Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.06.2020, Side 59

Víkurfréttir - 04.06.2020, Side 59
hjá klúbbnum og þetta var auðvitað fyrsta stóra verkefnið. Neðri völlur- inn var meira og minna undir sjó og á land ráku tugir tonna af sandi og grjóti sem þurfti að hreinsa burt. Þetta var stórt verkefni sem tókst vel þrátt fyrir að við höfum ekki verið upplitsdjarfir á tímabili. Þetta hefði sennilega ekki gengið svona vel ef ekki hefði verið fyrir aðstoð úr nær- samfélaginu en margir sjálfboðaliðar lögðu hönd á plóg og ómetanlegur stuðningur frá Grindavíkurbæ skipti sköpum. – Völlurinn leit vissulega illa út, hver er staðan á honum núna? Völlurinn lítur vel út og á eingöngu eftir að verða betri með sumrinu. Það má enn sjá ummerki eftir erf- iðan vetur en í stóra samhenginu skiptir það litlu máli. Grasið er iðagrænt og fínt eftir rigninguna undanfarna daga. – Nú voru gerðar breytingar á vellinum í fyrra og nýjar holur teknar í notkun. Er þeim breyt- ingum lokið að fullu eða er það eilífðarverkefni að hirða golf- völl? Það er að sjálfsögðu eilífðarverk- efni að sinna golfvelli og alltaf nóg að gera. Engar stórar framkvæmdir eru á döfinni að svo stöddu en við þurfum að lagfæra teiga á ýmsum stöðum og fegra völlinn enn frekar eftir langt framkvæmdatímabil. Varðandi umgjörð vallarins þá vorum við að taka í notkun undir- göng undir Nesveg sem er þjóð- vegurinn sem sker völlinn í sundur. Það hefur legið þungt á kylfingum að þurfa að fara tvívegis yfir þjóðveginn á hringnum og því mikil öryggisbót að fá göngin í gagnið. – Eru komnir hvítir teigar eða eru þeir á teikniborðinu? Þeir eru ekki komnir og ekki á döf- inni á næstunni. Það væri vissulega gaman að hrinda því verkefni í fram- kvæmd á næstu árum því plássið er til staðar en þetta er ekki á forgangs- lista hjá okkur. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR Til hamingju með daginn ykkar sjómenn Jóhann Páll Kristbjörnsson johann@vf.is Tugir tonna af grjóti, sandi og möl bárust langt inn á völlinn í óveðrinu eins og sést vel á þessari mynd. Ljósmynd: Jón Steinar Sæmundsson Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg. VÍKurFrÉttir á SuÐurnESjum Í 40 ár // 59

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.