Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 30
30 20. mars 2020STJÖRNUSPÁ M ikið hefur mætt á Ölmu Dagbjörtu Möll- er landlækni undanfarið vegna COVID-19 faraldursins. DV ákvað því að lesa í tarot Ölmu og athuga hvað framtíðin ber í skauti sér á þessum COVID-tímum. Lesendum DV er bent á að þeir geta sjálfir dregið tarotspil á vef DV. Föst í rútínu Fyrsta spilið sem kemur upp hjá Ölmu er 4 bikar- ar. Það táknar ástandið núna. Ölmu lík- ar illa við að vera föst í rútínu og það er hún vissulega þessa dagana, þótt hver dagur beri með sér áskoranir og eitthvað nýtt. Hún má ekki örvænta því hún sinnir afar mikilvægu starfi og það sem henni finnst rútína líta aðr- ir á sem eitt mikilvægasta starf landsins. Ölmu vantar hins vegar eitthvað gefandi inn í þessa rútínu, einhvern fjölbreytileika. Hins vegar líður henni almennt vel þegar hún staldrar við og lítur yfir farinn veg, yfir afleiðingar ákvarðana sinna. Hún þarf að vera duglegri að meta það sem hún á og upplifir. Gjafmild með eindæmum Svo er það 6 mynt. Alma er afar gjafmild manneskja, hvort sem það er á fjármuni eða tíma sinn. Hún býr yfir miklu innra jafnvægi og er ávallt mjög hrein- skiptin og heiðarleg í samskiptum. Það hefur kom- ið henni langt og fært henni mikla hamingju, bæði í vinnu og einkalífi. Því meira sem hún gefur, því meira hlotnast henni og fyrr en varir flæða nægtir inn í líf hennar sem aldrei fyrr. Langþráð markmið Loks er það Heimurinn. Það táknar enda- lok þessa risastóra COVID-verkefnis, sem stundum virðist aldrei ætla að enda. Farsæld er í nánd og Alma nær að endurhlaða batteríin og fyllist af krafti og orku á ný. Hún mun upplifa einhvern ánægjulegan viðburð sem gerir hana glaða og sú gleði smitar út frá sér. Ölmu vegnar vel í starfi og tekið er eftir hvernig hún hef- ur tekist á við COVID-19. Svo virð- ist sem tækifæri erlendist frá bjóð- ist henni áður en árið er úti, tækifæri sem hún virðist stökkva á. Nýr kafli hefst og birta umlykur hann. Loks nær hún settu markmiði, markmiði sem hún einsetti sér að ná fyrir mörgum árum. n stjörnurnar Spáð í Naut - 20. apríl–20. maí Fiskur - 19. febrúar–20. mars Vatnsberi - 20. janúar–18. febrúar Steingeit - 22. desember–19. janúar Bogmaður - 22. nóvember–21. desember Sporðdreki - 23. október–21. nóvember Vog - 23. sept.–22. október Meyja - 23. ágúst–22 .sept. Ljón - 23. júlí–22. ágúst Krabbi - 22. júní–22. júlí Tvíburi - 21. maí–21. júní Stjörnuspá vikunnar Gildir 22. – 28. mars Getur verið að þú þurfir að kyngja stoltinu og viðurkenna að viss einstaklingur eigi skilið afsökunarbeiðni frá þér? Þú skalt hugsa þessa spurningu vel og vandlega og leggja þitt af mörkum til að grafa stríðsöxina. Þú skalt líka hafa hugfast að það er allt í lagi að játa mistök sín þegar manni hefur orðið á í messunni. Það hefur einhver heilsufarslegur kvilli plagað þig síðustu vikur, jafnvel mánuði, og þú hefur ekki fengið almennilegar skýringar á því hvað amar að. Nú skaltu berja í borðið, þótt við lifum á COVID-tím- um, og fá úr því skorið hvað í ósköpunum sé að þér. Það er hræðilegt að lifa í óvissu, hvað þá þegar maður er aldrei fyllilega heill heilsu. Nú verður þú að hætta að pæla í öllum öðrum í kringum þig og hugsa um þig sjálfa/n. Þú ert búin/n að eyða svo mikilli orku í óþarfa væl og vesen að það hálfa væri nóg. Með þessu áframhaldi muntu einangra þig því, það nennir enginn að hlusta á þessi ósköp lengur. Og heyrirðu það?! Mikið rót hefur einkennt líf þitt undan- farið og þótt þú sért afar flippuð týpa og gerir fátt betur en að hlaupa út fyrir kass- ann þá þarftu samt einnig festu og öryggi í lífið. Og vegna þess að þú elskar að fara út úr boxinu þá ættirðu að einbeita þér að því sem þú getur stjórnað og búa til rútínu í kringum það. Þá líður þér miklu betur. Þér finnst eins og ekkert gangi upp þessa dagana. Eitt óhappið rekur annað og stundum líður þér eins og umheimurinn þoli þig ekki. Þú ert komin/n með leiða á því að berjast í bökkum og skalt athuga hvort þú getir breytt fjármálunum á ein- hvern hátt þannig að þú getir betur tekist á við óvænt útgjöld sem skjóta reglulega upp kollinum. Það fer algjörlega með þig þegar dagurinn raskast og það hefur gerst ansi oft upp á síðkastið. Þú skalt samt reyna að halda ró þinni og gera það sem þú þarft að gera til að láta þér líða betur. Hugsanlega þarftu að aðlagast