Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.06.2020, Page 68

Víkurfréttir - 04.06.2020, Page 68
Keflvíkingar gerðu 1:1 jafn- tefli við Pepsi Max-deildarlið KR-inga og Grindavík gerði 3:3 jafntefli við Fjölni. Nokkuð hefur verið um æfingaleiki í knattspyrnunni að undanförnu en stutt er í að deildakeppnir hefjist. Adam Ægir Pálsson skoraði jöfn- unarmark Keflavíkur á 55. mínútu en heimamenn komust yfir með marki Ægis J. Jónassonar á 40. mínútu. Keflvíkingar léku vel gegn Vestur- bæjarstórveldinu og gáfu þeim ekk- ert eftir. Keflavík tapaði hins vegar 5:1 gegn Val í æfingaleik í síðustu viku. Lið Keflavíkur er skipað ungum leikmönnum og hafa þeir allir fengið að spreyta sig í þessum æfingaleikjum. Fyrstudeildarlið Keflavíkur- stúlkna lagði FH í æfingaleik 0:1 og skoraði Aníta Lind Daníelsdóttir mark Keflavíkur. Njarðvíkingar léku æfingaleik gegn Aftureldingu á Njarðtaks- vellinum síðasta fimmtudag og enduðu leikar 2:2. Atli Fannar Ottesen skoraði eitt en Kristján Ólafsson eitt mark. Njarðvíkingar leika í 2. deild eftir fall úr Inkasso- deildinni í fyrra. Sex mörk í æfingaleik í Grindavík Lengjudeildarlið Grindavíkur mætti Fjölni í æfingaleik á Grindavíkurvelli sl. laugardag. Hér má sjá mörkin úr leiknum sem urðu alls sex talsins. Úrslitin urðu 3:3 í fjörugum leik. Elias Tamburini og Aron Jóhanns- son skoruðu fyrstu tvö mörk Grinda- víkur og komu heimamönnum í 2:0. Fjölnir minnkaði muninn en þriðja markið var Grindvíkinga en það skoraði Oddur Ingi Bjarnason. Fjölnismenn gáfust ekki upp og skor- uðu tvö mörk eftir hornspyrnur og það síðara var beint úr slíkri spyrnu. Um næstu helgi fer Grindavík í æfingaferð til Ólafsvíkur og leikur æfingaleik gegn Víkingi Ólafsvík í sannkölluðum sjómannaslag, segir á Facebook-síðu Grindvíkinga. Ágætt gengi Suðurnesjaliðanna í æfingaleikjum RÚMAR ÞRJÁR MILLJÓNIR TIL GRINDAVÍKUR OG KEFLAVÍKUR Stjórn KSÍ samþykkti að greiða út 100 milljónum króna af eigin fé sambandsins til aðildarfélaga KSÍ. Öll aðildarfélög KSÍ, bæði félög með barna og unglingastarf og félög án þess, fá þar að auki niður- fellingu ferðaþátttökugjalds og þátt- tökugjalds (skráningargjalds), alls tæpar 20 milljónir. Samkvæmt lista sem Knatt- spyrnusamband Íslands birti fengu knattspyrnuliðin á Suðunresjum samtals tæpar tíu milljónir króna og fengu Grindavík og Keflavík mest eða um 3 millj. kr. hvort félag. 1. deild karla Grindavík 3.137.097 Keflavík 3.311.290 2. deild karla Njarðvík 875.000 Víðir 775.000 Þróttur V 775.000 3. deild karla Reynir S 435.000 4. deild GG 175.000 Adam Ægir Pálsson skoraði jöfnunarmark Keflavíkur á 55. mínútu. Hér rennir hann boltanum í netið. VF-mynd/JónÖrvar Það var hart barist á Njarðtaksvellinum í Njarðvík. Keflavíkurstúlkur léku vel og unnu FH. 68 // VÍKurFrÉttir á SuÐurnESjum Í 40 ár Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.