Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 12
12 20. mars 2020FRÉTTIR OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 Kýs frekar einangrun í sólinni „Götunar voru áður fullar af lífi og ávallt eitthvert fólk á ferð. Núna eru allir heima hjá sér og fólk fer ekki út úr húsi nema nauðsynlegt sé. Fólk forðast hvert ann- að eins og heitan eldinn. Í búðum eru allir með grím- ur og hanska og passa bilið á milli sín alveg rosalega vel,“ segir Sól Ragnarsdóttir sem starfar sem au pair í Dueville, 13 þúsund manna smábæ á Norður- Ítalíu. Bærinn er í Vicenza-héraði þar sem hlutfall smitaðra er enn sem komið er nokkuð lágt, miðað við aðra landshluta á Ítalíu. Bærinn er þó ekki undanskilinn samkomubanni en að sögn Sólar er búið að loka öll- um helstu stöðum, svo sem líkamsræktarstöðvum, veitingastöðum, börum og söfnum. Sól hefur eins og aðrir þurft að halda sig heima í rúma viku og mun halda því áfram í rúmlega tvær vik- ur í viðbót. Kærasti hennar býr í öðru fylki þar sem útgöngubann tók fyrr gildi. „Það er allt lokað og það má bara ein manneskja úr hverri fjölskyldu fara í búð- ina eða í apótek. Rétt í þessu heyrði ég lögregluna keyra um og skipa fólki sem var úti að fara heim til sín. Reglunar verða sífellt strangari.“ Hún segir andrúmsloftið í bænum vera afar þungt. Ástandið sé erfitt fyrir barnafjölskyldur sem hafa ekki lengur fasta, daglega rútínu. „Þetta er virkilega stressandi því krakkarnir fá auðvitað mikla heimavinnu, en þeir fá ekki að fara og stunda íþróttir eða leika við vini sína,“ segir Sól og bætir við að bless- unarlega séu börnin sem hún gætir nálægt hvert öðru í aldri. Þau geti því „böggast“ hvert í öðru. Sól viðurkennir að hafa tekið fréttum af veirunni af ákveðinni léttúð fyrst um sinn, en það hafi breyst eft- ir því sem ástandið fór versnandi með degi hverjum. „Ég fæ síðan reglulega spurningar um ástand mitt hér og ég byrjaði þess vegna að „öppdeita“ fjölskyldu og vini á Facebook reglulega. Þetta tekur svo sannarlega á taugarnar, ég ætla ekkert að ljúga um það. Mamma spurði mig í byrjun hvort ég vildi ekki bara koma heim, en ég tók þá ákvörðun að vera hér á Ítalíu og koma ekki heim. Ég vil frekar vera í einangrun og sleikja sólina en að vera í einangrun heima í kuldanum. Annars geri ég mitt besta í að vera bjartsýn. Ég er örugg og allir í minni fjölskyldu hér, svo fyrir það er ég ánægð.“ Tíu metra röð til að kaupa maska „Um daginn var maður sem ýtti á neyðarbjölluna í lestinni af því að einhver hóstaði. Maður heyrir margar sögur af fólki í lestinni, sem ræðst að þeim sem hósta án þess að vera með maska. En það hefur þó aðeins róast síðustu vikuna,“ segir Thelma Rún Heimisdóttir leikkona sem búsett er í Tókýó. Ólympíuleikar eiga að hefjast þar í borg þann 24. júlí næstkomandi. „Vegna Ólympíuleikanna í sumar þá reyna stjórn- völd í Japan af fremsta megni að koma í veg fyrir að vírusinn breiðist út, þau byrjuðu fljótt á því að loka skólum, biðja fólk um að halda sig heima og settu á samkomubann, svo fleiri en 50 manns ættu ekki að koma saman. Þess vegna lokuðu þau Disneylandi, mörgum veitingastöðum, kirkjum