Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.06.2020, Síða 30

Víkurfréttir - 04.06.2020, Síða 30
Hola í höggi á Bergvíkinni Agnar Mar Gunnarsson sló draumahöggið síðasta miðvikudag þegar hann lék golf á Hólmsvelli í Leiru. Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Fyrsta umferð Geysisdeildarinnar, liðakeppni sem haldin er hjá Golfklúbbi Suðurnesja, fór fram á miðvikudag. Agnar keppti þar í tvímenningi og sló hið fullkomna högg á þriðju braut Leirunnar, Bergvíkinni. Hann notaði 5-járn og sló boltann sem sveif í fal- legum sveig í átt að pinna. Af teig var ekki hægt að sjá boltann detta í holuna en höggið var gott, á því var enginn vafi. Það var svo ekki fyrr en á flötina var komið að allur sannleikurinn kom í ljós, boltinn lá í holunni. Það þarf ekki að taka fram að Agnar vann holuna (og einnig leikinn) en haft var á orði að þarna hafi hann farið illa með for- gjöfina sem hann átti á andstæðing sinn á þessari holu. Blaðamaður Víkurfrétta var í sama holli og varð vitni að högg- inu góða honum þótti því tilvalið að fá Agga til að svara nokkrum laufléttum spurningum í Netspjalli við Víkurfréttir. Netspjallið má sjá á næstu opnu. 30 // VÍKurFrÉttir á SuÐurnESjum Í 40 ár Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.