Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 8
8 20. mars 2020FRÉTTIR
„Við erum vanmáttug“
n COVID-19 hefur mikil áhrif á Íslendinga í útlöndum n Allt í einu hefur lífið gjörbreyst og líkt og heimurinn hafi stöðvast
H
eimsfaraldurinn COVID-19 hefur breiðst út um
nær allan heim og haft áhrif á líf hundruð millj-
óna manna. Landamærum hefur verið lokað hverj-
um á fætur á öðrum og grunnþjónusta hefur skerst
gríðarlega. DV tók nokkra Íslendinga í útlöndum tali, allt
frá Hong Kong til Grænlands, og athugaði hvaða áhrif far-
aldurinn hefur haft á þeirra nærumhverfi.
Auður Ösp Guðmundsdóttir
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
audur@dv.is / lilja@dv.is
Rekin heim úr sumarbústöðum
„Það er rosalega skrýtið ástand og stemning hér í Nor-
egi, en frá og með síðasta föstudegi má segja að sam-
félagið hafi hægt og bítandi byrjað að lamast,“ segir
fjölmiðlakonan og bóndinn Erla Gunnarsdóttir. Erla er
búsett í smábænum Ålvik í Noregi, um hundrað kíló-
metra fjarlægð frá Bergen. Hún segir algjört samkomu-
bann ríkja í landinu.
„Tilkynning kom um lokun á skólum og leikskól-
um frá og með mánudeginum næstu tvær vikurnar og
í kjölfarið var fleirum skylt að loka, eins og til dæm-
is tannlækna- og hárgreiðslustofum, ásamt því að al-
gjört samkomubann var sett á. Við höfum sennilega
sjaldan fylgst jafn vel með fréttum en það má segja
að á hverjum klukkutíma komi eitthvað nýtt fram. Nú
er fyrsti dagur barnanna með heimaskóla, sem hef-
ur gengið nokkuð vel og sjálf er ég í sóttkví þar sem ég
var í Danmörku fyrir tæpum tveimur vikum. Lang-
flestir sem geta, vinna heima og tekur fólk ástandinu
með jafnaðargeði og líkt og heima er fólk ábyrgt þegar
kemur að samfélaginu og því að við séum í rauninni
öll almannavarnir. Í gær [16. mars] hélt Erna Solberg
blaðamannafund fyrir börn, sem mér fannst mjög vel
gert en upplýsingagjöf hefur verið mjög góð í gegnum
fjölmiðla og halda stjórnvöld reglulega blaðamanna-
fundi,“ segir Erla. Líkt og hér á landi ríkir óvissa um af-
drif ýmissa fyrirtækja mitt í COVID-19 faraldrinum.
„Miklar áhyggjur eru af efnahagslífinu hér í landi
og ljóst að nú þegar eiga mörg fyrirtæki í erfiðleikum
eins og til dæmis flugfélagið Norwegian sem rambar
á barmi gjaldþrots og stóru hótelkeðjurnar hafa sagt
upp þúsundum starfsmanna. Stjórnvöld hafa kynnt
ákveðna aðgerðarpakka til að koma til móts við fyrir-
tæki, sem felst í frestun á greiðslu gjalda og í fyrradag
var tilkynnt að 100 milljarðar norskra króna verði not-
aðir í björgunaraðgerðunum. Landamæraeftirlit hefur
verið hert til muna og nýjustu fréttir herma að yfirvöld
í Norður-Noregi sendi alla í 14 daga sóttkví sem þang-
að koma frá öðrum stöðum í Noregi.“ Erla bætir við
að andrúmsloftið sé vissulega spennuþrungið. „Sum
sveitarfélög eru að loka „landamærum“ sínum og mælt
er með að fólk haldi sig innan síns sveitarfélags. Einnig
er fólk beðið um að vera ekki í sumarbústöðum sínum
og á sumum stöðum hefur herinn verið kallaður út til
að reka fólk heim úr bústöðum.“
Margir enn á vantrúarstiginu
„Þetta fór síðar af stað hér en á Íslandi. Hér er fólk
beðið um að vera ekkert að teppa hjálparlínur eða
heilsugæslustöðvar nema það fái alvarleg einkenni,
NHS er ekkert að halda utan um hversu mörg séu í
sjálfskipaðri sóttkví eða taka sýni hjá meðaljóninum,“
segir Ingibjörg Rósa Björnsdóttir uppistandari sem er
búsett í Edinborg.