og fleiru. Í bíó er ekki lengur hægt að kaupa miða með sæti hlið við hlið, til að forðast að fólk sitji of þétt saman. Hjá þeim veitingastöðum sem senda mat heim, til dæmis Dom- ino’s, leggja sendlarnir frá matinn frá sér og standa í eins til tveggja etra fjarlægð frá viðskiptavininum. Í Hokkaido, í norðurhluta Japan, var öllu lokað í febrúar, nema matarbúðum og allir voru beðnir um að vera heima,“ segir Thelma jafnframt og bætir við að far- aldurinn hafi verið mikið áfall fyrir ferðaþjónustuna. Tapið er upp á rúmlega 100 billjónir jena. Hún segist finna fyrir hræðslu í samfélaginu, þá sér- staklega á meðal eldra fólks. Lestirnar eru tómar þar sem margir halda sig heima eða ganga í vinnuna. Það vantar ennþá stundum vörur eins og klósettpappír og ég hef ekki séð maska í búð- um í fleiri, fleiri vikur. Um daginn, í búðinni, þá fengu þau sendingu af möskum og það var heljarinnar löng röð, tíu metrar, af fólki að bíða eftir að kaupa maska, en máttu aðeins fá einn pakka á mann.“ Thelma segir faraldurinn þó ekki hafa haft mik- il áhrif á hennar daglega líf, enn sem komið er. „Ég var reyndar beðin um að ganga í vinnuna frekar en að taka lest, þannig að núna geng ég tíu kílómetra á dag, sem er nú bara hollt og gott! Reyndar forðast ég eins mikið og ég get að ferðast inn í miðborg Tókýó, þannig að ég er ekki að hitta vini mína jafnoft og ég myndi vilja.“ Íbúar í fjölbýlishúsum eru hræddir Guðlaug Ólöf Sigfúsdóttir, Lauga, er búsett á eyjunni Bahrain í Persaflóa ásamt eiginmanni sínum, Mikael Lykkegaard Laursen, og tveimur börnum þeirra, Þóru Snædísi, 22 ára, og Sebastian, sem er 10 ára. Þar í landi hafa hátt í 250 COVID-19 smit verið staðfest og til- kynnt hefur verið um eitt dauðsfall vegna veirunnar. Samkomubann hefur tekið gildi í landinu og þurfa staðir að tryggja að ekki séu á sama tíma fleiri en 20 manns inni í sama rými. Að sögn Laugu eru veitinga- staðir, líkamsræktarstöðvar og kvikmyndahús lokuð. Matvöruverslanir eru opnar en aðeins 20 manns fá að vera þar inni í einu. Lauga segir íbúa Bahrain almennt fara varlega þessa dagana. „Það er pínu ótti á meðal fólks, þá að- allega á meðal þeirra sem búa í fjölbýlishúsum. Þetta hefur haft þónokkur áhrif. Mörgum flugferðum hefur verið aflýst, til dæmis frá Dúbaí, Kúveit og Sádi-Arabíu, og brúin á milli er einnig lokuð svo það kemst enginn til eða frá Bahrain,“ segir Lauga. „Margir af vinum okk- ar sem vinna í Sádi-Arabíu eru núna fastir þ r. Það er heldur ekkert flogið til Íran. Verslunarmiðstöðvarnar eru meira og minna tómar alla daga og svo hefur skólahald legið niðri í þrjár vikur.“ Eiginmaður Laugu er flugstjóri hjá DHL, flugfé- lagi sem sér um fraktflutninga. COVID-19 faraldurinn hefur því ekki haft áhrif á hans störf. Á meðan grunn- skólar í landinu eru lokaðir er nemendum boðið upp á fjarkennslu í gegnum netið „Við höfum því verið föst heima og það hefur svo sannarlega reynt á þolinmæð- ina. En annars þá reynum við bara að halda okkur frá fjölförnum stöðum og stórum samkomum.“ Guðlaug ÓlöfSól Ragnarsdóttir Thelma Rún Heimisdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.