Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 6
6 20. mars 2020FRÉTTIR Sakar Þríþrautarsambandið um mismunun og einelti n Synjað um skráningu í þríþrautarkeppni á grundvelli þess að hún uppfyllti ekki kröfur um lágmarkstíma n Segir aðra keppendur hafa „sloppið í gegn“ án þess að uppfylla sömu kröfur Þ essi framkoma er einfald- lega siðlaus. Sumt af því sem forsvarsmenn sam- bandsins hafa fullyrt við mig er hreinlega ósatt,“ segir Am- anda Marie Ágústsdóttir, þrí- þrautarkona og einkaþjálfari, en hún hefur höfðað mál gegn Þríþrautarsambandi Íslands og sakar stjórn félagsins um einelti og mismunun. Sambandið synj- aði á seinasta ári beiðni hennar um að keppa á vegum þess í svo- kallaðri elite-þríþrautarkeppni sem fram átti að fara fram í Kirgistan. Rökin voru þau að Am- anda hefði ekki náð meintum lág- markstímum í íþróttinni. Amanda telur hins vegar að Þríþrautarsambandið hafi á sama tíma ekki gert sömu kröfur til annars íþróttafólks. Í stefnu kem- ur fram að ósannað sé að öðr- um en henni hafi verið synjað um þátttöku í elite-keppninni á grundvelli þess að viðkomandi hafi ekki náð lágmarkstímum. Amanda hefur farið fram á að Þríþrautarsambandið greiði henni 1,5 milljónir í skaðabæt- ur, auk málskostnaðar. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavík- ur þann 12.mars síðastliðinn. Kom henni í opna skjöldu Amanda er bandarísk í aðra ætt- ina en hún hefur verið búsett hér á landi í 10 ár. Undanfarin ár hef- ur hún tekið þátt í og náð góð- um árangri í þríþrautarkeppnum bæði hér heima og erlendis. Í apríl síðastliðnum sótti Am- anda um það hjá Þríþrautarsam- bandinu að fá að keppa á vegum þess í svokallaðri elite-þríþraut- arkeppni sem fram átti að fara í bænum Cholpon-Ata í Kirgistan dagana 29. til 30. júní 2019, en þátttaka íþróttamanna í keppni sem þessari er háð því að þeir séu skráðir í hana af hálfu síns þrí- þrautarsambands. Amanda seg- ist hafa litið á keppnina sem kjör- ið tækifæri fyrir hana til að keppa á alþjóðavettvangi og öðlast dýr- mæta reynslu, þó svo að um væri að ræða keppni sem sé smá í sniðum samanborið við elite-þrí- þrautarkeppnir. Í stefnu sem birt hefur verið Þríþrautarsambandinu, og DV hefur undir höndum, kemur fram að eftir að Amanda sótt- ist eftir þátttöku í keppninni hafi gjaldkeri Þríþrautarsambands- ins verið í tölvupóstsamskiptum við þjálfara hennar og í kjölfarið lagði þjálfarinn fram rökstuðning fyrir þátttöku Amöndu í keppn- inni. Það hafi hins vegar komið í ljós seinna meir að á þessum tíma hefðu ekki allir stjórnarmenn Þrí- þrautarsambandsins fengið jafn- an aðgang að þessum tölvu- póstsamskiptum gjaldkerans og þjálfarans. Þann 14. maí síðast- liðinn fékk Amanda tilkynningu um að Þríþrautarsambandið gæti ekki skráð hana í keppnina, en rökin voru þau að ekki hefði ver- ið sýnt fram á að Amanda hefði náð meintum lágmarkstímum í íþróttinni. Amanda kærði ákvörðun Þrí- þrautarsambandsins til dómstóls ÍSÍ og gerði þá kröfu að höfnun- in yrði felld úr gildi og Þríþrautar- sambandinu gert að skrá hana í keppnina. Í greinargerð frá Þríþrautar- sambandinu fyrir dómstól ÍSÍ er tekið fram að Amanda hafi þegar tjáð sig um málið á opinberum vettvangi og lýst einelti og ofbeldi í hennar garð. Í því ljósi er enn langsóttara að kærandi fái frekari undanþág- ur frá afreksstefnu kærða, til við- bótar þeim sem hún hefur þegar fengið.