Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 2
2 20. mars 2020FRÉTTIR óvæntar afleiðingar kórónaveirunnar Það er vitað og skjalfest að COVID-19 hefur gífurleg áhrif á efnahaginn um allan hnöttinn. Hins vegar er þörf á að svara fleiri spurningum um afleiðingar og útkomu á ýmsu öðru. Hér eru fimm óvæntar afleiðingar kórónaveirunnar og útbreiðslu hennar. Geimurinn þarf að bíða 2020 átti að vera geimárið mikla. Ýmsar fyrirhugaðar ferðir hjá geimferðastofunni NASA verða að öllum líkind- um settar á bið. Skipulagið í kringum þær ferðir sem eru í vinnslu er ekki alltaf vænlegt til aðlögunar þeim breytingum sem veiran hef- ur valdið. Sem dæmi stóð til að senda svonefndan flakk- ara til mars og átti að skjóta honum upp næstkomandi júlí. Nú mun það ekki gerast fyrr en í byrjun árs 2022, hið fyrsta. Sprengja í desem- berbörnum Þegar fólk kemur saman í sóttkví, sérstaklega af sitthvoru kyninu, geta hinir merkilegustu lífstöfrar gerst þegar kertaljósið er kveikt. Athöfnum sem fjölgar á meðan lítið er farið út fyrir dyr. Þegar þú leggur saman einn og einn færðu yfirleitt tvo foreldra. Allt unnið heima Ávani fólks að sækja í umheiminn í gegnum símann eða tölvuna mun fimmfaldast, eða svo má ætla. Margir sem finna fyrir veikindum eða lenda í sóttkví munu fram- kvæma allt hið mögulega í gegnum netið, sem aldrei fyrr. Markaðurinn mun svara kallinu og við getum endanlega jafnvel farið að kveðja fólk í ýmsum afgreiðslu- eða gjaldkerastörfum. Streymi, meira streymi! Kvikmyndaaðsókn verður aldrei slakari en árið 2020. Neyðaróp kvikmyndahúsa og stórra bíómyndafram- leiðenda mun þurfa að reiða sig á eitthvað magnað (nei, ekki Avatar 2) til þess að pöpullinn fái áhuga á að stíga upp úr stofusófanum við heimaleiguna, nánast krefjandi áhuga, allt að því óhugsandi. Allt er þó mögulegt. Náungakærleikurinn eykst Faraldrar og fordæmalausar aðstæður skapa vissulega ákveðna ringulreið, sem mun um leið draga fram það versta í sumum. Þegar við stöndum hins vegar öll saman koma geta afleiðingarnar líka orðið jákvæðar með eindæmum. Þegar hjólin hætta að snú- ast í heiminum, efnahags- lega til dæmis, sitjum við öll í sömu súpunni – en hver og einn hefur sína bragðtegund. Á þessum degi, 20. mars 1908 – Kveikt var á núverandi Reykjanesvita. 1956 – Túnis fékk sjálfstæði frá Frakklandi. 44 f.Kr. – Júlíus Cesar var borinn til grafar. 1969 – John Lennon og Yoko Ono giftu sig á Gíbraltar. 2015 – Almyrkvi á sólu gekk yfir Atlantshaf, Færeyjar, Svalbarða og norðurslóðir og sást mjög vel á Íslandi. Fleyg orð „Velgengni er versti kennarinn. Hún fær fólk til að halda að það muni aldrei tapa í lífinu.“ – Bill Gates LJÓS Í COVID-MYRKRI n Góðmennskan blómstrar í miðjum heimsfaraldri n Margar hendur vinna létt verk Þ egar neyðin er stærst, þá er hjálpin næst – segir málshátturinn. Fréttir þessa dagana snúast að mestu leyti um þann fordæmalausan faraldur sem geisar hér á landi og um heiminn allan. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Hér er smá listi yfir jákvæðar fréttir sem okkur hafa borist, mitt í erfiðleikunum, og eiga þeir sem að baki þeim standa hrós skilið. Engin leiga Leigufélagið Þórsgarður ætlar að veita leigjendum sínum tvo leigulausa mánuði til að koma til móts við leigjendur á þessum erfiðu tímum. Önnur leigufélög mættu leika þennan leik eftir. Einkaþjálfarar og íþróttamenn Nokkrir einkaþjálfara og íþróttamenn, svo sem Gurrý og Annie Mist, hafa tekið sig til og deilt myndböndum af æfingum sem gera má heima. Þetta er frábært framtak og hvetur DV lesendur sem eru fastir heima við til að kíkja á slík myndbönd og huga vel að heilsunni. Tónlistarmenn og tónlistarkonur Landsþekkt tónlistarfólk mætti fyrir utan Hrafnistu og gerði íbúum þar dagamun með tónlistarflutningi. Nú eru heimsóknir til eldri borgara afar takmarkaðar sökum þess að um áhættuhóp er að ræða og því um einstaklega fallegt framtak að ræða. Veitingastaðir Margir veitingastaðir, sem áður hafa ekki boðið upp á heimsendingar eða „take- away“-möguleika hafa svarað kallinu og senda nú heim að dyrum eða bjóða viðskiptavinum að sækja mat til að taka heim. Þetta eru flottar aðgerðir sem bæði nýtast þeim sem fastir eru heima við eða vilja síður sitja í matsal þar sem um getur verið að ræða smithættu. Eins hafa sumir staðir boðið upp á sérstök tilboð eða fríar máltíðir fyrir börn sem mörg eru heima við sökum takmarkana á skólaveru eða verkfalla. Skólar Skólar landsins hafa staðið í ströngu við að endurskipuleggja starfsemi sína næstu vikurnar. Ekki er þar um létt verk að ræða. Skólaskylda er í grunnskólum landsins og til að staðan komi ekki niður á menntun þá hafa rafræn úrræði verið virkjuð, fjarkennsla, og foreldrar barna hvattir til að kenna börnum sínum heima. Framhaldsskólar og háskólar virkja fjarkennslu. Ekki hefur gefist langur tími til að skipuleggja og framkvæma þessi úrræði og því má alveg skila hrósi til skólanna, því þar á það heima. Góðir samborgarar Margir sem státa af góðri heilsu og tilheyra ekki áhættuhópum hafa stigið fram og boðist til að aðstoða þá sem eru fastir heima við. Fólk hefur boðist til að sækja matvöru og annað fyrir þá sem ekki komast frá og enn aðrir hafa staðið fyrir söfnunum til að aðstoða þá sem ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til að hafa ofan í sig og sína. Þetta er gott dæmi um hvernig erfiðleikar eiga til að kalla fram það besta í fólki og samfélögum og eiga þessir óeigingjörnu einstaklingar einlægt hrós skilið. Samstaða með ekkju ferðamanns Ferðamaður sem lést á Húsavík skilur eftir sig eiginkonu sem var með honum á ferðalaginu. Bæði reyndust þau jákvæð fyrir COVID-19 veirunni og þurfti því ekkjan að fara í einangrun á einum erfiðasta tíma lífs hennar, fjarri ástvinum. Íslendingar tóku sig saman og vottuðu ekkjunni samúð síðna og sendu henni stuðningskveðjur í gegnum síðu á Facebook sem var helguð þeim tilgangi. n Erla Dóra erladora@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.