breyttum aðstæðum; fara í göngutúr í staðinn fyrir að hlaupa á fullu eða setjast niður með góða bók í staðinn fyrir að horfa á innihaldslausa skemmtiþætti. Þér gengur ofboðslega vel þessa dagana. Þú angar af sjálfstrausti og sjarma og nærð að heilla nánast alla sem þú hittir upp úr skónum. Ekki vanmeta sjálfa/n þig og gríptu þau tækifæri sem þú sérð á veginum. Vissulega hafa síðustu vikur ekki verið dans á rósum en nú stefnir allt í rétta átt. Einhleypir sporðdrekar eiga ekki sjö dagana sæla, því alveg hreint hræðileg ástarsorg bankar upp á. Það er langt síðan hjarta þitt hefur verið svo kramið og þú veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga. Þú íhugar að gera eitthvað virkilega heimskulegt, en ekki gera það – þér mun aðeins líða margfalt verr ef þú ferð að láta eins og bjáni. Vinur í vanda sækir þig heim og leitar að húsaskjóli til að losna úr ömurlegum aðstæðum. Þú getur ekki annað en samþykkt það en grunar samt að einhver maðkur sé í mysunni. Áður en langt um líður færðu grunsemdir þínar staðfestar og þótt það sé sárt þá er þessi sannleikur eitthvað sem þú þurftir að fá að heyra. Það er ekki oft sem steingeitin fær nóg en nú er komið að því. Þú ert búin/n að vera mjög þolinmóð/ur að hlusta á vandamál náins fjölskyldumeðlims en nú er komið nóg. Nú þarftu að spyrna niður fótunum og segja það sem þér virkilega býr í brjósti. Vissulega getur þessi fjöl- skyldumeðlimur orðið sár því sannleik- urinn særir stundum, en hann jafnar sig. Árið hefur leikið þig frekar vel og heppnin elt þig á röndum. Viðhorf þitt til lífsins er afar gott og þú virðist geta tekist á við hvað sem er. Þú skalt halda áfram að styrkja þig, því holskefla vandamála er á leiðinni, sem þú kemst vel í gegnum ef þú spilar rétt úr spilunum. Ekki örvænta og veldu þér vini varlega. Þú hefur verið að efast um þig sjálfa/n undanfarið og finnst ekkert nógu gott sem þú snertir. Þetta eru óþarfa áhyggjur, en eru samt sem áður byrjaðar að smita út í vinnu þína og einkalíf. Ef þú grípur ekki í taumana fljótlega mun líf þitt verða ansi lítilfjörlegt og þú munt varla þora að taka eina einustu ákvörðun í átt til betri vegar. Hrútur - 21. mars–19. apríl Afmælisbörn vikunnar Lesið í tarot landlæknis Heitasta par bæjarins - Svona eiga þau saman n 22. mars Rakel Logadóttir knattspyrnukona, 39 ára n 23. mars Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, 55 ára n 24. mars Sveinn Kjartansson matreiðslumaður, 57 ára n 26. mars Reynir Lyngdal leikstjóri, 44 ára n 26. mars Glowie söngkona, 23 ára n 27. mars Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, 82 ára n 28. mars Harpa Arnardóttir leikkona, 56 ára Útlönd kalla Á hrifavaldurinn Lína Birgitta og kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, oft kallaður Gummi „kíró“, eru heitasta par bæjarins og því lék DV forvitni á að vita hvernig þau eiga saman, ef litið er til stjörnumerkjanna. Gummi er bogmaður en Lína er fiskur. Þetta er svo sannarlega par sem lætur verkin tala og draumana rætast þegar þau sameina krafta sína. Bogmaðurinn er hugsuður, heim- spekingur og fer auðveldlega úr einu í annað. Fiskurinn horfir meira inn á við og er í sífelldri sjálfsskoðun. Að einhverju leyti er hér um að ræða algjörar andstæður og því finnst sum- um þau vera ólíklegt par. Hins vegar eru góð- ar líkur á að hér fæðist afar heilbrigt og gott samband, ef þau gefa sér tíma til að sinna því. Þar sem bogmaðurinn er mjög opinn og félagslyndur þá er hann oft fljótur að grípa til varna fyrir hlédræga fiskinn. Stundum er það gott, stundum er það vont. Hins vegar nær fiskurinn að sýna bogmanninum hvernig á að slaka á og einbeita sér að einum hlut í einu. Fiskurinn hefur mikla aðlögunarhæfni og samkennd. Því á hann auðveldara en flest merkin með að umbera sveimhugann bog- manninn. Bæði merki þrá að kanna heiminn og uppgötva eitthvað nýtt. Þau eru bæði mjög vinnusöm og ef þau stilla saman strengi gætu þau gert eitthvað stórkostlegt saman. n Gummi „kíró“ Fæddur: 10. desem- ber 1980 Bogmaður n örlátur n hugmyndaríkur n húmoristi n heiðvirður n lofar upp í ermina á sér n óþolinmóður Lína Birgitta Fædd: 6. mars 1991 Fiskur n samúðarfull n listræn n blíð n gáfuð n píslarvottur n treystir of mikið Sæt saman Gummi og Lína. Mynd: Skjáskot / Instagram @ linabirgittasig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.