Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 15
FÓKUS 1520. mars 2020 „Í hans heimalandi sjá karlar ekki um börnin“ Önnur móðir, Þórunn, talar einnig um viðhorf til kvenna sem sofa hjá svörtum mönnum en þá sé gefið í skyn að þær séu tilbúnar að sofa hjá hverjum sem er ef um er að ræða svarta innflytjendur. „Alveg eins og það eru stelp- ur í Keflavík sem eru sagðar vilja bara sofa hjá einhverjum körfu- boltastrákum sem koma, ein- hverjum svörtum körfubolta- strákum og þær eru kallaðar móttökunefndin og þetta er svona, þetta er leiðindastimpill einhvern veginn.“ Þá segist Hafrún hafa lent í því að fólk segi við hana að maður- inn vilji bara vera með henni fyrir peninga og til að fá ríkisborgara- rétt. „Fólk hélt að ég væri bara með honum út af því að hann væri svartur og þar af leiðandi myndi ég laðast að öllum svörtum og svo hélt það líka að hann væri bara með mér fyrir visa og peninga.“ Jórunn nefnir eitt dæmi um rasisma sem situr í henni. Hún var á biðstofu á hárgreiðslustofu og var bæði með elsta son sinn og bróðurson, þá gekk inn maður og hafði uppi rasísk ummæli sem hann taldi vera fyndin. „Ég og strákarnir bíðum inn á biðstofunni á meðan mamma er í klippingu og hérna annar þeirra er þú veist bláeygður og hvítur og ljóshærður og strák- urinn minn er þú veist hann er ljósbrúnn með svart hár og brún augu … þá kemur karlmaður inn segir „já … eru þetta börn- in þín? Átt þú þessi bæði“ sagði hann og ég segi „nei ég á bara annan þeirra“, „nú dettur mér skemmtilegur brandari í hug“ … og fer að tala um brandar- ana af tveimur svertingjum sem voru að labba eftir strönd oooog „þetta er ekki pabbi hans, hver er þetta þá?“ eitthvað svona þá var það mamma hans og þá, svo spyr hann „vitið þið hver þetta er?“ alla inn á biðstofunni og það þorir þú veist það bara einhvern veginn segir enginn neitt, það vill enginn taka undir þetta hjá hon- um.“ Teknar í guðatölu Fram kemur í rannsókn Önnu að allar mæðurnar hafi haft uppeld- ishugmyndir sem bera vott um hvíta forréttindahyggju. Þær hafi sjaldan gert sér grein fyrir for- réttindum sínum sem hvítir Ís- lendingar, þar sem þær hafa aldrei þurft að hugsa um eigin hvítleika og hlutverk sitt í viðhaldi kerfisbundins rasisma. Tvær úr hópnum, Ásrún og Jórunn, lýsa til að mynda því þegar þær heimsóttu fæðingar- land barnsfeðra þeirra. Þar nutu þær áberandi meiri virðingar inn- an þess samfélags og meiri for- réttinda en aðrir vegna þess að þær voru hvítar. Þá segir Jórunn að börn hennar njóti meiri for- réttinda í landi föður þeirra en heimamenn þar sem þau séu ljósari á hörund. „Ég er fyrsta hvíta mann- eskjan inn í þeirra fjölskyldu … en það er líka þú veist þau eru með enn mjög mikla litafordóma, af því að ef þú ert of dökkur, þá ertu heldur ekki nógu góður … því dekkri sem þú ert því lægra settur ertu því að þá hefurðu unnið úti … ég er komin upp á bara stall núna, ég á svo ljós börn.“ Mikilvæg rannsókn Í niðurstöðunum nefnir Anna meðal annars að rannsóknin varpi jósi á „blinduna“ á hörundslit sem einkennir íslenskt samfélag vegna almennra viðhorfa um kynþátta- jafnræði sem ríkja á Íslandi. Niðurstöðurnar bendi til þess að þrátt fyrir að hvítar íslenskar mæður séu meðvitaðar um ras- isma í íslensku samfélagi, þá hugsa þær minna um hvít for- réttindi sín (e. white privilege). Þær hafi viðteknar hugmyndir um kynþáttajafnrétti á Íslandi og séu haldnar hugmyndum um „lit- blindu“ (e. color-blindness) á hör- undslit, sem hefur áhrif á uppeld- isfræðilegar hugmyndir þeirra. „Rannsóknin er mikilvæg hvað varðar innsýn á þá þætti sem hafa áhrif á velferð barna sem eru dökk á hörund, einkum þegar kemur að aðlögun þeirra að samfélaginu og baráttu gegn fordómum og fá- fræði sem stuðla að rasisma í ís- lensku samfélagi.“ n „Þá fékk hann skila- boð frá henni með fullt af myndum af öpum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.