Spássían - 2013, Qupperneq 54

Spássían - 2013, Qupperneq 54
54 örugglega verið átak fyrir marga að koma hingað í fyrsta skipti, það er auðvelt að ímynda sér það eftir alla þessa neikvæðu umræðu. Ég hef oft dáðst að þeim sem höfðu hugrekki til að skipta um skoðun, eins og margir gerðu.“ ENgiNN LiSTræNN STJórNANDi Eitt af því sem hefur þó verið umdeilt við stefnu hússins er að þar er enginn listrænn stjórnandi, en Ingibjörg Ösp er viðskiptafræðimenntuð. „Þegar sú ákvörðun hefur verið tekin að húsið sé ekki í framleiðslu viðburða, og til þess er ekkert fjármagn, þá vaknar spurningin hvert hlutverk listræns stjórnanda ætti að vera. Niðurstaða okkar var sú að á meðan við erum ekki að framleiða viðburði, og á meðan við erum að reyna að hámarka nýtingu hússins, þá er okkar hlutverk fyrst og fremst að laða sem flesta og fjölbreyttasta viðburði að húsinu. Við viljum að sem flestir fái tækifæri til að nota aðstöðuna hér. Við gerum samt þá kröfu að fólk geri sitt besta, þannig að Íslenski dansflokkurinn kemur hingað á sínum forsendum en líka nemendur úr Point dansskólanum hérna. Þessir viðburðir eru auðvitað eins og svart og hvítt en eiga það sameiginlegt að allir leggja allan sinn metnað í þá og gera sannarlega sitt besta. Og það hefur aldrei komið upp sú staða að einhver hafi viljað leigja aðstöðu hér og við talið það vafasamt. Svo kemst Akureyrarbær ef til vill einhvern tíma í þá stöðu að hér verði hægt að framleiða viðburði. Þá skapast grundvöllur fyrir því að hafa hérna listrænan stjórnanda.“ HáMArkA NýTiNguNA Fyrst og fremst hefur verið unnið markvisst að því að ná sem breiðustum hóp inn í menningarhúsið. Í því skyni er m.a. boðið upp á fjölskyldumorgna, námskeið, skoðunarferðir, kynningar, barnamenningarhátíð og jafnvel ratleiki. „Það skapast mikið líf í kringum tónlistarskólann sem er hér til húsa, það gefur okkur heilmikið. En við viljum ekki bara fá krakkana til okkar, við bjóðum líka eldri borgurum í kaffi og á tónlistarviðburði. Við reynum alltaf að halda ákveðnu jafnvægi. Við viljum hafa klassík en við viljum líka fylla húsið nokkrum sinnum á ári af framhaldsskólanemendum og þá höfum við samband við Ara Eldjárn og Skálmöld. Og ekki má gleyma kóramótinu. Áhugafólk um tónlist er jú margt í kórum svo við ákváðum að prófa að bjóða kórum af svæðinu hingað inn, en samhliða vorum við með fyrirlestra, markað og fleira. Það var ótrúlega gaman og það eru fleiri sem eiga í húsinu eftir svona uppákomur. Hluti af okkar skyldum er að hámarka nýtingu hússins og önnur skylda er að markaðssetja það og mér finnst að þessir samfélagslegu viðburðir séu leið að þessu tvennu og þar með það dýrmætasta sem við getum gert. Okkar meginmarkmið er að reyna að stuðla að sem mestu og bestu framboði á menningu á Akureyri og við hvetjum listamenn af landinu öllu til að sækja okkur heim. Smám saman hættir fólk að horfa á húsið sem einhverja milljarða eða einhverja steinsteypu; fólk eignast minningar héðan og býr til sínar persónulegu tengingar við húsið. Nú snýst umræðan líka um það hvað það sé gott að koma hingað, um skemmtilega viðburði, og skoðanaskipti beinast að starfseminni en ekki byggingunni. Það er jákvætt, held ég. Þá erum við farin að tala um það sem skiptir máli.“ „við höfum þó átt frumkvæði Í einStaka verkefnum. það eru þá yfirleitt viðburðir Sem Snúa að þvÍ Sem mætti kalla SamfélagSlega Skyldu okkar; þvÍ hlutverki að búa til tengingar við Samfélagið, til dæmiS með þvÍ að Standa fyrir opnum viðburðum Sem eru yfirleitt geStum að koStnaðarlauSu.“ „
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.