Spássían - 2013, Page 60

Spássían - 2013, Page 60
60 Eyja Höfundur: Sveinbjörg Þórhallsdóttir og danshópurinn Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger og Mao Tónlist: Lilja Björk runólfsdóttir Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson Myndband: Máni M. Sigfússon Eyja var sjónrænt verk. Það hófst á áhrifaríkri mynd þar sem svarthærð stúlka í hvítri blússu með mittislinda sat á sviðinu tengd við gólfið með risastóru marglitu teppi. Í bakgrunni var þokukennt myndband af einhverju sem líktist hrauntoppum séð ofan frá. Myndbandið og dansinn áttu síðan eftir að skapa fleiri fallegar myndir á sviðinu þar sem augað nam fegurð og kraft. Dansverkið gladdi ekki aðeins augu áhorfenda heldur hreyfði ekki síður við tilfinningum þeirra. Þar unnu sviðsmynd, lýsing, tónlist, búningar og dans sterkt saman rétt eins og í sýningum Ballet russes í byrjun síðustu aldar þar sem dans var ekki hreyfingin ein og sér heldur heildarupplifun listrænnar samvinnu. rauði liturinn var áberandi í verkinu sem skapaði tilfinningu fyrir vellandi hrauni og heitum ástríðum. Ekki þó ástríðum á milli karls og konu í hefðbundnum skilningi þess orðs heldur ástríðum og ólgandi skapi kvenna sem takast á við lífsins ólgusjó. Konurnar á sviðinu voru ekki ójarðneskar dísir heldur konur af holdi og blóði sem takast þurftu á við umhverfið sitt sem og eigið skap. Upphafsmynd Útþensla Eftir Sesselju G. Magnúsdóttur NEMENDALEikHúSið/ SAMTíMADANSBrAuT, VOr 2013 útskriftarnemendur/dansarar: Anna Kolfinna Kuran, Arna Sif Gunnarsdóttir, Arndís Benediktsdóttir, Berglind ýr Karlsdóttir, Elín Signý W. ragnarsdóttir, Elísabet Birta Sveinsdóttir, Gígja Jónsdóttir, Guðrún Selma Sigurjónsdóttir og Halla Þórðardóttir. úTSKrIFTArSýNING NEMENDA SAMTÍMADANSBrAUTAr LHÍ UNDIr MErKJUM NEMENDALEIKHúSSINS Er GOTT DæMI UM HVErSU BrEITT HUGTAK LISTDANS Er OrðIð EN ÞAð VAr LENGI VEL EINUNGIS TENGT VIð BALLETTINN. HUGMyNDIN UM HVAð Er DANS HEFUr ÞANNIG FærST ÓrAFJArLæGð FrÁ UPPrUNA SÍNUM ÞAr SEM LISTDANS VAr HrEyFING VIð TÓNLIST, SÖGUÞrÁðUr VAr ÓMISSANDI OG PErSÓNUSKÖPUN MIKILVæG. M ynd: LHÍ dansformsins

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.