Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.06.2020, Blaðsíða 39

Víkurfréttir - 04.06.2020, Blaðsíða 39
– Nafn: Halldór Berg Harðarson. – Árgangur: 1986. – Fjölskylduhagir: Í sambúð. – Búseta: Alla jöfnu í Beijing, Kína. – Hverra manna ertu og hvar upp alin? Ég er sonur Harðar Kidda Lár frá Sandgerði og Vilborgu Einarsdóttur frá Keflavík. Ég ólst upp í Sandgerði og gekk í grunnskólann þar. – Starf: Yfirlandsfulltrúi EURAXESS í Kína, verkefnis á vegum fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins. Ég er með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum og háskólagráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmála- fræði. – Hvað er í deiglunni? Annar pakki Evrópusambandins til að styrkja rannsóknir tengdum COVID var að koma út og er opinn fyrir alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi og við erum að reyna sjá til þess að kínversk vísindateymi í sömu rann- sóknum séu meðvituð um það. – Grunnskólaárin: Ég var fyrirmyndarnemandi, mér tókst til dæmis að vinna stærðfræði- keppnina á Suðurnesjum þegar ég var í 9. bekk og ég útskrifaðist sem dúx í flestum fögum frá Grunnskóla Sandgerðis 2002. – Framhaldsskólaárin: Ég tók rútuna á hverjum degi svo ég gæti stundað nám í Mennta- skólanum í Reykjavík og kynntist þar fólki og hugmyndum sem hafa hjálpað mér alveg síðan þá. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Þegar ég var átta ára var ég ákveð- inn í því að verða uppfinninga- maður. Í framhaldsskóla fór ég á mjög stranga raunvísindabraut og var ákveðinn í því að verða verk- fræðingur. Í MR áttaði ég mig hins vegar á því að þótt ég væri mjög góður í hörðu vísindunum þá var ég á sama tíma betri en hinir raun- vísindakrakkarnir þegar kom að félagsvísindum og tungumálum. Ég söðlaði því um völl og í dag vinn ég með uppfinningamönnum, hjálpa þeim að tengjast og finna verkefni. – Fyrsti bílinn: Það var notuð Toyota Carina sem mér tókst að keyra sem nemur lang- leiðinni til tunglsins áður en ég varð að farga henni. Í dag nota ég mest Uber eða almenningssamgöngur þegar ég ferðast um Beijing og á engan bíl. Ég á hins vegar fínasta rafmagnsmótórhjól sem ég gríp í ef ég vil keyra sjálfur. – Hvernig slakarðu á? Á undanförnum árum þykir mér besta leiðin til að slaka á að setja gott hlaðvarp á og fara í ræktina. – Uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst 17 ára: Bítlarnir, ég hlustaði aftur og aftur á allar plöturnar þeirra og vissi allt um þá. Bítlaæðið hefur aðeins sjatnað með árunum og í dag hlusta ég mest á raftónlist og alls konar djass. – Leikurðu á hljóðfæri? Ég hef æft gítar án stopps síðan ég var átta ára og hef tekið það hljóð- færi með mér um allan heim. Ég spila bæði klassíska, spænska gítar- tónlist og svo strömma ég alls konar popptónlist, oft tengdan í looper til að hlaða aðeins ofan á það sem ég er að gera. – Sjónvarp eða lestur bóka: Ég hef alltaf verið mikill lestrar- hestur en lítið fyrir það að velja mér uppáhalds- eitt eða neitt. Ég get samt mælt með bókum sem ég held að eigi erindi við marga, til dæmis finnst mér bókin Sapiens eftir Yuval Harari alveg frábær. Ég held að hún sé kom- inn út á íslensku í dag enda toppaði hún vinsældarlistana í langan tíma. – Hvernig er eggið best? Hrært og silkimjúkt, með flögu- salti á súrdeigsbrauðssneið, eða sætt teegg, linsoðið í japönsku ramen. – Hver er elsta minningin sem þú átt? Þegar ég var mjög lítill lenti ég í mjög alvarlegu bílslysi í blindbyl á Reykjanesbrautinni. Ég fór í stóra aðgerð og er með stórt ör eftir kviðnum enn þann dag í dag. Ég man eftir hinu og þessu frá endur- hæfingunni og stundum finnst mér eins og ég muni eftir deginum sem slysið varð – þótt það sé jafn lík- legt að það séu falskar minningar byggðar á seinni tíma samtölum sem aðeins eldra barn. – Hvert ferðu í sumarfrí? Ætli dvölin á Íslandi þessa daganna muni ekki teljast sem „sumarfríið“ mitt. Um leið og tækifæri gefst mun ég snúa aftur til Beijing. Ég hef á tilfinningunni að það eigi önnur veirubylgja eftir að ganga yfir aftur í haust og ég vil vera Kínamegin á þeim tímapunkti svo ég geti sinnt almennilega starfinu mínu. – Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim? Ég hef tekið nokkra erlenda vini til að skoða sig um á Reykjanesi þegar ég hef haft tök á. Ég fer með þeim út á Garðskaga og svo Ósa- botnaleið suður Reykjanesið. Það er margt að sjá á leiðinni. Við förum í gegnum Sandgerði og Hvalsnes sem mér finnst vera eitt fallegast kirkju- stæði á landinu. Það er auðvelt að ganga út í Básenda og Stafnes, og halda svo áfram, kíkja við í brúnni á milli heimsálfa, út á Reykjanes- vita, Gunnuhver og svo framvegis. Ég ólst upp við eggjaleit svo ef þeir koma á vorin þá fer maður í heiðina og reynir að finna egg og ef maður kemur að hausti þá reyni ég að finna gott berjaland. Mörgum útlend- ingum finnst einstakt að komast í svo náin tengsl við náttúruna. – Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu ... Ég myndi fljúga til Tævan svo ég geti verið með kærustunni aðeins fyrr. Ef allt væri með eðlilegum hætti myndi ég líklega beina flugvélinni eitthvert sem ég hef aldrei komið áður. Kannski Íran eða Brasilíu. Ég á vini á báðum stöðum sem ég vildi gjarnan heimsækja. „Ég hef á tilfinningunni að það eigi önnur veirubylgja eftir að ganga yfir aftur í haust og ég vil vera Kínamegin á þeim tímapunkti svo ég geti sinnt almennilega starfinu mínu.“ Með Jean-Eric Paquet, aðalframkvæmdastjóra Rannsókna og Nýsköpunar hjá Evrópsambandinu að sýna honum nýsköpunarmiðstöðina Zhongguancun í Beijing. Desember 2018. Á ráðstefnu með ungum vísindamönnum í Wenzhou, Zhejiang héraði í Kína í október 2019. Páll Ketilsson pket@vf.is Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg. VÍKurFrÉttir á SuÐurnESjum Í 40 ár // 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.