Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.06.2020, Side 64

Víkurfréttir - 04.06.2020, Side 64
Sverrir Auðunsson, formaður GG: „Ef maður er ekki hluti af lausninni er maður hluti af vandamálinu“ Netspj@ll – Hver er maðurinn? Ég heiti Sverrir Auðunsson og er fæddur í Keflavík þann 1. október 1975. Ég flutti til Bandaríkjanna þegar ég var tíu ára gamall og flutti svo aftur til Íslands eftir að ég lauk háskólanámi árið 1999. Í dag starfa ég sem framkvæmdastjóri DHL á Íslandi ásamt því að vera formaður Golfklúbbs Grindavíkur. Eiginkona mín heitir Sesselja Bogadóttir og er hún náms- og starfsráðgjafi hjá Fjölbrauta- skóla Suðurnesja. Börnin mín eru fimm (þrjár dætur og tveir synir) og það elsta var að útskrifast úr FS og það yngsta af leikskóla- stigi. Fyrir utan golfið hef ég mjög gaman að nánast öllum öðrum íþróttum, sérstaklega fótbolta og ameríska fótboltanum. 17. hola – þessi teigur og hola var öll undir sjó þegar óveðrið gekk yfir Grindavík. Ótrúlegt að völlurinn hefur jafnaði sig eins og hann hefur gert. 64 // VÍKurFrÉttir á SuÐurnESjum Í 40 ár Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg. Golfklúbburinn Einn yfir Pari. Góður vinahópur sem spilað fótbolta með UMFN og spilar nú golf reglulega saman. Frá V til H: Sverrir, Bjarni Sæmundsson, Sighvatur Gunnarsson og Högni Þórðarson.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.