Spássían - 2013, Síða 14

Spássían - 2013, Síða 14
14 umbreyta dauðum í lifandi dauða þræla sem fylgja skipunum þeirra hugsunar- og gagnrýnislaust, ekki ósvipað uppvakningadraugum og sendingum íslenskra þjóðsagna. Sú ímynd uppvakningsins er ríkjandi í hryllingskvikmyndum fyrir tíð leikstjórans romero, en bestu dæmin eru líklega White Zombie (1932), sem skartar Bela Lugosi í hlutverki uppvekjandi galdramanns, og I Walked With A Zombie (1943), vúdú- hrylli úr smiðju stílistans Val Lewton. Hinir klassísku uppvakningar byggja á rótgróinni tvíhyggju sem gerir ráð fyrir aðskilnaði á milli þess andlega og líkamlega; að hægt sé að taka andann úr líkama mannsins og eftir standi sálarlaus leikbrúða sem hægt er að ráðskast með.  Slík viðhorf hafa fylgt vestrænu samfélagi í að minnsta kosti tvö árþúsund, eru m.a. burðarstólpi í hugmyndum kristinnar trúar, og því ekki að furða að tvíhyggjan hafi enn gríðarsterk áhrif á okkar samtíma. Engu að síður hefur hugmyndin um aðskilnað sálar (tilfinningalífs, rökhugsunar og svo framvegis) og líkama (innantóms hylkis til að hýsa allt hitt) orðið fyrir róttækum árásum frá síðari tíma vísindum. Einkum og sér í lagi taugafræðinni sem gefur nú til kynna að rökhugsun og tilfinningar séu áþreifanleg fyrirbæri, í þeirri merkingu að þau búi yfir líkamlegum rótum og spretti ekki upp úr einhvers konar guðlegum eða yfirnáttúrulegum utanaðkomandi krafti. Mannshugurinn, meðvitundin, sálin og andinn verða þannig íklædd holdi, hluti af symbíósu sem ekki er hægt að skilja í sundur. Tvíhyggja líkama og sálar er úrelt á tímum taugafræðinnar. Mannfólk er alltaf samtímis andlegar og líkamlegar verur, hugur og líkami eru eitt. Dýrum hefur gjarnan verið stillt upp í andstæðupar við mannfólk í vestrænni hugmyndasögu, þar sem rökhugsun og tilfinningar eru álitnar „mennskir“ eiginleikar og dýr talin vera knúin áfram fyrst og fremst af eðlisávísun, eða sem úrverk, eins og Descartes hélt fram á sínum tíma. Með öðrum orðum hafa dýr verið álitin „tómir“ líkamar og einungis mannfólk verið gætt sálarlífi, anda sem hægt er að taka burt og senda upp til himna eða niður til heljar. Þannig má bera stöðu uppvakningsins saman við gamlar hugmyndir um stöðu annarra dýra hvað varðar tvíhyggju líkama og sálar. Þróunarfræðin hefur hins vegar kennt okkur að dýr eru náskyld mannfólki og búa yfir sínu eigin tilfinningalífi og hugsunum, og þótt innra líf dýra kunni að vera ólíkt okkar að einhverju leyti, þá stendur skyldleikinn okkur svo nærri að gera má ráð fyrir ýmsum sameiginlegum þáttum sem teygja sig þvers og kruss yfir tegundamörkin. Einkaréttur „sálarinnar“ (og þannig mannsins) á því að finna til, hugsa og eiga sér innra líf er því löngu fallinn úr gildi, vísindalega séð. Hið andlega er hvorki mannlegt né hið líkamlega dýrslegt, vegna þess að hið líkamlega/dýrslega er óaðskiljanlegur hluti af hinu andlega/mannlega og öfugt. Innan darwinískrar heimsmyndar liggja engar skýrar, skarpar, aðgreinandi línur á milli manna og annarra dýra. En hvað með hina viti bornu uppvakninga?  Þegar romero sendi frá sér Nótt hinna lifandi dauðu varð ákveðin bylting í málefnum uppvakninga, vegna þess að leikstjórinn sleit öll tengsl við galdramennsku og haitíska þjóðtrú með því að gera ástæður umbreytinganna óljósar, og gerði þar með lítið úr þeim. Það skipti ekki máli nákvæmlega hvernig eða hvers vegna hinir dauðu risu upp; það bara gerðist og afleiðingarnar fengu í staðinn allan fókusinn. Þessi útúrsnúningur á uppruna uppvakninga varð til þess að uppvakningasögur fengu algjört frelsi. Skrímslin þurftu ekki lengur á útskýringu að halda og gátu stokkið fram á sjónarsvið hryllingsmynda nánast án nokkurrar kynningar. Sprengjuna sem varð í uppvakningamyndum næsta áratuginn (sprengja sem er nú að endurtaka sig í hryllingsheimum) má m.a. rekja til þeirrar frelsunar (og auðvitað líka til vinsælda Nætur hinna lifandi dauðu hjá almenningi). Enda gera flestar uppvakningamyndir litla tilraun til að útskýra tilkomu skrímslanna, utan þess að minnast óljóst á einhvers konar stórslys eða vírus sem kom öllu af stað. Flestar uppvakningamyndir hefja leikinn in medias res og gera ráð fyrir að áhorfendur séu nægilega læsir á geirann til að láta það ekki trufla sig. romero færði þannig uppvakninga úr klóm vúdú-trúarbragða og ruddi þeim braut inn í nútíma sagnahefð. En þrátt fyrir þetta nýja frelsi og breytta tíma eru uppvakningar enn nokkuð kyrfilega fastir undir hæl hinnar kristnu hefðar sem viðheldur úreltum hugmyndum um tvíhyggju líkama og sálar. Síð-DArwiNíSk SkríMSLi Ungi maðurinn sem ráfar um flugvöllinn brýtur upp hefðir uppvakningamynda með því að vera sjálfur sögumaðurinn, stílbragð sem kemur úr samnefndri bók eftir Isaac Marion sem myndin byggir á. Hið lifandi dauða sjónarhorn gefur til kynna að í huga allra uppvakninganna sé hugsanaflæði í gangi, tilraunir til að halda í minningar, til að skilja sjálfan sig og umheiminn, þótt hugsanirnar séu kannski ólíkar þeim sem herja á lifandi mannfólk. Að sama skapi sýna uppvakningarnir ákveðið tilfinninganæmi, þar sem lifandi dauð söguhetjan verður m.a. skotin í lifandi stúlku, og þeir eru því bersýnilega ekki svo óskyldir lifandi frændum sínum, þótt matarsiðir þeirra séu öðruvísi. Uppvakningarnir í Volgum kroppum nærast á lifandi mannsheilum, rétt eins og hefðin MANNSHUGUrINN, MEðVITUNDIN, SÁLIN OG ANDINN VErðA ÞANNIG ÍKLæDD HOLDI, HLUTI AF SyMBÍÓSU SEM EKKI Er HæGT Að SKILJA Í SUNDUr „

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.