Spássían - 2013, Qupperneq 15

Spássían - 2013, Qupperneq 15
15 segir til um, en nýbreytnin hér er að með hverjum heila sem þeir éta komast þeir nær því að verða mannlegir á ný. Þeim er því mögulegt að hljóta aftur líf, sem er markmið aðalpersónunnar svo hann og sú heittelskaða geti átt sér framtíð saman, og skera sig þannig úr vanabundinni framsetningu á uppvakningum í gegnum kvikmyndasöguna. Hefðbundnir uppvakningar eru til staðar í myndinni, en þeir kallast Beinar („Bonies“) og eru í raun zombíur sem hafa misst öll tengsl við hið mennska innanborðs. Beinarnir láta aðra uppvakninga í friði, en eru annars hinar heilalausu og andlausu skeljar sem áhorfendur hafa vanist að sjá í slíkum myndum. Þannig viðheldur Volgir kroppar tvíhyggjunni að vissu leyti, með því að gera heilann að gátt inn í mannheima og halda í hugmyndina um „tóma“ líkama, en teygir engu að síður á henni með því að opna inn á skrítið millistig þar sem andstæðurnar mætast. Þar geta uppvakningar verið bæði-og, að hluta til „villidýr“, að hluta til „mennskir“. Enn fremur brúar sagan bilið á milli hins andlega og líkamlega með því að gera heilann að líkamlegri uppsprettu andans, sem þarf að innbyrða bókstaflega í gegnum átu til að eignast sálarlíf á ný.  Tilfinninganæmir uppvakningar eru ekki uppfinning Volgra kroppa. Færa má rök fyrir því að Frankenstein skrímslið, í leikstjórn James Whale, hafi sýnt mörg einkenni þeirra strax á fjórða áratugnum (þótt skrímslið sé tæknilega séð ekki uppvakningur) og efnið hefur verið skoðað skemmtilega í nýlegum myndum á borð við Brúðkaupsferð uppvakningsins (Zombie Honeymoon, 2004), að ógleymdum tilraunum romero með efnið, bæði í Degi hinna dauðu (Day of the Dead, 1985) og Landi hinna dauðu (Land of the Dead, 2005), en allar þessar myndir ættu skilið nánari greiningu sem ekki er pláss fyrir hér. Ljóst er að tilfinninganæmir uppvakningar eru jafnt og þétt að skríða inn í hryllingsmenninguna og þeir eru meira en bara útúrsnúningur á hefðum eða væmin tilraun til að troða ástarsögu inn í uppvakningamynd sem einhvers konar Twilight-eftirhermu. Allar þessar tilfinningalegu uppvakningamyndir eiga það sameiginlegt að sýna „skrímsli“ sem búa yfir innra lífi og persónuleikum, en mannfólk gerir sér ekki grein fyrir því vegna misbrests á samskiptum. Uppvakningar geta ekki talað mennskt mál og sagt okkur frá hugsunum og tilfinningum, rétt eins og „skortur“ á mennskri tungu hefur verið notaður til að hafna innra lífi og tilfinningum annarra dýra, hugmynd sem var vandlega umbylt með tilkomu þróunarfræðinnar.  En bilun í samskiptum – hvort sem það er uppvakningunum að kenna fyrir að tala ekki, eða mannfólkinu fyrir að hlusta ekki – þýðir ekki að innra líf sé ómögulegt eða ekki til staðar. Þegar mennska stúlkan í Volgum kroppum leyfir sér að hlusta á muldrið í hinum lifandi dauða dreng sér hún nýjar hliðar á skrímslinu, en þar er endurkoma tungumálsins ein af vísbendingunum um að uppvakningarnir séu að „læknast“. Að sama skapi hafa nútímarannsóknir á innra lífi annarra dýra færst frá kröfunni um að tala tungumál og í átt að hugmyndum um að alls kyns tjáning, hljóðræn jafnt sem líkamleg, geti verið merkingarbær í sjálfu sér. Séu forsendur Volgra kroppa um raddlaust sálarlíf yfirfærðar á aðrar uppvakningamyndir og hugurinn opnaður fyrir því að mögulega hafi zombíurnar alltaf verið meira en bara heiladauðar maskínur og að við séum hreinlega lituð af fordómum tvíhyggjunnar, þá blasir allt önnur heimsmynd við. Veröld þar sem aðgreining hins andlega og líkamlega er ekki svo einföld, skilgreiningar á því sem er „mannlegt“ og „ekki mannlegt“ verða óskýrar, og þar með verða skrímslin líka snöggtum áhugaverðari. Eins og afskræmd afsprengi tilrauna Dr. Moreaus í skáldsögu H.G. Wells, þar sem hryllingurinn á sér uppsprettu í óljósum mörkum á milli manna og annarra dýrategunda í eftirleik darwinismans, þá halda tilfinninganæmu uppvakningarnir brotnum spegli upp að áhorfendum. Þeir eru við, við erum þeir. Skrímslin okkar stíga einu skrefi nær samtímanum, burt frá gömlum hefðum. Veröldin verður grá en ekki þægilega svarthvít, tvíhyggjan titrar og skelfur, og myndhverfingin sem áður var hrekkur í sundur, verður bókstafleg, holdi klædd og þeim mun hryllilegri. Shaun of the Dead (2004) heldur fast í hinar gömlu uppvakningahefðir. Uppvakningarnir eru ekki lengur mannlegir eftir að þeir smitast þrátt fyrir að Shaun haldi í „vináttu“ við besta vin sinn eftir dauðann, með því að geyma hann úti í skúr og spila við hann tölvuleiki, sem er álíka heiladautt líf og þeir áttu saman fyrir atburði myndarinnar. Skáldsagan I Am Legend eftir richard Matheson kom út árið 1954 og er talin vera sú uppspretta sem nútímauppvakningamyndir sækja í þótt strangt til tekið fjalli hún um vampírur en ekki uppvakninga. Hún var færð í kvikmyndabúning árið 2007 en sú útgáfa fékk á sig töluverða gagnrýni því hún sneri boðskapnum, sem finna mátti í bókinni, við. Undir lok hennar kemur nefnilega í ljós að hinir lifandi dauðu eru viti bornar verur sem búa yfir sínu eigin samfélagi og að aðalsöguhetjan sem barðist gegn þeim er hið eiginlega skrímsli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.