- armenn en tilnefningarnefnd vill óbreytta stjórn. Flestir myndu draga framboð til baka án tilnefningar. Stjórn félagsins leggur til að enginn arður verði greiddur vegna ársins 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Áhrif í samræmi við styrk Þar sem krafa Brimgarða um margfeldiskosningu var send innan tilskilins frests og barst frá hluthafa sem hefur yfir að ráða meira en 1/50 hluta hlutafjár, verður margfeldiskosningu beitt á aðalfundinum. Margfeldiskosning fer þannig fram að kosið er á milli einstaklinga. Gildi hvers atkvæðis er marg- faldað með fjölda þeirra stjórnarmanna sem kjósa skal og má hluthafi skipta atkvæðamagni sínu, þannig reiknuðu, í hverjum þeim hlutföllum, sem hann sjálfur kýs, á jafnmarga menn og kjósa skal eða færri. Ef ekki er á atkvæðaseðli getið skiptingar atkvæða á milli þeirra sem þau eru greidd, skal þeim skipt að jöfnu. Þannig getur hver hluthafi aðeins nýtt sitt atkvæðavægi einu sinni, en ekki aftur og aftur. Í fimm manna stjórn getur frambjóðandi gengið að stjórnarsæti vísu með stuðningi hluthafa sem ráða yfir 17 prósentum hlutafjárins, en hlutfallið veltur þó á mætingu hluthafa á fundinn. Minnihluta tekst þannig að hafa áhrif í samræmi við styrk sinn. Fiskeldi Austfjarða stefnir á skráningu í Kauphöllina í Osló. Samhliða á að safna um 300 milljónum norskra króna í hlutafé, jafnvirði um 4,3 milljarða íslenskra króna. Horft er til þess að markaðs- virði félagsins fyrir hlutafjáraukn- inguna sé 1,5 milljarðar norskra króna, eða ríf lega 21 milljarður íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar. Nýta á fjármagnið til að fjárfesta í aukinni framleiðslugetu og greiða niður 89 milljóna norskra króna breytilegt skuldabréf, jafnvirði 1,3 milljarða íslenskra króna, frá aðal- eigandanum. Sömuleiðis munu minni hluthafar selja hlut sinn við skráninguna á markað. Um er að ræða hliðarmarkað sem ber nafnið Merkur Market en þar eru kröfurn- ar til fyrirtækja minni. Stærsti hluthafi Fiskeldis Aust- fjarða er norska fiskeldið NTS ASA sem skráð er á hlutabréfamarkað í heimalandi sínu með 63 prósenta hlut. Stærsti íslenski hluthafinn er Guðmundur Gíslason, stjórnarfor- maður fiskeldisins, með 18 prósenta hlut við árslok 2018 í gegnum félag- ið Eggjahvítu. Sá hlutur er metinn á 3,8 milljarða íslenskra króna, miðað við fyrrnefnt markaðsvirði. Fram hafði komið í fréttum að auka átti hlutafé Fiskeldi Aust- fjarða. NTS ASA upplýsti við það tilefni að það myndi taka þátt í hlutafjárútboðinu, til að tryggja að það eigi meira en helming í fisk- eldinu. Fyrir skráninguna á hluta- bréfamarkað verður félagið Ice Fish Farm stofnað í Noregi og mun það eiga íslenska fyrirtækið. – hvj Íslenskt fiskeldi metið á 21 milljarð króna Guðmundur Gíslason, stjórnar­ formaður Fiskeldis Austfjarða. 2 7 . M A Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.