Víkurfréttir - 04.06.2020, Page 58
Helgi Dan Steinsson, PGA-golfkennari, tók við starfi framkvæmda- og
vallarstjóra Golfklúbbs Grindavíkur í byrjun þessa árs og er óhætt að segja
að hann hafi þurft að stinga sér rakleitt í djúpu laugina, Víkurfréttir tóku
Helga Dan í létt spjall.
– Hvernig gengur hjá GG þessa
dagana?
Það gengur virkilega vel. Völlur-
inn er vel sóttur og kylfingar eru
almennt mjög ánægðir með völlinn
okkar. Það kom sér vel fyrir okkur
að geta opnað völlinn snemma í vor
og dögum saman voru allir rástímar
vel nýttir, sérstaklega af golfþyrstu
utanbæjarfólki. Þetta fólk ætti ein-
mitt að leita aðeins út fyrir höfuð-
borgarsvæðið þegar kemur að því að
velja sér klúbb til að geta fengið að
spila eitthvað að ráði yfir sumarið.
– Þú ert nýtekinn við sem
framkvæmdastjóri, var kannski
fyrsta verkefnið að takast á
við afleiðingar óveðursins í
febrúar?
Já, það má segja það. Veðrið skall
á þegar ég hafði nýlega hafið störf
Húsatóftavöllur
tekur vel á móti
þeim golfþyrstu
Helgi Dan Steinsson,
framkvæmda- og vallarstjóri
Golfklúbbs Grindavíkur.
Ljósmynd: seth@golf.is
Húsatóftavöllur hefur tekið stakksbreytingum á ótrúlega skömmum tíma.
VF-mynd: Hilmar Bragi
58 // VÍKurFrÉttir á SuÐurnESjum Í 40 ár
Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.