“ Í stefnunni segir að skrifleg greinargerð hafi borist dómstól ÍSÍ þann 13. júní síðastliðinn og samkvæmt lögum ÍSÍ hefði dóm- ur átt að vera kveðinn upp í síð- asta lagi viku síðar, eða þann 20. júní. Málsmeðferð dómstólsins dróst hins vegar á langinn og úr- skurðaði hann ekki í málinu fyrr en 3. júlí 2019. Þá var keppnin í Kirgistan hins vegar yfirstaðin og málið því ónýtt fyrir Amöndu. Kröfu hennar var því vísað frá, á þeim grundvelli að skráningar- frestur í keppnina væri runninn út, og keppnin sjálf raunar einnig yfirstaðin, og hún því ekki talin hafa lögvarða hagsmuni lengur af kröfunni. Í kjölfarið skaut Am- anda málinu til áfrýjunardóm- stóls ÍSÍ sem vísaði kröfu hennar frá dómi vegna meintra formann- marka. Þar af leiðandi fékkst aldrei efnisleg úrlausn í deilunni. Telur sig hafa sætt mismunun „Ég var virkilega vongóð um að það yrði brugðist við þegar ég fór lengra með málið. Það á ekki að umbera mismunun af þessu tagi,“ segir Amanda í samtali við DV. Hún spyr jafnframt hver sé eigin- lega tilgangurinn með því að hafa dómstól þegar þetta séu vinnu- brögðin. „Hvernig stendur á því að ég neyðist til að höfða einkamál á hendur Þríþrautarsambandinu, þegar það er til staðar dómstóll sem á að leysa úr málum eins og þessum? Líkt og fyrr segir bendir Am- anda á að Þríþrautarsambandið hafi ekki gert þær kröfur til annars íþróttafólks að það standist þessa umræddu lágmarkstíma. Nefnir hún sem dæmi að ein- um hafi verið leyft að keppa í sam- bærilegum eða stærri keppnum án þess að hann hafi náð téðum lágmarkstímum. Sá keppti meðal annars í Ironman 70.3 keppnum (í. járnkarl) sem atvinnumaður Þá segist Amanda vita til þess að annar íþróttamaður hafi verið skráður til sambærilegrar eða stærri keppni, án þess að hafa náð lágmarkstímunum. Sá hafi tekið þátt 2019 Quarteira ETU Triathlon Junior European Cup í Portúgal án þess að hafa náð lág- markstímunum. Segir viðmið úr takti við raun- veruleikann Umrædd tímaskilyrði sem Þrí- þrautarsambandið bar fyrir sig í málinu eru frá árinu 2017 og að danskri fyrirmynd. Þar segir með- al annars: Hlaup konur: 5 og 10km: 18:40 og 38:10 og 39:30 sem lágmark. Í stefnunni segir að þessir lág- markstímar séu „ ómálefnalegir og úr takti við raunveruleikann.“ Það megi til dæmis sjá af því að aðeins 13 konum í Íslands- sögunni hefur tekist að hlaupa 5 kílómetra götuhlaup á undir 19 mínútum og 10 sekúndum, sem er sá lágmarkstími er tilgreindur sem B-lágmark fyrir konur til að keppa í elite-keppnum. Í stefnunni eru einnig lögð fram úrslit í kvennaflokki í keppn- inni í Kirgistan sem Amöndu var meinað að taka þátt í. Hluti af keppninni var 5 kílómetra hlaup og eins og sést á úrslitunum þá hljóp engin kvennanna 5 kíló- metra á undir 18 mínútum 40 sekúndum eða undir 19 mínút- um og 10 sekúndum Þess ber að geta að hjá danska þríþrautarsambandinu eiga framangreindir lágmarkstímar aðeins við þá sem vilja keppa í af- mörkuðum landsliðsverkefnum , ekki í smærri elite-keppnum. Amanda tekur fram að keppn- ishaldarar í þessum mótum setji engin tímaviðmið til að keppa í þeim sjálfir. „Þau virðast ekki hafa neina ástæðu til að setja þessi tímavið „basically“, og velja svo hverjir geta farið án þeirra.“ Kvíðin og döpur Amanda segir málið hafa haft afar neikvæð áhrif á hennar daglega líf og andlega heilsu, hún hafi upplifað kvíða og depurð og sótt sálfræðimeðferð til að takast á við líðan sína. Í vottorði sálfræðings hennar segir að einkenni og líð- an hennar sé í samræmi við rann- sóknir á áhrifum eineltis. Hægt að gera mun betur „Fyrir mér þá snýst þetta ekki eingöngu um að mér hafi verið meinað að keppa. Það er ekki hvatinn á bak við þetta, heldur snýst þetta um brot á ákveðnum grundvallaratriðum,“ segir Am- anda. „Ætli ég sé ekki að reyna að halda í þá von að það sé hægt að knýja fram breytingar með því að varpa ljósi á málin og opna augu sem flestra? Ég held að íþrótta- samfélagið geti gert mun betur en þetta.“ n Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Amanda Marie Ágústsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.