Spássían - 2013, Blaðsíða 22
22
Flaskan á eldhússkápnum í Fjarverunni á sér hliðstæðu
í Suðurglugganum, en þar er það ginflaska, Gordon‘s
Dry, sem „stendur óhreyfð uppi á eldhússkápnum“
(101). Sögumaðurinn í Suðurglugganum þorir þó „ekki
að hætta alveg að drekka“ (116) og reynir að halda sér
við með bjórþambi í þau fáu skipti sem hann bregður
sér í bæinn, sem gefur til kynna þá hugmynd að
áfengið sé í augum hans nokkurs konar taug við lífið
sjálft, tenging sem er smám saman að rofna. Og það
má ef til vill líka heimfæra upp á samband Ármanns
við áfengið, sem ógnar heilsu hans en verður oft
eins og eini drifkraftur atburðanna í lífi hans. Í tilviki
Ármanns er áfengið því í senn lífsins vatn og dauðans
og undir lokin er ljóst flaskan er honum of krefjandi,
engu síður en Esther. Því er ekki að undra að uppgjöf
hans gagnvart þeim helst í hendur, þar sem hann
tekur upp flösku sem hefur verið „kysst af Esther“
(201):
Hann leggur glasið síðan frá sér, tekur upp
flöskuna og ber stútinn upp að vörunum, hægt og
yfirvegað, án þess að láta renna úr honum. Þannig
heldur hann flöskunni svolitla stund; svo hallar
hann henni upp og tekur stóran sopa“ (206).
Þessi sena er eitt af fáum merkjum um að lesa megi
hefðbundinn, aristótelískan söguþráð úr verki
Braga, en hér verða vissulega hvörf sem leiða til
ákveðinna söguloka. Í ritdómi á Bókmenntavefnum
segir úlfhildur Dagsdóttir reyndar að í Fjarverunni
hafi Bragi Ólafsson „á vissan hátt fullkomnað þá
margvíslegu höfnun atburðarásar sem einkenndi
[fyrri bækur hans] Sendiherrann og Handritið“, þótt
hún taki jafnframt réttilega fram að „[m]itt í þeirri
fullkomnu ördeyðu atburða sem einkenna alla
‚framvindu‘ verksins er svo margt að gerast að það
hálfa hefði verið nóg.“5 Og í raun má segja að höfnun
hefðbundinnar atburðarásar einkenni að einhverju
leyti öll þrjú verkin sem hér hafa verið til umfjöllunar.
Í Fjarverunni felst sú höfnun einna helst í þeim
frásagnarmáta að vísa með hugrenningatengslum
óbeint til atburðarásar sem lesandi þarf svo sjálfur að
púsla saman í höfði sér – og ef til vill munu engir tveir
lesendur gera það á sama hátt.
HVErFuLLEikiNN Er DAuFur kArL
Hverfulleikinn er daufur karl með sölnaðan
ritvélarborða, samkvæmt þeirri mynd sem hér hefur
verið dregin upp, en Íslendingablokk, Suðurglugginn
og Fjarveran hverfast allar í kringum tilraunir til að
miðla veruleika okkar, varðveita hverfula tilveru okkar,
gegnum frásögn. Í þeim er einnig sterk meðvitund
um máttleysi slíkra tilrauna. Það endurspeglast ekki
síst í þeirri staðreynd að í öllum verkunum má finna
ókláraðar bækur, bækur sem ekki eru gefnar út og
ekki lesnar. Í lokin standa reyndar eftir handrit eða
hugmynd að handriti. En hvað í þeim stendur og hvað
af þeim verður vitum við ekki.
1 „Orð um bækur“, RÚV , viðtal Jórunnar Sigurðardóttur við Pétur
Gunnarsson, 20. janúar 2013, sótt 11. maí 2013 af http://www.ruv.is/
sarpurinn/ord-um-baekur/20012013-0. 2 Sama. 3 robert Messenger:
„Typing Writers: An endangered species (but not yet extinct)“, The
Canberra Times, 14. febrúar, 2009, 16-17. Sótt 31. mars 2013 af http://
site.xavier.edu/polt/typewriters/typingwriters.pdf. 4 Sama. 5 úlfhildur
Dagsdóttir: „Fögnuður prófarkanna“, Bókmenntavefurinn, desember
2012, sótt 11. maí 2013 af http://bokmenntir.is/desktopdefault.aspx/
tabid-3409/5648_read-34237/.
ÍSlendingablokk,
Suðurglugginn og
fjarveran hverfaSt
allar Í kringum
tilraunir til að miðla
veruleika okkar,
varðveita hverfula
tilveru okkar, gegnum
fráSögn. Í þeim er einnig
Sterk meðvitund
um máttleySi SlÍkra
tilrauna.
„
Samtök forstöðumanna
almenningsbókasafna