Spássían - 2013, Qupperneq 67

Spássían - 2013, Qupperneq 67
67 Source code (2011) Hermaðurinn Colter Stevens er sendur aftur og aftur um borð í lest sem er við það að springa í loft upp. Hann er látinn endurlifa síðustu átta mínúturnar í lífi manns sem dó í sprengingunni og þarf á þeim tíma að finna hver ber ábyrgð. Í reynd er hann staddur á rannsóknarstofu þar sem vísindamenn á vegum hersins þvinga hann til fylgja fyrirmælum fram yfir gröf og dauða. Hversdagshetjur eru langþreyttar á ástandinu og ekki sáttar við að vera leiksoppar örlaganna. vel það tekst verður svo efniviður myndanna.  Öfugt við ævintýraþemað þar sem venjuleg manneskja þráir eitthvað annað og meira en einhæft líf og hversdagslega hluti – eitthvað spennandi og fantasískt - fjalla þessar myndir um menn sem dreymir ofur hversdagslega drauma í fantasísku og ævintýralegu umhverfi. Sam býr á sjálfu tunglinu þar sem hann vinnur efni í ódýran orkugjafa handa mannkyningu – efni sem hefur tryggt velsæld fyrir allar jarðarbúa – en hann dreymir aðeins um að ljúka vinnutímabilinu og komast heim í faðm fjölskyldunnar. Þegar hann uppgötvar hvað er í reynd í gangi eykst eymdin aðeins frekar. Það hvarflar aldrei að honum að vekja heila hóp af klónum og stofna her sem ræðst gegn yfirvaldinum sem lék hann grátt. Í staðinn eyðir hann megninu af myndinni í að velta sér upp úr ógöngum sínum á meðan hinn klóninn er í afneitun. Þeir forðast hvor annan, spila borðtennis og slást. HVErSDAgSHETJAN Hversdagshetjur eru venjulegir menn (og alltof sjaldan konur) sem lenda fyrir slysni í aðstæðum þar sem mikils er krafist af þeim. Hetjurnar sem hér um ræðir eru staddar í ofurmannlegum aðstæðum en eru engu minna venjulegar fyrir það. Þær eru langþreyttar á ástandinu og ekki sáttar við að vera leiksoppar örlaganna. Þeim hefur verið troðið í hlutverk sem þeim er uppálagt að sinna en þær kunna ekki að meta þá frelsisskerðingu sem því fylgir. Þær vilja endurheimta sitt fyrra líf – sitt venjulega og fábrotna líf – því það er líf sem þær lifðu á eigin forsendum. Helsta hetjudáðin verður fyrir þeim að ná að uppfylla þessa drauma og þótt þær neyðist til að bjarga heiminum í leiðinni er það algjört aukaatriði. Hinar ofurmannlegu hversdagshetjur eiga sér fyrirmynd í hermanninum sem gerir sér grein fyrir að ríkið sem stjórnar örlögum hans ber ekki hag hans fyrir brjósti. Þær gera aldrei fullkomna uppreisn því kerfið hefur tangarhald á þeim og sú framtíð sem þær óska eftir er samofin nútíðinni. Þeim tekst aðeins að breyta nógu miklu til að trygga sinn hag en þurfa um leið að færa einhverja fórn. Í bæði Oblivion og Moon tekst Jack og Sam að tryggja sér farsæla framtíð en aðeins fyrir eitt klón. Ein framtíð á kostnað hundruða, jafnvel þúsunda sem fara í súginn. Fórnarkostnaðurinn er eftir sem áður himinhár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Spássían

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.