Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 21
Gaman heima20. mars 2020 KYNNINGARBLAÐ EKKI LÁTA ÞÉR LEIÐAST HEIMA: Tómstundatækin í Ping Pong skemmta þér og þínum Eitt það jákvæðasta sem fólk sér við þessi tæki er að þau fá krakkana frá tölvuskjánum og til að hreyfa sig,“ segir Sigurður Valur Sverrisson, eigandi verslunarinnar Pingpong.is en þar er mikið úrval af klassískum tómstundatækjum, til dæmis framúrskarandi pílukastsvörur og borðtennisbúnaður. Enn fremur fæst þar allur búnaður fyrir billjard, snóker og pool. Mörg af þessum tækjum henta vel í bílskúrinn eða sumarbústaðinn og þeim fylgir allt sem þarf til að stunda þessa leiki, svo sem spaðar og kjuðar. Gjafabréf fyrir drauminn Margir eiga sér þann draum að vera með borðtennisborð, fótboltaspil eða poolborð í kjallaranum. Þá er fátt tilvaldara en að gefa slíkum einstaklingum gjafabréf með verðupphæð að eigin vali frá Ping Pong í fermingargjöf. Til þess að kaupa gjafabréf er nóg að mæta í Síðumúlann eða hafa samband við okkur í síma 568-3920 eða 897- 1715. Einnig má senda vefpóst á pingpong@pingpong.is. Pingpong.is er til húsa að Síðumúla 35 (gengið inn að aftanverðu). Verslunin er opin virka daga frá kl. 12:30 til 18:00. Símanúmer er 568-3920 og 897-1715 og netfang pingpong@pingpong.is. Vefsíða er á slóðinni pingpong.is. Borðtennisborð í bílskúrinn eða sumarbústaðinn. Verð frá. 33.557 kr. m/neti. Nú er frisbígolfvelli að finna út um land allt. Fullkomið í ferðalagið. Frisbí-golfsett Verð frá: 5.400 kr. m/vsk. Þú hittir svo sannarlega í mark með þythokkíborði! Þythokkíborð mini. Verð frá: 11.990 kr. m/vsk. Þythokkíborð stór. Verð frá: 96.927 kr.m/vsk. Stórskemmtileg fótboltaspil. Körfuboltaspjöld. Verð frá: 56.800 kr. m/vsk og upp. Píluspjöld á breiðu verðbili: Verð frá: 8.750–38.800 kr. Hér gefur að líta nokkur dæmi um frábærlega skemmtileg tómstundatæki úr Pingpong fyrir alla fjölskylduna en það er um að gera að koma í búðina og skoða úrvalið betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.