„Fólk er beðið um að einangra sig í 14 daga ef það
telur hættu á að það hafi smitast. Eins eru þau sem
eru viðkvæm fyrir beðin um að halda sig heima ef þau
mögulega geta. Svo eru náttúrulega handsápur og
handspritt alls staðar uppseld og óvenju lítið til af kló-
settpappír í búðum, öll fyrirtæki með handspritt uppi á
borðum og tilmæli til allra að sýna varkárni. Í þessum
töluðu orðum er 171 smit staðfest í Skotlandi og eitt
dauðsfall, en enn sem komið er eru fleiri sýkt í Glas-
gow en í Edinborg. Þótt ekki sé búið að setja bann er
samt verið að aflýsa viðburðum hægri vinstri. Til dæm-
is átti uppistandshátíð að hefjast í Glasgow um síðustu
helgi og ég held að öllum sýningum hafi verið aflýst af
hverjum og einum skemmtikrafti eða stöðunum sem
ætluðu að hýsa sýningarnar.“
Ingibjörg segist skynja að margir íbúar borgarinnar
séu hreinlega enn á vantrúastiginu. „Þau eru hreinlega
ekki alveg að kaupa það að svona stórtækar aðgerðir
þurfi til. Ég þekki líka óvenju marga uppistandara hér
sem eru farnir að svitna yfir tekjumissi um óákveðinn
tíma, enda gengur starf þeirra út á samkomur fólks.
Svo það er helst þannig kvíði og pirringur sem er í fólki.
Skotar eru annars ekki þannig að þeir æsi sig mikið eða
séu fljótir að verða taugaveiklaðir, eiginlega eru þeir
kannski heldur kærulausir í svona aðstæðum og finnst
óþarfi að gera mikið mál úr hlutunum.“
Ingibjörg lauk krabbameinsmeðferð fyrir stuttu
og er því talin vera í viðkvæmum hópi. „Ég hef reynt
að fara varlega í margar vikur, ég hef eiginlega verið
sýklahrædd frá því að ég byrjaði í meðferðinni. Ég er
akkúrat í sjálfskipaðri einangrun og með kvefpest, sem
gæti vissulega verið væg COVID-19 veiki. Ég bý hérna
hjá Bylgju Babýlons uppistandara og hún kom heim
af uppistandshátíð í Hollandi fyrir rúmri viku. Örfáum
dögum síðar breiddist vírusinn út þar svo heimilis-
læknirinn ráðlagði henni og öðru heimilisfólki að loka
sig af í sjö daga. Við fengum báðar smávegis hita og
beinverki um helgina, en nú er hún að hressast á með-
an ég tek hóstaköst við og við.“
Hún segir þær stöllur hafa það hreint ágætt í stofu-
fangelsinu: „Við erum ekkert illa haldnar, höfum nóg
að bíta og brenna og erum slakar, en tökum ástandinu
auðvitað alvarlega.“
Margir á heimleið
„Fólk er frekar rólegt hérna, götur eru ennþá fullar af
fólki. Ég hef ekki heyrt um að fólk sé að birgja sig upp
af klósettpappír eins og virðist vera í öðrum löndum,
en ég hef heyrt að „coffee shops“ hafi opnað fyrir „take
away“ svo að fólk geti birgt sig upp af kannabis!“ segir
Harpa Eir Þorleifsdóttir, sem er í skiptinámi í viðskipta-
fræði við Erasmus University of Rotterdam í Hollandi.
„Fyrsta tilfellið af COVID-19 gerði vart við sig 27.
febrúar og hefur vírusinn breiðst mjög hratt út síðan.
Það hefur verið sett á samkomubann og skólum, söfn-
um, veitingastöðum, kaffihúsum og íþróttamiðstöðv-
um var nýlega lokað og mun það gilda til 6. apríl. Versl-
unarmiðstöðvar halda sínum opnunartíma og mælt er
með að fólk haldi 1,5 metra fjarlægð.“
Harpa segir faraldurinn hafa haft mikil áhrif á nám-
ið. „Það áttu að vera lokapróf núna, sem hefur verið
frestað en ekki búið að gefa út hvenær þau verða.
Annars reyni ég að lifa eðlilegu lífi, fer út og hitti vini
mína og við höldum hvert öðru selskap. En margir
samnemendur eru að fara heim, sem er erfitt. Það er
skrítið að vera ekki með fjölskyldunni sem er heima á
Íslandi, en ég heyri oftar í þeim núna en ég gerði fyrir
COVID-19.“
Erla GunnarsdóttirIngibjörg
Rósa
Harpa Eir
Þorleifs-
dóttir