Spássían - 2013, Qupperneq 5

Spássían - 2013, Qupperneq 5
5 DAGrúN rekur eitt af mörgum galleríum og vinnurýmum í Listagilinu á Akureyri en hún fluttist þangað frá Ísafirði þegar hún hóf nám við Myndlistaskólann á Akureyri árið 2003. „Þá hafði ég verið í myndlist í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og tekið öll námskeið sem buðust fyrir vestan, hjá Listaskóla rögnvalds Ólafssonar. Það stóð alltaf til að fara í meira listnám og ég ákvað að prófa að koma hingað. Fyrsta árið var ég ein og leigði herbergi á gistiheimilinu Gulu villunni með fullt af útlendingum. Heimamenn sumir töluðu meira að segja við mig ensku,“ rifjar hún upp og skellir upp úr. „Svo flutti fjölskyldan með mér árið eftir, þegar við höfðum fundið það að við vildum búa hérna.“  Dagrún hóf rekstur á galleríi árið 2006 þegar hún ákvað að fá sér vinnustofu í Brekkugötu með vinkonu sinni, Sigurlínu M. Grétarsdóttur (Línu). „Fyrir framan vinnurýmið stúkuðum við af rými fyrir sýningarsal og kölluðum hann DaLí gallerí. Þetta var mjög líflegt og skemmtilegt. Gestir og gangandi gátu kíkt á sýningu og líka inn á vinnustofu. Svo flúði vinkona mín kreppuna til Noregs og þetta rými losnaði, þannig að ég flutti mig um set. Nafnið á þetta rými var hins vegar eitthvað að velkjast fyrir mér. Þar sem ég hafði þá aðeins búið hér í um sjö ár þekkti ég ekki fyrri starfsemi hússins nógu vel og vissi ekki að mjólkurbúð Mjólkursamlagsins hafi verið staðsett í þessu rými, þar til einhver sagði við mig: „Já, ertu að fara að sjá um mjólkurbúðina.“ Og þá varð ekkert aftur snúið; þetta varð að heita Mjólkurbúðin. Síðan hafa margir góðir sýningargestir komið að máli við mig og sagt mér frá því að hingað komu þeir og sóttu mjólk á brúsa eða keyptu barnaskyr, sem er alveg frábært.“  rekstur gallerísins reyndist Dagrúnu annar skóli, eins og hún orðar það, en varð henni fljótt mikilvægur. „Ég er ekki tilbúin að hætta. Þetta er í raun ástríða, eins og listirnar oft eru, og viðburða- og sýningastarfsemi er svo skemmtileg. Ég vinn með mörgu ólíku og skemmtilegu fólki og hef gaman af því að hver og einn er með sína sérvisku.“ Eftir Auði Aðalsteinsdóttur „Ég er svo montin með þetta að ég segi oft að þetta sé andlit Listagilsins,“ segir myndlistarkonan Dagrún Matthíasdóttir um galleríið sitt Mjólkurbúðina, og hlær hjartanlega. Hún hefur nokkuð til síns máls. Stórir gluggar gallerísins gera það að verkum að myndlistin þar blasir við hverjum sem framhjá fer. „Alla daga er straumur fólks hér í Gilinu og því fáum við mjög marga gluggagesti. Það má segja að hér sé alltaf opin sýning.“ Alltaf opið fyrir gluggagesti YFIRLESIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.