Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 37
FÓKUS 3720. mars 2020
MI NOTE 10:
Mi Note 10 pakkar fimm
myndavélum sem hver og ein
hefur sitt fram á að færa - meðal
annars 108MP myndflögu. Ekki
nóg með það heldur kemur
síminn með risa stórri 5.260mAh
rafhlöðu sem endist auðveldlega
í 2 daga í mikilli notkun. Hvort
sem þú ert atvinnu ljósmyndari
eða að stíga inn í fullorðins árin,
þá viltu ekki láta þetta tryllitæki
framhjá þér fara!
SVONA MASSARÐU SÓTTKVÍ
alla góða kunningja sem hafa haft jákvæð
áhrif á líf þitt utan veggjanna sem hamla
þér. Dagur 10 er einnig dagurinn til að fiska
eftir öllu mögulegu á veraldarvefnum og
kynna þér eitthvað nýtt og framandi. Jafn-
vel opna eina eða tvær YouTube-rásir og
fá kennslu heim í stofu, hvort sem það er á
nýtt loft-hljóðfæri eða þjálfa hæfileika sem
þú getur sýnt vinum þínum eftir fjóra daga.
Dagur 11
Þú ferð í gegnum skápana á heimilinu til að
meta það sem er til. Í kjölfarið byrjar þú að
elska heimilið þitt hægt og rólega á ný. Bara
örlítið. Að því gefnu væri fínt að spreyta sig
á ljóðagerð.
Dagur 12
Þú íhugar að senda skilaboð á gamla
óvini og „settla“ hlutina, en lætur það eiga
sig. Gott ráð til að berjast gegn furðulegu
heilaprumpi er að sippa. Ef ekkert sippu-
band er til á heimilinu má hoppa á staðn-
um.
Dagur 13
Búðu þér til lista yfir allt sem þig langar
að gera utanhúss, svo framarlega sem það
kemur heilsu þinni ekki aftur niður á núll-
punkt.
Dagur 14
Það er ljós við endann á göngunum! Og þú
hefur fundið það. Hvort sem þú finnur fyrir
því eða ekki, ertu gjörbreytt manneskja
í dag en fyrir tveimur vikum. Reyndu að
gleyma ekki þessum dögum.
Gott að hafa í huga almennt
n Þvoðu þér um hendurnar eins og þú fáir
greitt fyrir það. Í minnst tuttugu sekúndur
hverju sinni.
n Hnerraðu í olnbogann ef þess þarf.
n Mundu að þrífa hurðarhúna, lykla-
borð, borð og allt sem þú ert í reglulegri
snertingu við.
n Ef þú pantar þér mat eða biður trausta
manneskju um að koma einhverjum birgð-
um á þig, vertu viss um að það sé alltaf
skilið eftir í tveggja metra fjarlægð frá úti-
dyrahurðinni.
n Ef það hefur reglulega verið hluti af
rútínunni að stunda líkamsrækt, búðu til
dagskrá þar sem heimaæfingar taka við
tímabundið.
n Ef það eru börn á heimilinu er mikilvægt
að hlusta á þau. Líklega munu þau finna
fyrir einhverjum ótta eða ráðaleysi.
n Vertu í sambandi við lækni ef þú finnur
fyrir einkennum.
n Drekktu nóg af vatni.
n Hefurðu heyrt um Skype eða FaceTime?
Það er afar gagnlegt á þessum tímum. n
„Nú ert þú
formlega
farin/n að hata
heimilið þitt