Víkurfréttir - 04.06.2020, Page 67
– Hvað tónlist fær þig til að
skipta um útvarpsstöð?
Þungarokk.
– Hvað hefur þú að atvinnu?
Vinn hjá Isavia í GÁT.
– Hefur þú þurft að gera
breytingar á starfi þínu vegna
COVID-19?
Já, ýmsu var breytt en bara til að
passa upp á öryggi fólksins og þá
sem við þjónustum. Einnig þrif og
sótthreinsun aukin til muna. Allir
voru sem einn í þessu verkefni og
gekk mjög vel hjá okkur.
– Hvernig hefur þú verið að
upplifa árið 2020 hingað til?
Árið 2020 byrjaði ekki vel en öllu illu
fylgir eitthvað gott svo trúi því og
vona. Upplifunin á þessu ári hefur
verið sú að mig langi til að vakna
upp af slæmum draumi og allt sé
bara eins og áður var.
– Er bjartsýni fyrir sumrinu?
Já, held að þetta verði gott sumar og
ætla vona að veðurguðirnir verði
okkur hliðhollir og fáum sólríkt
sumar.
– Hvað á að gera í sumar?
Sumarfríið er óákveðið en sem
komið er en trúlega skoða Ísland
betur og fara á fjöll og hjóla úti í
náttúrunni – og fá dætur kannski
heim til Íslands í frí.
– Hvert ferðu í sumarfrí?
Ætlaði til spánar í sumarfríinu en
það verður bara á næsta ári.
– Ef þú fengir gesti utan af landi sem hafa aldrei skoðað
sig um á Suðurnesjum. Hvert myndir þú fara með þá
fyrst og hvað myndir þú helst vilja sýna þeim?
Færi með þau á fjórhjólaævintýri í Grindavík, mjög fallegt þar,
svo í Bláa lónið. Einnig að sjá Garðskagann, vitann og menn-
inguna þar. Yrði að hafa þau í góðan tíma til að ná að skoða
fleira, því nóg er í boði á Suðurnesjum.
Sigríður Rósa með
dætrunum Karó
Andreu Jónsdóttur
og Kristjönu Dögg
Jónsdóttur.
Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.
VÍKurFrÉttir á SuÐurnESjum Í 40 ár // 67