Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2020, Blaðsíða 28
28 FÓKUS 20. mars 2020
Í KLÓM VEIRUNNAR
n Afþreying og skemmtanir raskast n Þetta eru áhrif COVID-19 á Hollywood
Á
hrifa COVID-19
faraldursins gætir
víða í Hollywood
– allt frá frægasta
þegni bresku krúnunnar
til tónlistarhátíðarinnar
Coachella. Viðburðum
hefur verið frestað, frum-
sýningum seinkað og
tökum á vinsælum sjón-
varpsþáttum kollvarp-
að vegna veirunnar sem
greindist í Wuhan í Kína
í byrjun árs. DV ákvað
að stikla á stóru um áhrif
COVID-19 á afþreyingar-
bransann vestanhafs, en
þar sem gríðarlega mik-
ið magn af afþreyingar-
efni er framleitt á ári
hverju eru litlar sem
engar líkur á að við verð-
um uppiskroppa með
skemmtiefni á næstunni,
þrátt fyrir áhrif kóróna-
veirunnar.
COVID-19 hefur einnig mikil áhrif á ýmsar kvikmyndahátíðir.
Forsvarsmenn kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í Frakklandi, sem
oftast fer fram í maí, hafa ekki frestað hátíðinni en segjast fylgjast
náið með ástandinu. Því gæti farið svo að hátíðinni yrði frestað. Þá
mun Tribeca-kvikmyndahátíðin ekki fara fram í New York frá 15. til
26. apríl, en hátíðinni hefur ekki enn verið fundin ný dagsetning.
Einnig er búið að fresta kvikmyndahátíðinni SXSW í Texas, sem átti
að hefjast um miðjan mars og standa til 22. mars. Skipuleggjendur
vinna nú að því að finna nýjar dagsetningar fyrir hátíðarhöldin. Úr
tónlistarbransanum er það helst að frétta að árlegu kántrítónlistar-
verðlaununum, ACM, hefur verið frestað fram í september, en veita
átti þau verðlaun þann 5. apríl næstkomandi í Las Vegas.
Auð bíósæti
Hátíðarhöld í óvissu
Lengri bið Bond
mætir ekki á
réttum tíma.
Mikil óvissa Ekki er ljóst hvenær kvikmyndahátíðin í Cannes fer fram.
Úr bíóheimum kennir ýmissa grasa. Margir
tóku andköf þegar að MGM-kvikmyndaver-
ið tilkynnti um miðjan febrúar að nýjasta
Bond-myndin, No Time to Die, yrði ekki
frumsýnd í Kína í apríl. Þá urðu aðdáend-
ur James Bond utan Kína fyrir miklum von-
brigðum þegar sýningum myndarinnar um
heim allan var frestað fram í nóvember á
þessu ári. Þá átti að frumsýna myndina Pet-
er Rabbit 2: The Runaway í mars en búið er
að fresta henni fram í ágúst.
Taka átti upp myndina Misson: Impossi-
ble 7 á Ítalíu, Mekka kórónavírussins.
Tökuliðið ætlaði að eyða þremur vikum við
tökur í Feneyjum en þurfti að bylta þeim
áformum vegna veirunnar og fresta tökum
um óákveðinn tíma. Einnig er búið að gera
tveggja vikna hlé á tökum á The Batman
með Robert Pattinson í aðalhlutverki.
Leikarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn
John Krasinski hefur frestað frumsýningu
myndar sinnar, A Quiet Place Part II, sem
átti að fara í almenna sýningu 12. mars. „Ég
ætla að bíða með að sýna myndina þar til
við getum öll séð hana saman,“ skrifaði John
á Twitter. Þá sagði Dwayne „The Rock“ John-
son frá því á Instagram að Fast and Furious
9 yrði ekki frumsýnd á alþjóðavísu í maí í ár
eins og áætlun gerði ráð fyrir heldur í apríl á
næsta ári. „Sjáumst næsta vor,“ sagði hann.
„The Rock“ bauð síðan upp á aðra tilkynn-
ingu á Instagram þann 14. mars þar sem
hann sagði frá að tveggja vikna hlé væri gert
á tökum á nýjustu Netflix-myndinni hans,
Red Notice, en í öðrum hlutverkum í henni
eru Ryan Reynolds og Gal Gadot.
Frumsýna átti margar myndir í Kína í
febrúar og mars, þar á meðal Óskarsmynd-
irnar Jojo Rabbit, Little Women og 1917,
en öllum frumsýningum hefur verið aflýst
vegna COVID-19.