Spássían - 2013, Síða 46

Spássían - 2013, Síða 46
46 „ÁrIð 2008 einsetti ég mér að setja upp fimmtíu sýningar á milli 45 og 50 ára afmælis míns,“ segir Aðalheiður. „Verkefnið nefnist réttardagur 50 sýninga röð og þessar sjö sýningar eru lokahnykkurinn. Ég á afmæli 23. júní en sýningarnar opna klukkan 10 um kvöldið þann 22. júní og verður glaumur fram yfir miðnætti. Það verða ýmsir viðburðir í gangi, ljóðalestur, tónlist, gjörningar, tískusýning og fleira. Þetta er frábær leið til að halda afmæli og svo er alltaf gaman að ljúka ákveðnum áfanga. Þegar maður setur sér markmið er afskaplega gott að ná þeim.“  Sýningarnar fimmtíu hafa verið settar upp í öllum landshornum hér heima, en Aðalheiður hefur einnig sýnt erlendis; í Bretlandi, Danmörku, Þýskalandi og Hollandi, og að meðaltali hafa þetta verið um tíu einkasýningar á ári, sem telst nokkuð mikið. „Þetta hefur allt gengið samkvæmt áætlun og auðvitað verið gaman, krefjandi og lærdómsríkt. Það er líka skemmtilegt að kafa aðeins í þessa íslensku menningu því sýningarnar hafa allar fjallað um íslensku sauðkindina og þá menningu sem henni tengist.“  Þegar Aðalheiður er spurð hvort hún sé þá ekki orðin sérfræðingur í íslensku sauðkindinni hlær hún við. „Ég er farin að skrapa eitthvað af yfirborðinu en ég held að mér myndi ekki endast ævin til að fullkanna það viðfangsefni. Bændamenningin er sterk í íslensku þjóðarsálinni. Fólk tengist henni sterkum böndum og ég fjalla um fólkið, tengslin við sauðkindina og þetta daglega líf sem tengist sveitunum en jafnframt íslensku lífi almennt.“  Sýningarnar hefur Aðalheiður tengt dagatali sauðkindarinnar, eins og hún kallar það; fjallað um sauðburð á vorin og slátrun á haustin svo dæmi séu tekin. Hún hefur einnig unnið sýningar í samstarfi við aðra listamenn og skapandi fólk og segir að þá komi oft önnur og skemmtileg sjónarhorn á viðfangsefnið. „Á Akureyri tekur til dæmis fjöldi fólks þátt í sýningunum, allt listamenn sem eiga tengsl við Akureyri. Þær sýningar eru eins og yfirlit og binda saman allar þessar sýningar sem ég hef sett upp síðustu árin; Sauðburður heitir ein sýningin, réttardagur heitir önnur, svo er réttarkaffi, Slátrun, Fengitími, Á fjalli og Þorrablót.“  Það er viðeigandi að ljúka þessari seríu í Listagilinu, að mati Aðalheiðar, en þar hóf hún sinn feril. „Ég var með vinnustofur þar og vann þar sjálfboðastarf í fimmtán ár; aðstoðaði við uppbyggingu á húsum, tók þátt í safnakennslu í listasafninu og var listamönnum innan handar. Þetta umhverfi allt saman hjálpaði mér af stað með það sem ég er að gera. Þá er gott að geta borgað fyrir sig með því að setja upp svona stóra sýningu.“ Hún segir að gilið hafi tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina, eins MYNDLiSTArkONAN AðALHEiður S. EYSTEiNSDóTTir, SEM HÉr á LANDi Er ÞEkkTuST FYrir EiNSTAkA TrÉSkúLpTúrA SíNA AF FóLki Og DýruM, FAgNAr MErkiLEguM TíMAMóTuM á JóNSMESSuNNi MEð OpNuN SJö SýNiNgA í LiSTAgiLiNu á AkurEYri. ÞAr HELDur HúN í SENN upp á FiMMTugSAFMæLi SiTT Og SETur LOkApuNkTiNN Við SýNiNgAröð SEM TELur Nú FiMMTíu SýNiNgAr. Eftir Auði Aðalsteinsdóttur og fimmtíu árum Fagnar fimmtíu sýningum

x

Spássían

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.