Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.06.2020, Page 69

Víkurfréttir - 04.06.2020, Page 69
Nettó verður aðalsamstarfsaðili Knattspyrnudeildar Keflavíkur í knattspyrnu og mun keppnisvöllur félagsins bera nafn Nettó. Þá verða keppnisbúningar keppnisliða með Nettómerkinu. Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaup segir að fyrirtækið hafi stutt íþróttahreyf- inguna um árabil og þetta sé endur- nýjun á samningi. Meðal samstarfsverkefna Nettó og Keflavíkur í sumar er stelpumót í knattspyrnu sem haldið verður 6. júní í Reykjanesbæ, Nettómótið. 230 stelpur í 7. flokki munu mæta til leiks. Búist var við 600 stelpum á mótið en vegna COVID verða þær færri og verður mótið keyrt á einum degi vegna aðstæðna í stað- inn fyrir heila helgi. Stelpurnar fá Nettóbolta, brúsa, Nettóverðlauna- pening og ávexti. Hallur Geir Heiðarsson og Ingi- björg Ásta Halldórsdóttir frá Sam- kaupum handsöluðu samning við Jónas Sævarsson, framkvæmda- stjóra Knattspyrnudeildar Kefla- víkur. VF-mynd/pket Heiðarskóli varð í 2. sæti í Skóla- hreysti en úrslitakeppnin fór fram í gær í Laugardalshöll. Lindaskóli sigraði með 43 stig en Heiðarskóli endaði með 37 stig. Silfurlið Heiðarskóla skipuðu Klara Lind Þórarinsdóttir, Stefán Jón Friðriksson (hraðaþraut), Logi Þór Ágústsson (upphífingar og dýfur) og Emma Jónsdóttir (arm- beygjur og hreystigreip). Aðrir skólar er kepptu í úrslitum í ár voru Lundarskóli, Flóaskóli, Varmahlíðarskóli og grunnskólar Hellu og Húnþings vestra. Heiðarskóli í 2. sæti í Skólahreysti Körfuknattleiksdeild UMFN hefur samið við Rodney Glasgow þess efnis að hann leiki með meistara- flokki karla á komandi keppnis- tímabili. Rodney er 180 cm bak- vörður, fæddur 1992. Hann er fæddur í Bandaríkjunum en er með breskt vegabréf. Rodney útskrifaðist úr VMI háskólanum árið 2014 en þar var hann með 18,8 stig, 4,1 frákast og 5,8 stoðsendingar á leik. Með VMI háskólanum lék einmitt annar fyrrum leikmaður Njarðvíkur, Travis Holmes. Eftir útskrift úr háskóla hefur Rod- ney leikið í Sviss, Belgíu, Slóvakíu (tvö ár) og svo lék hann með New- castle í ensku deildinni sl vetur og varð með þeim enskur bikarmeistari. Rodney verður mættur í slaginn seinni part ágústmánaðar, segir í frétt frá UMFN. Nettó aðalsamstarfsaðili Keflvíkinga Nýr útlendingur í Ljónagryfjuna Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is FIMMTUDAG KL. 20:30 HRINGBRAUT OG VF.IS VÍKurFrÉttir á SuÐurnESjum Í 40 ár // 69

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.