Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 25
PRESSAN 2520. mars 2020 sínum í gegnum árin. Hann verður því að mestu að láta sér nægja að koma boðskap sínum á framfæri í gegnum vefsíðu In­ fowars og í útvarpsþætti sínum sem er út­ varpað á rúmlega 100 útvarpsstöðvum um öll Bandaríkin. En Jones tókst auðvitað að gera sér mat og pening úr þessu og auglýsti ýmsar vörur á tilboði undir því yfirskini að það þyrfti að bjarga Infowars og internetinu frá yfirgangi samfélagsmiðlanna. Skothelt gler Infowars er með höfuðstöðvar sínar í byggingu í iðnaðarhverfi í Austin í Texas. Þar situr Jones bak við skothelt gler og breiðir út boðskap sinn. Húsið er ómerkt og margar eftirlitsmyndavélar eru á því. Hann bauð blaðamanni New York Times í heimsókn fyrir um tveimur árum gegn tveimur skilyrðum. Ekki mátti segja hvar höfuðstöðvarnar væru og að allt samtalið yrði tekið upp. Jones vildi ekki upplýsa hversu marga starfsmenn hann er með en fyrir dómi 2017 sagðist hann vera með 75 starfsmenn og 10 verktaka. Það þarf kannski ekki að koma á óvart að í viðtalinu sagði Jones að skotvopn væru geymd í höfuðstöðvunum, en þau væru aðeins til varnar ef þörf krefði. Í viðtalinu sagði Jones að þau vandræði sem hann glímdi við væru sönnun þess að alþjóðlegt net vinstrisinnaðra samtaka vilji þagga niður í honum. Hann sagðist vita að tæknifyrirtæki, kínverskir kommúnistar, demókratar og hinir hefðbundnu fjölmiðl­ ar ætluðu að nota hann í baráttunni gegn Trump, að rangtúlka það sem hann hefur sagt og klína því á Trump. „Rannsóknir“ Jones hvetur hlustendur sína oft til að „rannsaka“ lygarnar og kenningarnar sem hann setur fram. Ekki er útilokað að þetta hafi orðið til þess að einhverjir hlustendur hans hafi framið afbrot. Árið 2000 náðu Jones og myndatöku­ maður hans að lauma sér inn á Bohemian Grove, þar sem alþjóðlegir kaupsýslumenn og stjórnmálamenn hittast í sumarfríi sínu, nærri Monte Rio í Kaliforníu. Þar tóku þeir upp myndbrot sem Jones fullyrti rang­ lega að sýndi „undarlega helgisiði“. Tveim­ ur árum síðar fór þungvopnaður stuðn­ ingsmaður Jones inn á þetta sama svæði og kveikti í. Hann sagðist trúa orðum Jones um að þarna væru börn misnotuð kynferðis lega og fólki væri fórnað. Í kosningabaráttunni fyrir forsetakosn­ ingarnar 2016 hélt Jones ekki aftur af sér við að breiða út lygarnar um hið svokallaða „Pizzagate“ en því fólst að Hillary Clinton, sem atti kappi við Donald Trump um for­ setastólinn, og demókratar starfræktu barnaníðingshring á pítsastað í Wash­ ington D.C. Edgar Maddison Welch, einn hlustenda Infowars, mætti síðan á pítsa­ staðinn síðla árs 2016 vopnaður árásar­ riffli. Hann hugðist rannsaka málið og bjarga börnum sem hann taldi að væri haldið föngnum á staðnum. Hann hleypti af skotum inni á staðnum en viðstaddir náðu að flýja. Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Jones hefur árum saman breitt út fyrrnefndar lygar um að engin skotárás og fjöldamorð hafi átt sér stað í Sandy Hook­ grunnskólanum. Árið 2015 fékk Leonard Pozner, sem missti son sinn Noah í voða­ verkinu í Sandy Hook, YouTube til að fjar­ lægja eitt af lygamyndböndum Jones um þetta. Í kjölfarið birti Jones upplýsingar um Pozner, hvar hann ætti heima og ann­ að. Þetta kemur fram í dómskjölum. Lucy Richards, tryggur hlustandi Infowars, var síðar dæmd í fangelsi fyrir að hafa haft í hótunum við Pozner eftir þetta. Hún hót­ aði að verða honum að bana. Pozner­fjöl­ skyldan hefur síðan nánast verið í felum og stefndi Jones síðar fyrir þetta. n „Ég er ekki kaup- sýslumaður. Ég er byltingarsinni. Öll þrif fyrir fyrirtæki, stofnanir og heimili Daglegar eða reglulegar ræstingar. Frostagötu 4c, 603 Akureyri Símar: 461 5232 / 892 Netfang: thrif@thrif.is Veffang: www.thrif.is Vaktsími allan sólarhringinn Það er alltaf hægt að hafa samband við okkur ef óvænt verkefni koma upp. Vaktsíminn er 8652425 Hafðu samband og fáðu tilboð í verkið Sumir láta blekkjast Einhverjir trúðu því að Pizzagate væri raun- verulegt og þyrfti að rannsaka betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.