Spássían - 2013, Blaðsíða 53

Spássían - 2013, Blaðsíða 53
53 YFIRLESIn inn. Hof kemur þó ekki í staðinn fyrir neitt sem fyrir var. Leikfélag Akureyrar er til dæmis enn staðsett í Samkomuhúsinu, sem er frábært hús, en hins vegar opnast hér ný tækifæri til að setja upp stærri sýningar. Það er algjör bylting að hafa 500 sæta sal fyrir tónleika eða leiksýningar en fram að þessu var Samkomuhúsið með stærsta salinn í bænum, sem tekur 200 manns í sæti. Margir viðburðir standa ekki undir sér með þann sætafjölda. Við höfum líka verið með myndlistarsýningar hér í anddyrinu en þær koma ekki í staðinn fyrir neitt í Listagilinu heldur eru frekar til þess fallnar að vekja athygli og áhuga á því starfi sem þar er unnið. Munurinn er ef til vill mestur fyrir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Hún fær í fyrsta skipti æfingaaðstöðu og tónleikaaðstöðu sem er hugsuð sem slík. Hitt hlutverk okkar eru verkefni sem snúa að ferðaþjónustunni, og þá aðallega því að skapa aðstöðu til ráðstefnu- og fundarhalda og að markaðssetja svæðið í tengslum við slíka viðburði. Þau verkefni vinnum við mikið með Akureyrarstofu, hótelum og ferðaþjónustuaðilum á svæðinu. Því þótt aðstaða á borð við þá sem nú er til í Hofi sé forsenda fyrir því að hægt sé að halda hér ráðstefnur þurfa gestir líka að hafa trú á öllu stoðkerfinu; samgöngurnar þurfa að vera í lagi, svo og gistiaðstaða. Þetta er því átak sem margir á svæðinu þurfa að koma að.“ MikiL gAgNrýNi Líkt og Harpa var bygging menningarhússins Hofs töluvert gagnrýnd, sérstaklega eftir hrunið, og Ingibjörg Ösp segir það hafa verið ljóst frá upphafi húsið mætti ekki verða „elítuhús“ ef skapast ætti sátt um það. „Gagnrýnin var mikil og skiptar skoðanir alveg fram að opnun. Í raun gat maður ekki gert annað en sýnt þessari gagnrýni skilning. Þetta var erfiður tími, í miðri kreppu og hruni, og enginn vissi hvað yrði. Húsið er að auki þannig staðsett að flestir bæjarbúar keyrðu fram hjá því oft á dag, voru að koma úr skólanum eða leikskólanum þar sem verið var að skerða þjónustu eða af vinnustöðum þar sem var verið að segja upp fólki. Það var því tilvalinn blóraböggull. Auðvitað reyndum við að upplýsa um það hvað við ætluðum að gera en fyrst og fremst ákváðum við bara að draga djúpt andann og treysta því að eftir opnun hússins gætum við sýnt fram á hve mikilvægt það væri að þessi aðstaða yrði til hérna. Það tel ég að hafi tekist.“ HVErNig HúS? „Þegar ég kem upphaflega að verkefninu árið 2008 var fjölmörgum spurningum enn ósvarað. Hverjar eiga áherslurnar að vera? Eiga allir að hafa aðgang að húsinu? Á að vera listrænn stjórnandi? Á að framleiða viðburði? Vinnan sem fór í að svara þeim var mjög gagnleg og ég held að niðurstaðan hafi verið góð. Við höfum að minnsta kosti ekki gert neinar grundvallarbreytingar þótt við séum auðvitað alltaf að lagfæra eitthvað.“  Því til stuðnings nefnir Ingibjörg Ösp að orðið hafi viðsnúningur í viðhorfi fólks til hússins. „Það gerðist nánast á einni nóttu, um leið og húsið var opnað. Þegar dagskráin var kynnt og fólk sá að það ættu allir erindi hingað, að hér myndu allir finna eitthvað við sitt hæfi. Ég held að það hafi gert gæfumuninn. Svo náðum við strax inn fundum og ráðstefnum og þá finnur fólk í atvinnurekstri, og þá aðallega verslun og þjónustu, að það skapast umferð hérna sem skiptir miklu máli. Við létum gera viðhorfskönnun til hússins í haust og þá sögðust 82,4% aðspurðra vera jákvæð gagnvart starfsemi hússins hingað til og 87,2% sögðust telja starfsemina mikilvæga fyrir bæjarfélagið. En það hefur SamStarf af ýmSu tagi hefur reynSt lykilhugtak Í StarfSemi hofS. Skemmtilegt dæmi eru útvarpSþættirnir geStir út um allt. einn Sunnudag Í mánuði eru margrét blöndal og felix bergSSon af ráS 2 með tveggja tÍma Skemmtun og tónleika Í beinni útSendingu, uppi á Sviði og með geStum Í Sal. „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.