Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.06.2020, Qupperneq 23

Víkurfréttir - 04.06.2020, Qupperneq 23
- Besta kvikmyndin? Forrest Gump. - Hver er uppáhalds bókin þín? Reisubók Guðríðar Símonar- dóttur eftir Steinunni Jóhannes- dóttur. - Hvað gerir þú betur en allir aðrir á heimilinu? Baka og flokka rusl. - Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Eplakaka og randalína (mjólkur og eggjalaus bakstur). - Hvernig er eggið best? Spælt báðum megin. - Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Smámunasemi eða full- komnunarárátta. - Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi. - Uppáhalds málsháttur eða til- vitnun? Besti dagur ævi þinnar er dagurinn í dag, ef þú notar hann rétt. - Hver er elsta minningin sem þú átt? Á fjórða ári í leik með vinum. - Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Hvar eru gleraugun mín? - Ef þú gætir farið til baka í tíma, hvert færir þú? Í jólamat til mömmu og pabba. - Hver væri titil- inn á ævisögu þinni? Sjávarloftið laðar. - Þú vaknar einn morgun í líkama frægrar mann- eskju og þarft að dúsa þar einn dag. Hver værirðu til í að vera og hvað myndir þú gera? Sr. David Attenborough og myndi skoða dýralífið á Mada- gaskar. - Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í drauma- kvöldverð? Mömmu, pabba og Sævari. - Hvernig hefur þú verið að upplifa árið 2020 hingað til? Árið 2020 verður minnistætt fyrir margra hluta sakir. En það sem hefur verið gleðilegast er fæðing sonarsonarins Tóm- asar Ara í febrúar. - Er bjartsýni fyrir sumrinu? Já, ég tel að sumarið verði gott og feli í sér einstakt tækifæri til að ferðast innanlands án þess að vera í örtröð við áhugaverða staði. - Hvað á að gera í sumar? Fara í viku ferð til Akureyrar þar sem dóttirin er að útskrifast frá HA, vera viku á Ísafirði og ef veður leyfir þá ætlum við að kíkja norður í Jökulfirði í þeirri ferð. Einnig er hugmynd að leigja Camper og elta sólina í nokkra daga. - Ef þú fengir gest utan af landi sem aldrei hafa skoðað sig um á Suður- nesjum. Hvert myndir þú fara fyrst og hvað myndir þú vilja sýna þeim? Ég færi fyrst með gestina að Hvalsnesi þar myndum við skoða kirkjuna og fara yfir sögu sr. Hallgríms Péturssonar, Eftir það myndum við myndum skoða: Stafnesvita, Básenda, Gálgakletta, Þórshöfn, brúna á milli heimsálfa, Stampahraunið og færum upp í gíginn nær veginum, hnullunga- fjöruna sunnan við Valahnjúk, Gunnuhver, Brimketil og Bláa lónið. Ef gestirnir kæmu í heim- sókn til mín eftir 15. júní og væru á hjólum þá myndum við hjóla að kvöldlagi nýja hjólastíginn frá Sandgerði inn í Garð að Garð- skaga, njóta sólarlagsins, skoða vitana og fara í fjöruferð. Það er af nógu að taka og alls ekki allt upp- talið sem áhugavert er að skoða eða gera á Suðurnesjum. N et sp j @ ll Hvalsneski rkja Garðskagi Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg. VÍKurFrÉttir á SuÐurnESjum Í 40 ár // 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.