Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.06.2020, Side 54

Víkurfréttir - 04.06.2020, Side 54
– Starf/nám: Starfaði við alls konar fiskvinnslu-, bygginga- og verslunarstörf sem pjakkur. Hóf störf í lögreglunni 1986, þá tvítugur. Útskrifaðist frá Lög- regluskóla ríkisins 1993 og starfaði samtals í fimmtán ár í lögreglunni en hætti 2007. Hætti reglulega í lögreglunni en byrjaði alltaf aftur. Starfaði sem blaðamaður á Víkurf- réttum á einu „hættutímabilinu“ úr lögreglunni en félagarnir þar höfðu á orði að í hvert skipti sem ég hætti þá hækkuðu launin hjá þeim. Starfaði einnig sem forritari hjá Softa í öðru hléi. Hætti endanlega þegar ég fór í laganám í Háskólanum í Reykjavík. Útskrifaðist þar 2012 og þótti svo eftirsóknarverður til starfa að ég stofnaði Lögmannsstofu Reykja- ness um leið og lögmannsréttindin fengust 2013. Hef rekið hana síðan og er með skrifstofu á Hafnargötu 35 í Keflavík. Reyni að hafa gaman að hverju því verkefni sem inn á borð til mín ratar þó stundum séu málin snúin og leiðinleg. – Hvað er í deiglunni? Ásdís Hjálmrós okkar er að útskrifast frá Njarðvíkurskóla á næstu dögum og er jafnframt komin í ökunám hjá Krissa Geirs. COVID-19 breytti aldeilis öllum plönum flestra en við Íslendingar vorum afburða heppnir með krísustjórnendur að þessu sinni. Þessi líka óagaða og uppreisnar- gjarna þjóð hvers frambærilegast einstaklingur er taugalæknir með stáltaugar sem ég hef ekki enn fengið tækifæri til að bursta í körfubolta. Ég er svo mikill „team-Kári“-maður að ég myndi eflaust leyfa honum að vinna, bara til að svekkja Grím Atla- son og Svavar Vignisson, sem báðir trúa því enn að þeir hafi bara verið óheppnir. Annars fylgjumst við fjölskyldan (ég) vel með fréttum af vondri þróun í Bandaríkjunum sem er eins og verulega vont raunveruleikasjónvarp. – Hvernig nemandi varstu í grunnskóla? Báðir foreldrarnir voru kennarar en því fylgja bæði kostir og gallar. Ég nýtti eflaust ekki mína hæfileika sem skyldi en ég kom alltaf (að eigin mati) til varnar þeim sem minna máttu sín. Ég á ekki margar minn- ingar úr grunnskóla. Sjálfsvitundin var ekki á háu stigi. – Hvernig voru framhaldsskóla- árin? Stúdentsnámið fór fram að hluta í Versló, að hluta í Ameríku og að hluta í kvöldnámi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þegar ég var orðinn fullorðinn. Skemmtilegustu náms- árin voru árin í laganáminu í HR. Kynntist þar mörgum frábærum ein- staklingum. Sumir kölluðu fram bros daglega á meðan ég dáðist að öðrum úr fjarlægð. – Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég hafði aldrei hug- mynd og hef ekki enn. Vonast að mestu að ég sé börnum mín- um góð fyrirmynd, standi fyrir sanngirni og gegn klíkuskap og ofríki. – Hver var fyrsti bíllinn þinn? Þú meinar eftir að ég hafði tjónað bifreiðar foreldranna? Ég held það hafi verið brúnleit Mazda. – Hvernig bíl ertu á í dag? Í dag ek ég um á 2019 árgerð, rauðum Mitsubishi Outlander. Samkvæmt frúnni er ég rafmagnsof- stækismaður sem kveikir aldrei á miðstöðinni, til að spara rafhleðsl- una. – Hver er draumabíllinn? Svartur Toyota Yaris með skrán- ingarnúmerinu EZMO1, þ.e.a.s frúarbíllinn. Ég vil að hún taki Fagra-Rauð en hana vantar hleðslu- stöð við hennar frábæra vinnustað, aðalstyrktaraðila Vals, Origo, til að það sé hagkvæmt. – Hvert var uppáhaldsleik- fangið þitt þegar þú varst krakki? Nú langar mig að svara á tiltekinn hátt sem oft var sagt um blökku- menn í sturtuumræðum í körfunni í þá góðu gömlu daga en ég átti víst nóg af leikföngum. Ætli það hafi ekki verið reiðhjólin sem ég átti á hverjum tíma. Lögmaðurinn Jóhannes Albert Kristbjörnsson gerði garðinn frægan með körfuboltaliði Njarðvíkur fyrir „nokkrum“ árum síðan – hann keppist nú við að ala upp foreldra sína og systkini þó uppskeran sé rýr. Hann vonast til að verða börnum sínum góð fyrirmynd. Veit ekki enn hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór – Nafn: Jóhannes Albert Kristbjörnsson. – Árgangur: 1965. – Fjölskylduhagir: Í hjúskap með Guðrúnu Sigríði Jóhannesdóttur og á með henni börnin Ásdís Hjálmrós (2004) og Jóa Krissa (2007). Á börnin Auði Indíönu (1988) og Axel Sölva (1990) með Matthildi Gunnarsdóttur og ól Elísabetu Lovísu Björnsdóttur (1981) upp frá fjögurra ára aldri til átján ára aldurs. Keppist nú við að ala upp foreldra mína og systkin, við lítinn árangur! – Búseta: Melavegur 3 í Njarðvík. – Hverra manna ertu og hvar upp alin: Faðir minn er Kristbjörn Albertsson (1944) sem er af Króksætt í Árnes- sýslu. Hann kenndi við góðan orðstír í Njarðvíkurskóla í áratugi og var einn af frumkvöðlum dómgæslu í körfuknattleik á Íslandi, m.a. fyrsti íslenski dómarinn með alþjóðleg réttindi. Mamma er Marta Ólína Jens- dóttir (1948) sem líka var kennari, lengst um í Kópavogi. Hún á ættir að rekja til Stykkishólms og Austfjarða auk þess sem við eigum fjölda ættingja í Grundavík. Foreldrar mínir eru og voru fádæma skipulagðir og agaðir. Dæmi um það er að ég er fæddur á sjötíu ára afmæli föðurafa míns og Jens bróðir minn er fæddur sjö árum síðar, á sextíu ára afmæli móðurafans. Ég ólst upp að mestu í Njarðvíkunum en á afar góðar minningar frá ömmu Ásdísi og afa Jens í Hvammi í Höfnum. Ég á eiginlega flestar bestu minningarnar af frelsinu í fjörunni í Höfnunum. Ég hef búið í Pennsylvania í USA, Breiðholtinu í Reykjavík og í Grindavík en það voru í sjálfu sér skammvinnar dvalir og ég lít á mig sem Suðurnesja- mann í húð og hár. Svarur Yari s 54 // VÍKurFrÉttir á SuÐurnESjum Í 40 ár Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.