Spássían - 2013, Side 16

Spássían - 2013, Side 16
16 Fyrir SíðuStu jóL koMu út Þrjár bækur SeM eiGA ÞAð SAMeiGinLeGt Að FjALLA uM eLDri Menn SeM yFirGeFA LíFið. en Þeir HverFA ekki SnöGGLeGA HeLDur DoFnAr HæGt yFir ÞeiM oG Þeir ÞvæLASt LenGi uM einS oG LiFAnDi DAuðir ÞAr tiL ÞAð SLokknAr LokS ALveG á ÞeiM. Í ÖLLUM bókunum þremur, Íslendingablokk eftir Pétur Gunnarsson, Suðurglugganum eftir Gyrði Elíasson og Fjarverunni eftir Braga Ólafsson, felur upphaf frásagnarinnar þegar endinn í sér. „Það kvöldar í lífi okkar allra“, segir í upphafskafla Fjarverunnar (10), og þótt Íslendingablokk hefjist á fyrsta degi ársins er sá dagur hluti af ævikvöldi sögupersónunnar Indriða og hefst á heimsókn hans að sínu eigin leiði í kirkjugarðinum. Þar hefur honum verið markaður staður við hlið látinnar eiginkonu og hann hefur þegar látið grafa nafn sitt á legsteininn. Við fáum líka strax að vita að Indriði hefur fengið hjartaáfall og blóðtappa í heila og gengur ekki heill til skógar lengur. Hann hafði „verið kominn með annan fótinn í gröfina þegar eitthvað togaði í hann“ en sá fótur er áfram „hálf eitthvað draugslegur“ (12).  Í Íslendingablokk eru raktar samhliða sögur nokkurra persóna, sem tengjast á ýmsa vegu. Margar þeirra eru eldri karlar sem eru utangátta í tækni nútímans, auk þess að ganga í gegnum þann „hreinsunareld“ að upplifa erfitt samband við spegilinn, sem birtir sífellt ókunnuglegra andlit (40), og finna „hvernig manni förlast með árunum, glompurnar sem koma í minnið […] Sálin á brott jafnvel áður en menn eru allir“ (62). Þar má helst nefna lýsingar á sambandi kunningjanna Indriða og Hreggviðar sem hafa eins og dagað uppi saman: „[...] lengst af höfðu konurnar staðið á milli þeirra og jafnað bilin, nú höfðu þær verið numdar brott og þá blöstu þeir hvor við öðrum líkt og tvö fjöll þegar vegagerðin er búin að moka burt millifjallinu“ (25). Önnur sögupersóna, Addi, á það sameiginlegt með þeim að hafa misst konuna sína, rakel, og við hliðina á gröf hennar bíður hans líka tilbúið stæði, en í kjölfar andláts hennar sannreynir hann að „þegar þú slekkur á heiminum, slekkur heimurinn á þér“ (30). Þó kemur fram að slíkt „brotthvarf“ úr þessum heimi þarf ekki að vera endir alls: „Dauði rakelar hafði með vissum hætti opnað sálarglugga Adda. Hann gekk í Sálarrannsóknarfélagið og hafði vakandi auga með öllu sem út kom á andlega sviðinu.“ (32) FAgNAðArEriNDi Pælingar um framhaldslíf, endurfæðingu og hreinsunareld eru fyrirferðarmiklar í Íslendingablokk. Séra Flóki er sögupersóna sem legið hefur í dái og rankað við sér trúlaus en leitandi. Svo er það Tommi, sem týndist í útlöndum og var talinn dauður en reynist lifandi. Enn ein persónan ætlar að fremja sjálfsmorð en er fyrir tilviljun trufluð og fær í kjölfarið þá köllun að hjálpa öðrum. Sögupersónurnar í Íslendingablokk upplifa því margar hverjar að vera staddar á mörkum lífs og dauða og/eða andlega leitandi - a.m.k. karlarnir. Konurnar virðast, eins og svo margar kvenpersónur bókmenntasögunnar, upp til hópa jarðbundnari, og þær leiða háleitar samræður oft í praktískan farveg. Karlarnir spá hins vegar í kosmólógíu eða búddisma, einn hlustar á miðilsfund í útvarpinu, annar mætir á andlega samkomu og gönguhópur á Esjunni fær fjallræðu hjá hinum leitandi séra Flóka. Það er því pétur gunnarsson. Íslendingablokk. JpV. 2012. YFIRLESIÐ

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.