Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 29
FÓKUS 2920. mars 2020 Kórónavírusinn hefur einnig haft gríðarleg áhrif á framleiðslu sjónvarpsefnis. Hlé hefur verið gert á tökum á raunveruleikaþættin- um The Amazing Race, sem felst í því að láta fólk ferðast heimshluta á milli og leysa gátur. Þetta var tilkynnt í lok febrúar og tekið skýrt fram að enginn í tökuliði eða meðal keppenda hefði greinst með vírusinn. Aðdáendur The Bachelor og The Bachelorette urðu líka fyrir höggi þegar ákveðið var að sextánda sería af The Bachelorette yrði eingöngu tekin upp í Norður-Ameríku, en ekki um heim allan. Þá er einnig búið að fresta tökum á nýjustu þáttaröð raunveruleikaþáttarins Survivor, en tökur áttu að hefjast seinna í þessum mánuði á Fídjíeyjum. Áætlað er að tökur hefjist seinni hluta maímánaðar ef allt gengur að óskum. Varðandi leikna þætti er það helst að frétta að tökum var frestað á Grey‘s Anatomy þann 12. mars. Stefnt er að því að hléið vari í að minnsta kosti tvær vikur. Þá er einnig búið að fresta tökum á unglingadramanu Riverdale. Mikið hefur einnig breyst í spjallþátt- um vestanhafs og hefur þeim annaðhvort verið slegið á frest eða þeir teknir upp án áhorfenda. Tónlistarmenn hafa einnig þurft að breyta sín- um plönum vegna COVID-19. Idol-stjarn- an Kelly Clarkson hefur frestað tónleika- röð sinni í Las Vegas, sem átti að hefjast á fyrsta degi aprílmánaðar. Hún hefst hins vegar ekki fyrr en í júlí. Celine Dion hefur einnig þurft að fresta tvennum tónleikum í Bandaríkjunum og Miley Cyrus hætti við að koma fram á fjáröflunartón- leikum í Melbourne í Ástralíu þann 13. mars, með þeim afleiðingum að hætt var við herlegheitin. Söngkonan Mariah Carey hefur frestað tónleik- um sínum á Hawaii fram í nóv- ember og Jonas Brothers halda ekki tónleikaröð í byrjun apríl í Las Vegas eins og áætlað var. „Okkur þykir leitt að valda ykkur vonbrigðum, en það er mikilvægt að allir geri það sem þeir geti til að flestir séu heilbrigðir,“ sögðu söngelsku bræðurnir á samfé- lagsmiðlum. Í fjórða sinn í sögu skemmti- garðsins Disneyland, sem var opnaður í Kaliforníu árið 1955, hefur garðinum verið lokað, sem og hótelum á svæðinu tengdum garðinum. Forsvars- menn garðsins vinna náið með yfirvöldum og verður garður- inn opnaður aftur þegar það þykir hentugt og öruggt. Þá, líkt og hér á landi, hefur einu frægasta leikhúsi heims, Broadway verið lokað þar til um miðjan apríl. Ein vinsælasta tónlistarhátíð heims, Coachella í Kaliforníu, átti að fara fram í apríl en hefur verið frestað fram í október. Þá hefur viðburði á vegum dragdrottningarinnar RuPaul, DragCon verið aflýst, en DragCon átti að fara fram í maí í Kaliforníu. LA Pride, hinsegin dögum í Vestur-Hollywood, hefur einnig verið aflýst, en gleðihöldin áttu að fara fram um miðjan júní. Skipuleggjendur eru að fara yfir stöðuna og hugsanlega verður hátíðin haldin síðar á árinu. COVID-19 hefur einnig mikil áhrif á einkalíf stjarnanna, en þar ber helst að nefna brúð- kaup söngkonunnar Katy Perry og leikar- ans Orlandos Bloom, sem tilkynntu nýverið að þau ættu von á sínu fyrsta barni saman. Þau ætluðu að ganga í það heilaga í Japan í sum- ar, en hafa nú frestað þessum stóra degi um óákveðinn tíma. „Okkur þykir leitt að valda ykkur vonbrigðum“ Bíða með brullaupið Skellt í lás Piparjónkan í Bandaríkjunum Enginn rekinn heim Tökum á Survivor hefur verið frestað.Kaldhæðni örlaganna Tökur á læknadrama í pásu. Ótrúlegt en satt Disneyland er lokað. Hugsar um heildina Mariah Carey er hjartahlý. Þrususöng- kona Celine Dion frestar líka. Stór ákvörðun Orlando og Katy hafa frestað brúð- kaupi sínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.