Spássían - 2013, Síða 39
39
áður verið gert á Íslandi af hálfu ríkisins. Viðhorfið
hefur verið að stjórnvöld eigi ekki að hafa skoðun á
menningu en auðvitað hafa stjórnvöld haft skoðun á
menningu, sem hefur til að mynda birst í því hvernig
þau hafa sett fé í hana og hvaða lög þau hafa sett.
Mér hefur því alltaf fundist þetta falsrök; einhver
afskiptaleysisstefna sem gildir ekki í raun og veru. Það
að þingið hafi samþykkt að það sé eðlilegt að hafa
hér stefnu í menningarmálum, eins og við erum með
heilbrigðisstefnu og samgöngustefnu, færir okkur líka
nær því viðhorfi að menningin sé eðlilegur hluti af
samfélaginu.“
HVAð Er ÞJóðLEgT?
Um þá ákvörðun nýrrar stjórnar, að færa
málefni sem skilgreind eru sem „þjóðmenning“
frá menningarmálaráðuneytinu og undir
forsætisráðuneytið, segir Katrín að sér finnist það
sérkennileg tilhögun. „Því að ég tel raunar ekki
hægt að skipta menningu upp eftir landamærum.
Samkvæmt fréttum úr stjórnarráðinu snýst þessi
tilfærsla um Minjastofnun, Þjóðminjasafnið og
Árnastofnun en ekki til að mynda um Þjóðleikhúsið
eða Listasafn Íslands. Ég spyr mig: Hver getur
dregið slíka markalínu og skilgreint einhverja
tiltekna menningu sem „þjóðlega“? Því með slíkri
aðgreiningu er um leið verið að skilgreina aðra
menningu sem eitthvað annað — þá væntanlega
síður þjóðlega. Þannig að ég tel þessa aðgreiningu
sérkennilega og mér finnst það ekki góð þróun ef
stjórnvöld telja sig þess umkomin að fara í slíkar
skilgreiningar. Þá finnst mér vægast sagt sérkennilegt
að setja rannsóknastofnun á borð við Árnastofnun
undir forsætisráðuneytið – slík stofnun á að vera í
samstarfi við háskóla og vísindasamfélagið sem allt
heyrir þá undir annað ráðuneyti. Mér finnst þetta
nokkuð gamaldags sýn þar sem reynt er að lyfta
ákveðnum hluta menningar en litið framhjá samspili
hins þjóðlega og alþjóðlega og samspili rannsókna,
nýsköpunar og varðveislu. En þetta á eftir að skýrast
nánar vænti ég.“
VErði Ekki TEkið TiL BAkA
Þegar Katrín er spurð að því hvað hún telji mikilvægast
að leggja áherslu á í menningarmálum í nánustu
framtíð segir hún það tvíþætt. „Ég myndi vilja sjá
áframhaldandi fjárfestingu í sjóðum sem styðja við
grasrótarstarfsemi En það er auðvitað áhyggjuefni
að þegar farið var í fjárfestingar í sjóðum og gerð
var fjárfestingaáætlun fyrir árin 2013-1015 töluðu
einhverjir einstaklingar úr þeim flokkum sem nú taka
við völdum um skapandi greinar sem gæluverkefni.
En þetta snýst alls ekki um eitthvað dedú sem einhver
ráðherra hefur gaman af. Ég myndi til dæmis ekki vilja
sjá tekna til baka alla þá eflingu sem gert er ráð fyrir í
fjárfestingaáætlun, þar sem við sjáum Kvikmyndasjóð
tvöfaldaðan, bókmenntasjóður fékk innspýtingu, sem
og tónlistarsjóður og leiklistarsjóður. Þá á að setja
á laggirnar nýjan myndlistarsjóð, sem aldrei hefur
verið, og nýjan hönnunarsjóð. Þetta er allt lykill að
vaxandi uppgangi þessara greina. Og það er svo miklu
auðveldara að kippa svoleiðis úr sambandi en heilli
stofnun. En ég ætla bara að trúa því að það verði ekki
gert. Mér heyrðust nú allir flokkar vera farnir að tala
um hinar skapandi greinar fyrir kosningar. Hitt atriðið
sem mér finnst mikilvægt er að nú verði líka horft
til uppbyggingar stofnana. Eftir mikinn niðurskurð
höfum við snúið vörn í sókn hvað sjóðina varðar, með
því að fá þá fjármuni sem settir voru í fjárfestingar af
hálfu ríkisins að hluta til þar inn, en stofnanir eru allar
HVEr GETUr DrEGIð SLÍKA
MArKALÍNU OG SKILGrEINT
EINHVErJA TILTEKNA MENNINGU
SEM „ÞJÓðLEGA“? ... MÉr FINNST
ÞETTA NOKKUð GAMALDAGS SýN.